Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 48

Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 48
Það er hefð fyrir því að borða lamb á páskunum. Andabringur eru herramannsmatur og fara vel á veisluborði. AndAsAlAt með stökkum vAlhnetum og geitAosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk. ólífuolía 1 tsk. smjör Handfylli ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk. rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk. Dijon-sinnep Salt og pipar Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið þær til með salti og pipar og steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið. Setjið andabring- urnar í eldfast mót og inn í ofn við 180°C. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið sker- ið það. Skerið perur í sneiðar, steik- ið upp úr olíu og smjöri í 1-2 mín. á hvorri hlið. Ristið valhnetur á pönnu. Útbúið franska salatdressingu: Skerið tvo skallottulauka, bland- ið jómfrúar olíu og einni teskeið af sinnepi saman við. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar. Í lokin hellið þið rauðvíns ediki út í og pískið vel saman. Veltið sal- atinu upp úr dressingunni. Leggið salatið á fat, raðið perum yfir, sker- ið andabringurnar í sneiðar og legg- ið yfir, myljið geitaost ásamt því að sáldra valhnetum yfir salatið í lokin. Fylltur lAmbAhryggur með tómAt- og Furuhnetupestói Fyrir 4-6 1 lambahryggur um 2,5 kg, úrbeinaður Fylling 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk. ólífutapenade 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk. fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk. jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk. smátt saxað rósmarín ½ l vatn Grænmeti í fati: 2 laukar 4 hvítlaukar, heilir 4-6 gulrætur Látið úrbeina lambahrygginn. Setj- ið öll hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllinguna á milli hryggjarvöðvanna og leggið lund- irnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lamba- hrygginn yfir og hellið hálfum lítra af soðnu vatni í fatið og setjið í ofn við 180°C í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartím- anum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. kartöflur 10-15 kartöflur að eigin vali 2-3 msk. andafita 2 hvítlauksrif 3-4 rósmaríngreinar Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Takið þær upp úr pottinum eftir þann tíma og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmar- ín. Setjið 2 msk. af andafitu í form- ið og veltið kartöflunum upp úr fit- unni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C í 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullin- brúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins. soðsósa 300-400 ml soð ½ nautakraftsteningur Salt og pipar 500 ml rjómi, má vera meira eða minna 2 tsk. hveiti 1 msk. olía Sigtið soðið í pott og blandið nautakraftsteningi og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrær- ið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitiblöndunni. Berið strax fram með kjötinu. páskAtertAn súkkulaðibotnar 3 bollar (amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 Brúnegg 2 bollar AB mjólk 1 bolli ljós olía 5 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar eða sykur Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið þau saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunar- form og bakið við 180°C í 25- 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mín- útna bakst- ur og ef hníf- urinn kemur hreinn upp úr er kakan fullbökuð en annars þarf hún lengri tíma í ofnin- um. Bökunar- ofnar eru auðvi- tað eins misjafn- ir eins og þeir eru margir. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu. vanillu-frosting 4 eggjahvítur 2 ½ dl sykur 1 tsk. vanillusykur Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til froða fer að mynd- ast. Færið skálina, setj- ið yfir sjóðandi vatn og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna og hitna. Takið þá skálina frá vatninu og hrærið áfram í hrærivél- inni, bætið vanillu saman við á því stigi. Hrærið áfram þar til krem- ið kólnar og verð- ur orðið stíft. (Alveg eins og með marengs, þið eigið að geta hvolft skálinni án þess að kremið hreyfist). Ég setti nokkra dropa af gulum matarlit út í krem- ið í lokin, mér finnst gel-matarlitirn- ir frá Wilton langbestir. önd, lAmb og hnAllþórA Páskarnir eru á næsta leiti. Eva Laufey Hermannsdóttir gefur hér uppskrift að páskaveislu sem leikur við bragðlaukana. Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ l í F s s T í l l 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -C 7 4 8 1 8 D 0 -C 6 0 C 1 8 D 0 -C 4 D 0 1 8 D 0 -C 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.