Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.03.2016, Blaðsíða 48
Það er hefð fyrir því að borða lamb á páskunum. Andabringur eru herramannsmatur og fara vel á veisluborði. AndAsAlAt með stökkum vAlhnetum og geitAosti 2 andabringur 1 poki klettasalat 1 granatepli 2 perur 1 tsk. ólífuolía 1 tsk. smjör Handfylli ristaðar valhnetur Geitaostur, magn eftir smekk Salatdressing 1 tsk. rauðvínsedik 1 dl jómfrúarolía 2 skallottulaukar 1 tsk. Dijon-sinnep Salt og pipar Skerið aðeins í andabringurnar og steikið á pönnu. Kryddið þær til með salti og pipar og steikið í 3-4 mín. á hvorri hlið. Setjið andabring- urnar í eldfast mót og inn í ofn við 180°C. Leyfið kjötinu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið sker- ið það. Skerið perur í sneiðar, steik- ið upp úr olíu og smjöri í 1-2 mín. á hvorri hlið. Ristið valhnetur á pönnu. Útbúið franska salatdressingu: Skerið tvo skallottulauka, bland- ið jómfrúar olíu og einni teskeið af sinnepi saman við. Blandið öllu vel saman og kryddið til með salti og pipar. Í lokin hellið þið rauðvíns ediki út í og pískið vel saman. Veltið sal- atinu upp úr dressingunni. Leggið salatið á fat, raðið perum yfir, sker- ið andabringurnar í sneiðar og legg- ið yfir, myljið geitaost ásamt því að sáldra valhnetum yfir salatið í lokin. Fylltur lAmbAhryggur með tómAt- og Furuhnetupestói Fyrir 4-6 1 lambahryggur um 2,5 kg, úrbeinaður Fylling 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk. ólífutapenade 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk. fersk steinselja Salt og nýmalaður pipar 1 msk. jómfrúarolía Börkur af hálfri sítrónu 2 tsk. smátt saxað rósmarín ½ l vatn Grænmeti í fati: 2 laukar 4 hvítlaukar, heilir 4-6 gulrætur Látið úrbeina lambahrygginn. Setj- ið öll hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllinguna á milli hryggjarvöðvanna og leggið lund- irnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og sítrónuberki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eldfast mót, setjið lamba- hrygginn yfir og hellið hálfum lítra af soðnu vatni í fatið og setjið í ofn við 180°C í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartím- anum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. kartöflur 10-15 kartöflur að eigin vali 2-3 msk. andafita 2 hvítlauksrif 3-4 rósmaríngreinar Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Takið þær upp úr pottinum eftir þann tíma og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmar- ín. Setjið 2 msk. af andafitu í form- ið og veltið kartöflunum upp úr fit- unni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C í 30 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullin- brúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endrum og eins. soðsósa 300-400 ml soð ½ nautakraftsteningur Salt og pipar 500 ml rjómi, má vera meira eða minna 2 tsk. hveiti 1 msk. olía Sigtið soðið í pott og blandið nautakraftsteningi og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrær- ið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitiblöndunni. Berið strax fram með kjötinu. páskAtertAn súkkulaðibotnar 3 bollar (amerísk mæling, 1 bolli = 2,4 dl) 2 bollar sykur 3 Brúnegg 2 bollar AB mjólk 1 bolli ljós olía 5 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar eða sykur Blandið öllum hráefnum saman í skál, hrærið þau saman í nokkrar mínútur eða þar til deigið verður slétt og fínt. Hellið deiginu í smurð bökunar- form og bakið við 180°C í 25- 30 mínútur. Það er gott ráð að stinga hníf í kökuna eftir 25 mín- útna bakst- ur og ef hníf- urinn kemur hreinn upp úr er kakan fullbökuð en annars þarf hún lengri tíma í ofnin- um. Bökunar- ofnar eru auðvi- tað eins misjafn- ir eins og þeir eru margir. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kreminu. vanillu-frosting 4 eggjahvítur 2 ½ dl sykur 1 tsk. vanillusykur Þeytið eggjahvítur og sykur saman þar til froða fer að mynd- ast. Færið skálina, setj- ið yfir sjóðandi vatn og hrærið þar til blandan byrjar að þykkna og hitna. Takið þá skálina frá vatninu og hrærið áfram í hrærivél- inni, bætið vanillu saman við á því stigi. Hrærið áfram þar til krem- ið kólnar og verð- ur orðið stíft. (Alveg eins og með marengs, þið eigið að geta hvolft skálinni án þess að kremið hreyfist). Ég setti nokkra dropa af gulum matarlit út í krem- ið í lokin, mér finnst gel-matarlitirn- ir frá Wilton langbestir. önd, lAmb og hnAllþórA Páskarnir eru á næsta leiti. Eva Laufey Hermannsdóttir gefur hér uppskrift að páskaveislu sem leikur við bragðlaukana. Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ l í F s s T í l l 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -C 7 4 8 1 8 D 0 -C 6 0 C 1 8 D 0 -C 4 D 0 1 8 D 0 -C 3 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.