Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 50

Fréttablaðið - 18.03.2016, Side 50
Margir eiga tímabundið erfitt með svefn en sumir hafna í vítahring og eru í vandræðum nótt eftir nótt með tilheyrandi vanlíðan og orkuleysi á daginn. Ástæðurnar geta verið mýmargar og aðferðirnar til úrbóta sömuleiðis. Hér er aðgerðaplan sem gæti gagnast. l Reyndu að vakna alltaf á sama tíma. Líka um helgar. Farðu á fætur um leið og klukkan hringir. Ekki snúsa. l Reyndu að fara korteri fyrr í háttinn en vanalega. l Forðastu kaffi og aðra koffeindrykki eftir klukkan tvö á daginn. l Lækkaðu hitann í svefnherberginu áður en þú skríður upp í. l Gerðu nokkrar léttar jógateygjur fyrir svefninn. l Forðastu áfengi. l Forðastu sjónvarpsgláp og öll snjalltæki klukkutíma fyrir svefn. EkkErt kaffi Eftir tvö Morgunmaturinn? Yfirleitt bara cappuccino. Þegar ég vil gera vel við mig sýð ég egg í 7 mínút­ ur (hvorki meira né minna), rista sneið af góðu súrdeigsbrauði, smyr það með smjöri og hakka hálfsoðna eggið yfir. Nokkur korn af maldonsalti yfir og við erum í himnaríki. Uppskriftin að góðri helgi? Gæðastund með fjölskyldunni eins og bæjarrölt og kaffihúsa­ heimsókn. Svo notalegt kvöld­ verðarboð með góðum vinum og einhverjir skemmtilegir list­ viðburðir. Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er alæta á tónlist, svo lengi sem hún er unnin af heilindum og hæfileikum. Öll tónlist er góð ef hún er gerð af metnaði og hjarta. Uppáhaldsvefur? Besta vef­ síða landsins heitir stuckinice­ land.com. Mæli með henni við alla sem ferðast innanlands eða þekkja einhverja sem ætla að mæta á skerið. Hvað lestu helst? Ég les miklu minna en ég vildi og miklu minna en hér áður fyrr þegar ég andaði að mér bók á dag að meðaltali. Ég er hrifin af íslensk­ um skáldkonum, Auður Jóns­ dóttir og Þórdís Gísladóttir koma upp í hugann. Helstu verkefni utan Don Giovanni? Ég var með tónleika í sendiráðinu í Berlín fyrr í vikunni og söng þriðju sinfóníu Gór ecki með Sinfóníuhljómsveit Íslands í vikunni þar áður. Fram undan er svo ópera í Færeyjum og fleira gott stöff. Uppáhaldsmatur? Á jóla­ dag, sem er aðalhátíð litlu fjöl­ skyldunnar þar sem ég er oft að syngja á aðfangadagskvöld, er humar í forrétt og rib­eye með bernaise í aðalrétt. Það er svo­ lítið best í heimi. Hvernig verður sumarfríið? Við ætlum að gera húsaskipti við fólk í London í sumar. Bjugg­ um þar í nokkur ár meðan stelp­ an okkar var smábarn. Heim­ sækjum gamlar slóðir og sýnum henni forna heimahaga. aðeins um sjálfa þig og hvað eru margar sýningar eftir af Don Giovanni? Ég lærði hér heima og svo í Guildhall School of Music and Drama í London, hef unnið að mestu heima síðan og átt góðan starfsferil, sérstak­ lega í barokk, ljóðasöng og nú­ tímatónlist, en er að færa mig meira í óperuna. Það er einungis ein sýning eftir af Don Giovanni, hún er næstkomandi laugardag. HallvEiG rúnarsDóttir synGUr HlUtvErk DonnU önnU í ópEr- Unni Don Giovanni Eftir Mozart. lokasýninG- in vErðUr á MorGUn, laUGarDaG, í HörpU. Lífsstíll hallveigar rúnars- dóttur Skeifan 6 / Harpa / Kringlan / 5687733 / epal@epal.is / epal.is Hvert rúm er sérgert fyrir þig. 25 ára ábyrgð á gormakerfi. Skandinavísk hönnun. Norsk gæðaframleiðsla frá 1947. Áratuga reynsla. Gæði, ábyrgð og öryggi. Stillanleg rúm, Kontinental og boxdýnur. Yfirdýnur í úrvali. Stuttur afhendingartími, ótal möguleikar. * Stærð: 180x200, gafl ekki innifalinn í verði · · · · · · · Skoðaðu rúmin okkar áður en þú tekur ákvörðun. Jensen rúm eru: 599.000.- Verðdæmi: Stillanlegt rúm, Ambas sador* 1 8 . m a r s 2 0 1 6 F Ö s T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F s s T í l l 1 8 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :5 4 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 D 0 -B 3 8 8 1 8 D 0 -B 2 4 C 1 8 D 0 -B 1 1 0 1 8 D 0 -A F D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.