Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 36
36
væri ekki raunverulegur heldur stafaði af því að Íslendingar þekktu ekki
til menningarlegrar fortíðar sinnar vegna þess að rannsóknir skorti.15 Það
hafði líka komið á daginn að rannsóknir Matthíasar Þórðarsonar þjóð-
minjavarðar og fleiri á íslenskri listasögu urðu til að gerbreyta sýn ýmissa
manna á menningarlega arfleifð Íslendinga. Afrakstur starfa Matthíasar
á þessu sviði birtist meðal annars á prenti árin 1920 og 1925 í tveimur
bindum Íslenskra listamanna. Þessi rit samanstanda af þáttum um nokkra
myndlistarmenn síðari alda sem sumir hverjir voru að sögn Matthíasar
þá nær gleymdir.16 Þau nýmæli fólust í verkum Matthíasar að með þeim
skilgreindi hann hóp „íslenskra myndlistarmanna“ allt frá sautjándu öld
sem stóð í einhverjum skilningi fyrir innlenda listhefð, jafnvel þótt sumir
þeirra hefðu eytt öllum fullorðinsárum sínum erlendis eða jafnvel aldrei til
Íslands komið.
Fyrir Bjarna frá Vogi voru þessir þættir Matthíasar, ásamt rannsóknum
norska listasögufræðingsins Harrys Fett á lýsingum í íslenskum miðalda-
handritum, sönnun þess að Íslendingar ættu sér langa sögulega arfleifð
á myndlistarsviðinu. Listvakning fyrstu áratuga tuttugustu aldar sem
kom hvað skýrast fram í verkum frumherjanna Þórarins B. Þorlákssonar,
Ásgríms Jónssonar og Einars Jónssonar var í kjölfarið hægt að skýra sem
birtingarmynd undirliggjandi eiginleika íslenskrar menningar. Þegar
myndverk þeirra voru sett í nýuppgötvað samhengi innlendrar listasögu
urðu þau ekki einber dæmi um einstaklingsbundna hæfileika heldur jafn-
framt til vitnis um eðlisbundna eiginleika þjóðarinnar sem ekki hafði náð
að njóta sín sem skyldi á niðurlægingartímabili útlendrar harðstjórnar.
Þegar kom fram á þriðja áratuginn gat Bjarni því horft nokkuð djarfleg-
ar um öxl til sögu þjóðarinnar og íslensks myndlistararfs heldur en hann
hafði gert í fyrirlestri sínum árið 1908. Sú þekking á íslenskum mynd-
listarmönnum fyrri tíðar sem hafði orðið til í millitíðinni gerði það að
verkum að andstæður Íslands og Evrópu virtust ekki jafn sláandi og áður,
ef ekki beinlínis óverulegar. Í umræðum á Alþingi árið 1922 hélt Bjarni
því þannig fram að það væri „algerlega rangt að tala um nýja list á Íslandi.
Listamenn fluttust hingað þegar land byggðist og höfðu alltaf verið hér
þótt fáir hafi veitt því athygli. Jafnvel á svörtustu tímum stóðu Íslendingar
15 Þorkell Jóhannesson, „Íslenzk list“, Samvinnan 3–4/1929, bls. 297–319; „Um rann-
sóknir í íslenzkri menningar- og atvinnusögu“, Samvinnan 1/1930, bls. 26–59.
16 Matthías Þórðarson, Íslenskir listamenn, 1.–2. b., Reykjavík: Listvinafélag Íslands,
1920 og 1925.
ÓlAfuR RAStRick