Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Page 38
38
og beint skort menningu til þess að skapa fegurð á heimilunum, bæði úti
og inni.“19
Þetta samfélagslega hlutverk listarinnar, að göfga og hækka siðmenn-
ingarstig landsmanna, tengdist þannig með beinum hætti kröfunni um
íslenska menningarsögu. Hugmyndin var sú að með því að vekja athygli
Íslendinga á sögulegu samhengi eigin menningar mætti kenna þjóðinni
að þekkja sjálfa sig.20 Þekkingarskortur á innlendum fyrirmyndum sem
almenningur gæti stuðst við til að búa sér til fagurt heimili hafði þannig
leitt til þess að smekkleysi og ómenning hefði skotið rótum á íslensk-
um heimilum.21 Meðal birtingarmynda ómenningarinnar var postulíns-
hundurinn sem Spegillinn atti að undirbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar
árið 1928. Hundurinn sá hafði þá þegar verið farinn að festa sig í sessi
sem tákn menningarlegrar lágkúru. Í Tímanum sumarið 1923 vakti Ásgeir
Ásgeirsson, löngu síðar forseti Íslands, athygli á því hversu óvistlegt væri
víða orðið innandyra á sveitaheimilum landsins. Ásgeir taldi val sveita-
fólks á húsbúnaði og skrautmunum hafa þróast mjög til verri vegar og
vera nú orðið í hrópandi andstöðu við fegurð íslenskra sveita. Eftir að
hafa lýst heilnæmi sveitaloftsins og hversu hressandi það væri fyrir bæjar-
búann að finna „grænt teppi gróðursins undir fótum en fyrir þak djúp-
blátt himinhvolfið, sem hvílir á súlum fjallanna“ og vikið að því hvernig
sveitabæirnir væru „eins og grónir upp úr jörðunni [svo]“ hóf Ásgeir að
lýsa því hversu nöturlegt væri orðið í seinni tíð að koma heim á suma bæi
og vera vísað í „kalda og ómálaða stofu“: „Þar eru nokkrir stólar, fengnir
úr kaupstað, kommóða með blikkrömmum, postulínshundum, þurkuðum
punti og pappírsrósum, og á veggjunum glansmyndir af Maríu mey og
Nikulási Rússakeisara, tvö eintök af „Drottinn blessi heimilið“ og legio af
minningarspjöldum eða annað þessu líkt.“22 Fyrir Ásgeiri var slíkt samsafn
andhverfa náttúrufegurðarinnar. Að ytra útliti áleit hann sveitabæina vera
í ríkum samhljómi við „helgidóma náttúrunnar“ en innandyra réð smekk-
leysið ríkjum með safni ósamstæðra skrautgripa og húsmuna ættaðra frá
útlöndum. Og þar á meðal átti postulínshundurinn heima.
19 Þorkell Jóhannesson, „Íslenzk list“, bls. 302. Um sjónarmið varðandi félags-
legt hlutverk lista í byrjun tuttugustu aldar á Íslandi, sjá Ólafur Rastrick, Íslensk
menn ing og samfélagslegt vald, bls. 43–68 og víðar.
20 Þorkell Jóhannesson, „Íslenzk list“, bls. 297.
21 Sbr. Arndís S. Árnadóttir, Nútímaheimilið í mótun. Fagurbætur, funksjónalismi og
norræn áhrif á íslenska hönnun 1900–1970, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011, bls.
80–83.
22 Tíminn 16. júní 1923, bls. 69.
ÓlAfuR RAStRick