Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2012, Síða 163
163
síðar.5 Áhersla Elias hvílir síður á einstaklingnum en þeim þjóðfélagslegu skil-
yrðum og ferlum sem skapa hann og móta.
Samþættingin á kenningum og aðferðum félagsfræði og sálgreiningar
gefur sögulegri rannsókn Elias nokkra sérstöðu andspænis kenningum Max
Weber og Sigmunds Freud, en riti hans um ferli siðmenningarinnar er að
nokkru leyti stefnt þeim til höfuðs. Elias teflir hefðum sálgreiningarinnar og
félagsfræðinnar hvorri gegn annarri í því skyni að leggja grunn að nýrri sögu-
legri aðferð er geti gert kleift að sigrast á takmörkunum þessara fræðihefða.
Sálgreiningunni er markvisst beitt til að draga fram mikilvægi sálrænna þátta
og þeirrar innri ögunar er tekur við af ytri stýringu og refsingum í þjóðfélagi
nútímans. Gagnrýni Elias á félagsfræðikenningar samtímans beindist þó ekki
síst að því að hún hefði gefið frá sér hugmyndina um þjóðfélagsleg ferli um
leið og hún fjarlægðist þá hugmynd um framfarir sem einkenndi félagsfræði-
legar rannsóknir á nítjándu öld. Elias taldi aftur á móti nauðsynlegt að halda í
hugmyndina um félagsleg ferli, þótt hann tæki gagnrýna afstöðu til þeirrar
pólitísku hugmyndafræði sem gegnsýrði verk Karls Marx, Augustes Comte,
Herberts Spencer og annarra frumkvöðla félagsfræðinnar. Þannig hafnaði
hann hugtakinu „þróun“ sem greiningartæki á sviði menningarinnar en lagði
jafnframt áherslu á nauðsyn þess að lýsa þeim „umbreytingum“ sem hér mætti
greina, um leið og hann hafnaði ríkjandi áherslu félagsfræðinnar á greiningu
„þjóðfélagslegs ástands“ í stað félagslegra ferla.6 Gagnrýni Elias á hefð nítj-
ándu aldarinnar snýr ekki síst að þeirri innbyggðu markhyggju sem útilokar
greiningu á sviptingum og afturhvörfum sem setja mark sitt á ferli siðmenn-
ingarinnar. Að mati Elias er hér ekki um að ræða línulega þróun frá villi-
mennsku í átt til frelsis, fágunar eða siðmenntunar, heldur getur þetta ferli
einnig falið í sér afturhvörf til hins dýrslega – eins og samtími Elias árið 1939
bar svo skýrt vitni um. Styrkur þessarar greiningar liggur ekki síst í því að
siðmenningarhugtakið í skrifum Elias er lýsandi fremur en gildishlaðið og
gerir kleift að lýsa ferli siðmenningarinnar ekki aðeins sem ferli framfara eða
sívaxandi siðmenntunar, heldur um leið sem ferli æ kröftugri stýringar- og
ögunarhátta sem gera þjóðfélagsþegninn að virkum þátttakanda í eigin félags-
mótun.
Á sama hátt og Elias beitir kenningum sálgreiningarinnar gegn félags-
fræðinni, beitir hann kenningunni um félagsleg ferli gegn sálgreiningunni. Í
inngangi sínum að endurútgáfu Über den Prozeß der Zivilisation frá 1969 bend-
ir Elias á að takmarkanir sálgreiningarinnar liggi fyrst og fremst í söguleysi
kenningarinnar:
5 Sjá einkum Michel Foucault, Surveiller et punir, Naissance de la prison, París: Galli-
mard, 1975.
6 Elias, sama rit, bls. 9–10; 19–20.
AF ÁRÁSARGIRNINNI OG UMBREYTINGUM HENNAR