Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2011, Qupperneq 163
163
ÞJÓÐKIRKJA OG TRÚFRELSI
að evangelísk-lúthersk trú væri talin „réttari“ en önnur trú.42 Þvert á móti
var bundinn endir á trúarpólitík af því tagi með stjórnarskránni þar sem hún
innleiddi trúfrelsi. Lútherska kirkjan skyldi eftir gildistöku hennar aðeins
njóta stuðnings og verndar hins opinbera og síðar ríkisvaldsins „að því leyti“
sem hún var kirkja meirihluta þjóðarinnar og þar með rammi um trúarhefð
þjóðarinnar. Fái þessi túlkun staðist hefur kirkjuskipan Íslands á 19. öld ráð-
ist af almennu pólitísku ástandi, það er stöðu Íslands í alríkisheildinni, en
ekki af trúarpólitískri stefnu.
Með setningu stjórnarskrárinnar 1849 var þjóðkirkjuhugtakið í fyrsta
skipti tekið upp í lagatexta en hafði verið nokkuð í umræðu fyrir þann tíma.43
Merking þess og túlkun getur verið af ýmsum toga. Margir telja það fyrst
og fremst guðfræðilegs eðlis og byggja þeir almennt á kenningum þýska
guðfræðingsins Fr. D. E. Schleiermachers (1768–1834) en hann gagnrýndi
þá stjórnskipan kirkjunnar sem fól í sér annað tveggja miðstjórn biskupa
eða miðstjórn ríkisvalds (fursta).44 Í stað slíks fyrirkomulags mælti hann
með stjórnarformi sem byggðist á því að valdið kæmi frá söfnuðunum
(þ.e. almenningi eða þjóðinni í samtoga samfélagi 19. aldar). Taldi hann
kirkjustjórn er byggðist á kjörnu kirkjuþingi samræmast best evangelískum
kirkjuskilningi. Á hinn bóginn varaði hann við hröðum aðskilnaði ríkis og
kirkju er fælist í að æðsta stjórn kirkjunnar yrði í einni svipan færð úr höndum
ríkisvaldsins til kirkjuþings.45 Með þessum hætti lagði Schleiermacher grunn
að lýðræðislegri þjóðkirkjuskipan.46 Beggja vegna aldamótanna kynntust
Íslendingar þó hugmyndum af þessu tagi víðar, til að mynda meðal landa
sinna vestanhafs.47
Slík þjóðkirkjuskipan komst hvorki á í Danmörku né hér á landi á 19.
öld. Ákvæði 3. (núv. 4.) grein dönsku stjórnarskrárinnar sem skyldar ríkið
til að styðja þjóðkirkjuna sýnir þó að menn hafa þegar um miðja 19. öld
hugsað sér kirkjuna sem stofnun er væri aðgreinanleg frá ríkinu en ekki sem
42 Gagnstæð túlkun sjá Njörður P. Njarðvík, Spegill þjóðar. Persónulegar hugleiðingar um
íslenskt samfélag, Reykjavík: Uppheimar, 2010, bls. 110. Hér er þessari túlkun hafnað.
43 H. J. H Glædemark, Kirkeforfatningsspørgsmaalet i Danmark, bls. 512. Hans
Gammeltoft-Hansen, „§ 4“, bls. 47.
44 Sigurjón Árni Eyjólfsson, Ríki og kirkja. Uppruni og þróun þjóðkirkjuhugtaksins,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006, bls. 117–121.
45 Sama rit, bls. 121–123.
46 Sama rit, bls. 21.
47 Hjalti Hugason, „Þróun sjálfstæðrar þjóðkirkju á öndverðri 20. öld. Fyrstu tilraunir
til að koma á kirkjuþingi á Íslandi“, Ritröð Guðfræðistofnunar/Studia theologica island-
ica, 31/2010, bls. 73–104, hér bls.76–78.