Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 16
16
ingu og reynslu er komið fyrir og hún bíður þess að verða tekin í notkun.
Á meðan upplýsingar eru geymdar í hirslunni gegna þær engu ákveðnu
hlutverki. Þær eru þó ekki með öllu gleymdar og þar með horfnar, heldur
bíða þess að komast aftur í notkun.
Ólíkt geymsluminninu tileinka menn sér vinnsluminnið, sem verður
til með vali, tengingum og merkingarsmíð. Þættir vinnsluminnisins liggja
ekki einfaldlega á víð og dreif, líkt og þættir geymsluminnisins, heldur
koma þeir inn í þetta minni mótaðir, smíðaðir eða innbyrðis tengdir og
gegna þannig ákveðnu hlutverki hér og nú. Reginmunurinn, samanborið
við geymsluminnið, felst einmitt í þessari merkingarsmíð sem tengist líð-
andi stundu. Þannig er vinnsluminnið allt frá upphafi bundið hugveru,
sem sér um hina nauðsynlegu merkingarsmíð. Félagslegar hugverur, en
við tiltekin söguleg skilyrði er þar um að ræða þjóðir, móta vinnsluminni
sitt eftir ákveðinni mynd af fortíðinni. Þessi mynd býr yfir tiltekinni merk-
ingu og styrkir hina sameiginlegu sjálfsvitund. Geymsluminnið býr ekki
yfir þessari getu, enda er það ekki borið uppi af vali og sköpun, heldur
söfnun, geymslu eða varðveislu. Það er engu að síður forsenda þess að
sjálfsmyndir geti mótast í vinnsluminninu, því það þjónar sem forðabúr
sem hægt er að sækja í. Að þessu leyti verður að líta á geymsluminnið sem
meginuppsprettu fyrir endurnýjun menningarlegrar þekkingar og grund-
vallarskilyrði fyrir menningarlegum umbreytingum. Um leið veitir það
vinnsluminninu aðhald hverju sinni.
Ekki er hægt að líta á þessar tvær birtingarmyndir, sem í sameiningu
mynda hið menningarlega minni, sem andstæður, heldur er hér um að
ræða tengd lög sem verka stöðugt hvort á annað. Aleida Assmann lýsir
þeim sem forgrunni og bakgrunni. Jaðar vinnsluminnisins ber þannig
ávallt við bakgrunninn. Til að endurnýjun geti átt sér stað þarf að sækja út
fyrir þennan jaðar, í því skyni að virkja þætti úr geymsluminninu og færa
þá inn í vinnsluminnið. Á hinn bóginn er sífellt verið að taka þætti út úr
vinnsluminninu og koma þeim fyrir í geymsluminninu, um leið og þeir
hafa skilað hlutverki sínu á tilteknum tíma. Þegar jaðar vinnsluminnisins
er mjög gisinn verður rennslið stöðugt, sífellt ný merkingarsköpun á sér
stað. Þegar mörkin þéttast eða hlutar geymsluminnisins eyðast (t.a.m. með
vísvitandi eyðingu eða fyrir vanrækslu), geta merkingarmynstrin aftur á
móti ekki endurnýjast með sama hætti og minnið stirðnar.
Þótt geymsluminnið sé ekki samsett og þurfi ekki stöðugt að aðlagast
á sama hátt og vinnsluminnið, þýðir það ekki að það spretti, byggist upp
MaRion LeRneR