Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 18
18
þjóðarinnar. Breytingarnar leiddu til kreppu, óvissu, pólitískra átaka og til-
finningar fyrir að eitthvað hefði glatast. Heilu kynslóðirnar litu um öxl og
sáu hið rótgróna bændasamfélag leysast upp. Tilfinningar þeirra til lands-
ins og afstaðan til íslenskrar náttúru tóku að breytast. Menn fundu hjá sér
þörf fyrir að horfa til fortíðarinnar og varðveita hana. Þeir hófust handa
við að safna saman, stofna átthagafélög og byggðasöfn og finna hefðinni
stað þótt ekki væri nema í endurminningunni, búa henni athvarf, skapa
samfellu mitt í öllum umbreytingunum.
Líta verður á áhuga Pálma Hannessonar, Jóns Eyþórssonar og annarra
á munnlegum ferða- og hrakningasögum sem hluta af þessum hræringum,
þegar þeir taka að safna slíkum lýsingum saman í bókum og tímaritum,
halda útvarpserindi og hvetja lesendur og áheyrendur til að taka þátt í
söfnunarstarfinu.22 Yfirlýst markmið þeirra var að varðveita vitnisburði
um hversdagslíf fortíðarinnar. Tilgangurinn var ennfremur að heiðra þess-
ar hvunndagshetjur sem slíkar og bregða upp mynd af þeim sem íslenskum
þjóðhetjum, holdgervingum lífsvilja og þrautseigju þjóðarinnar. Á slíkum
forsendum túlkar Pálmi Hannesson rektor sögu Kristins Jónssonar, sem
villtist á Norðurlandi árið 1898 en fannst á Suðurlandi tæpum fimmtán
dægrum síðar, eftir að hafa hrakist yfir miðhálendið:
Erlendar þjóðir halda mjög uppi nöfnum þeirra manna, sem afrek
hafa unnið á öræfum heimskautslandanna eða annars staðar, og reisa
þeim veglega minnisvarða. Mér virðist þessi saga Kristins Jónssonar
svo merkileg, að hún eigi að geymast í minningu okkar þjóðar. Sjálfur
hvílir hann óbættur í kirkjugarðinum að Hólum í Eyjafirði.23
Á öðrum vettvangi hef ég gert ítarlegri grein fyrir þeirri niðurstöðu minni
að Pálma Hannessyni hafi ekki aðeins tekist að halda þessari minningu á
lífi, heldur jafnframt að tengja hana þjóðernislegri túlkun sinni til fram-
búðar.24
Þegar Pálmi tók saman þessa og aðrar skyldar sögur, höfðu þær varð-
veist um áratuga skeið í samskiptaminni Íslendinga. Þær voru sagðar og
22 Hrakningar og heiðavegir, 1.–4. bindi, ritstj. Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson,
Akureyri: Bókaútgáfan Norðri, 1949–1957.
23 Pálmi Hannesson, „Villa á öræfum“, Villa á öræfum – Allein durch die Einöde, bls.
108–143, hér bls. 134–136.
24 Marion Lerner, Landnahme-Mythos, kulturelles Gedächtnis und nationale Identität:
Isländische Reisevereine im frühen 20. Jahrhundert, Berlín: Wissenschafts-Verlag,
2010.
MaRion LeRneR