Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 34
34
við tilvísanir. Skyldleikarökin miða að því að draga fram skyldleika hins
sanna (ævisagna/sjálfsævisagna) annars vegar og hins logna (falsana/tilbún-
ings/skáldskapar) hins vegar. Tvær ólíkar leiðir eru að þessu markmiði.
Annars vegar er hægt að stytta bilið milli hins sanna og hins logna með
því að gengisfella hið sanna. Hið sanna er þá í einhverjum skilningi logið
líka. Þetta virðist höfuðtilgangurinn með ítarlegri umfjöllun Freemans
um sjálfsævisögu Emily Fox Gordon, Mockingbird Years. A Life In and Out
of Therapy, í greininni „Telling Stories“ sem áður var vitnað til. Freeman
vekur athygli á mótsagnakenndri afstöðu Gordon til sanngildis eigin sjálfs-
ævisögu. Annars vegar heldur Gordon því fram að verk hennar sé „til-
tölulega heiðarlegt“16 því í verkinu séu engar miklar afbakanir, engin bein
ósannindi, allt sem hún hafi sagt frá hafi gerst og gerst á þeim tíma sem
hún greindi frá. Öfugt við falsara og lygara virðist Gordon því hafa skrifað
sanna sjálfsævisögu.17 Hins vegar segir Gordon sjálf, bendir Freeman á, að
hún hafi „afbakað sannleikann um eigið líf á þann hátt að það varð nánast
óþekkjanlegt“.18 Gordon gefur a.m.k. þrjár ástæður fyrir þessari óvæntu
gengisfellingu hinnar „sönnu“ sjálfsævisögu sinnar. Sagan er í fyrsta lagi
sögð afbökun sannleikans vegna þess að Gordon birtir eina af ótalmörgum
mögulegum sjálfsævisögulegum sögum sínum sem sögu (alls) lífs síns. Sá
frásagnarmáti hafi haft áhrif á val hennar á atburðum í verkið en hún hafði
úr nánast óendanlegum möguleikum og röð möguleika að moða í lífi sínu.
Sé t.d. saga sigurvegarans valin sem saga lífsins er líklegt að atburðir sem
styðja þá sögu verði ávallt fyrir valinu en aðrar mögulegar samsetningar
fái enga athygli. Hér er komin önnur ástæða þess að Gordon telur sjálfs-
ævisögu sína afbaka eigið líf: Hið óhjákvæmilega val. Í þriðja lagi er sjálfs-
ævisagan sögð afbökun vegna þess að Gordon skrifar eins og ævi hennar
sé lokið, líkt og hún viti nú þegar sannleikann um eigið líf. Það sem vekur
vitaskuld athygli hér er að Gordon hefur ekki gengist við einhverjum
glæpum á ritvellinum, svo sem ritstuldi eða fölsunum. Hún hefur gert það
sem flestir sjálfsævisöguritarar gera, dregið fram og leitt ákveðna sjálfsævi-
sögulega þætti til öndvegis, valið úr ótal möguleikum og skrifað söguna
meðan hún var enn á lífi. Þar sem flestar sjálfsævisögur eru „tiltölulega
heiðarlegar“ en um leið háðar þeim takmörkunum frásagnarlistarinnar
(og jarðvistarinnar) sem Gordon bendir á, hljótum við að spyrja hvort
16 Mark Freeman, „Telling Stories“, bls. 270.
17 Sjá umræðu um Binjamin Wilkomirski hér að neðan.
18 Sama rit, bls. 270.
RóbeRt H. HaRaLdsson