Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Side 161
161
gerði sá maður er sagt er að Daríus Frígíus hét. Hann sagði sögu frá
sameign Girkja og Trójumanna og ritaði viðarlaufi.59
Sagnaritun um Trójumenn er því sett skör lægra en nytsamleg sagnaritun
sem ætlað var að veita áheyrendum andlega huggun en veraldleg sagnarit-
un var iðulega kölluð fróðleikur eða skemmtun.60 Hér má sjá vísi að verka-
skiptingu þar sem Haukur ætlar sér ekki þá dul að rita um nytsamlegt efni
eins og rataði síðar í AM 226 fol., en til voru sagnarit sem höfðu annars
konar tilgang og Haukur treysti sér til að koma þeim tilgangi til skila.
Eitt einkenni veraldarsagna er áhersla á tímatal en söguskilningur
Hauks Erlendssonar var frekar sifjafræðilegur og sver bók hans sig þar
í ætt við ýmis eldri rit íslenskra veraldarhöfðingja, s.s. Snorra-Eddu og
Heimskringlu. Í Hauksbók er ætt Hauks Erlendssonar rakin frá sjálfum
Adam og tenging Trójumanna sögu við sögu Rómverja snerist einnig um
sifjafræði. Hið sama má segja um Breta sögur en Brutus forfaðir Breta var
sagður afkomandi Eneasar. Hin sifjafræðilegu tengsl voru á skjön við tíma-
ramma veraldarsögunnar þar sem saga Gyðinga var viðmiðið. Trójumanna
saga féll ekki sjálfkrafa inn í þann ramma, eins og sjá má af knosuðum tilvís-
unum í hana í Aldartölu og Veraldarsögu. Í Hauksbók er samhengið annað,
hinir sex heimsaldrar eru ekki ramminn heldur flutningur Trójumanna til
Bretlands og tengsl við Norðurlönd í gegnum Breta sögur.
Síðari kynslóðir héldu áfram að rita um sögu Trójumanna og Breta.
Frá miðri 14. öld er til handrit sem ritað var fyrir Orm Snorrason sem
inniheldur þessar tvær sögur en einnig efni úr riddarasögum.61 Er þetta
eitt dæmi af mörgum um það að áhugamál Hauks og Orms hafi farið
saman.62 Ormur var í nánu sambandi við munkana á Helgafelli sem rit-
uðu fyrir hann Skarðsbók postulasagna og vel má vera að þeir hafi einnig
komið að ritun riddarasagnahandritsins. Ljóst er að þessir ólíku angar
veraldarsögunnar, sem AM 226 fol. og Hauksbók eru fulltrúar fyrir, voru
59 Hauksbók udg. efter de Arnamagnæanske håndskrifter no. 371, 544 og 675, 4to samt
forskellige papirhåndskrifter, útg. Finnur Jónsson og Eiríkur Jónsson, Kaupmanna-
höfn: Kongelige Nordiske Oldskrift-selskab, 1892–1896, bls. 152. Sbr. einnig
Veraldarsögu, bls. 3: „Móses hét guðs dýrlingur í Gyðinga fólki sá er fyrst hóf þá
þrifnaðarsýslu að rita helgar bækur um Guðs stórmerki.“
60 Sjá nánar Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum, bls.
130–140.
61 Sjá Sven A. Grén Broberg, „Ormr Snorrasons bok“, Arkiv för nordisk filologi 20/
1908, bls. 42–66, einkum bls. 56–57, 61.
62 Sjá t.d. Sveinbjörn Rafnsson, „Sagnastef í íslenskri menningarsögu“, Saga 30/1992,
bls. 81–121, hér bls. 86–87.
Hin HeiLaGa FoRtÍÐ