Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Síða 213
213
safnahugsun sem tekur stöðugt meira pláss í menningu og reynslu hvers-
dagsins. Heimspekingurinn Hermann Lübbe, sem hefur greint þessa allt-
umlykjandi söguhyggju í samtímamenningunni, heldur því fram að aldrei
áður hafi samtíminn verið jafn upptekinn af fortíðinni eins og vestræn
menning var á áttunda og níunda áratugnum, þegar söfn og minnismerki
voru reist í gríðarlegum mæli.8 Jafnvel minnisvarðinn, sem eftir óhóf 19.
aldar í snautlegri fagurfræði og blygðunarlausri pólitískri réttlætingu hafði
átt erfitt uppdráttar í módernismanum (þrátt fyrir Gropius eða Tatlin),
gengur í endurnýjun lífdaga og nýtur þar augljóslega góðs af ákafanum í
minnismenningu okkar.
En hvaða afleiðingar hefur slík safnavæðing og hvernig túlkum við
þessa þráhyggju gagnvart margs konar minnisverðri fortíð, þessa þrá eftir
að tjá minningu í steini eða öðru varanlegu efni? Bæði persónulegt og
félagslegt minni verður fyrir áhrifum frá þessari nýju formgerð tímans
sem myndast fyrir tilstilli aukins hraða efnislegs lífs á annan bóginn og
vegna hröðunar fjölmiðlaímynda og upplýsinga á hinn bóginn. Hraðinn
eyðir rými og þurrkar út fjarlægðir í tíma. Í báðum tilfellum er gang-
verki lífeðlis fræðilegrar skynjunar breytt. Því meira minni sem við geym-
um í gagnabönkum, þeim mun ákafar er fortíðin dregin inn í sporbraut
nútímans, tilbúin til að vera varpað á skjáinn. Tilfinningin fyrir sögulegri
samfellu eða, ef því er að skipta, rofi, sem hvort tveggja byggir á einhverju
sem var áður og öðru sem fylgir á eftir, víkur fyrir skörun allra þeirra
tíma og rýma sem eru til taks í samtímanum. Skynjun á fjarlægð í rúmi
og tíma er að þurrkast út. En þessi tímaskörun og nærvera milliliðalausra
ímynda er auðvitað að stórum hluta ímynduð og skapar eigin alveldisóra:
að hoppa á milli sjónvarpsrása verður sjálfselsk ‚and-raungerving‘. Þar
sem slík tímaskörun útrýmir muninum á fortíð og nútíð, hér og þar, á
hún til að týna akkeri sínu í vísun sinni til veruleikans, raunverunni, og
samtíminn verður fórnarlamb töfravalds eftirhermu og vörpunar ímynda.
Raunverulegur mismunur, raunverulegur annarleiki í sögulegum tíma eða
landfræðilegri fjarlægð verður ekki lengur numinn. Í ýktustu tilvikunum
eru mörk staðreynda og tilbúnings, raunveruleika og skynjunar svo máð að
við höfum ekkert nema eftirhermu og póstmóderníska hugveran hverfur
í ímynduðum heimi skjásins. Hættan sem því fylgir, á afstæðishyggju og
8 Sjá Hermann Lübbe, „Zeit-Verhältnisse“, Zeitphänomen Musealisierung: Das
Verschwinden der Gegenwart und die Konstruktion der Erinnerung, ritstj. Wolfgang
Zacharias, Essen: Klartext Verlag, 1990, bls. 40–50. Sjá einnig Hermann Lübbe,
Die Aufdringlichkeit der Geschichte, Graz, Vín og Köln: Verlag Styria, 1989.
MINNISVARðAR OG HELFARARMINNI Á FJÖLMIðLAÖLD