Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2013, Page 225
225
Ritið er ritrýnt tímarit
Ritið birtir greinar á öllum sviðum hugvísinda þrisvar á ári. Hluti hvers
heftis er helgaður ákveðnu þema sem er ákveðið af ritstjórum. Einnig
eru birtar greinar ótengdar þema. Auglýst er eftir efni til birtingar og
getur hver sem er sent inn greinar. Ritið birtir einnig greinar um bækur,
umræðugreinar, þýðingar á erlendum greinum og myndaþætti. Allt efni í
Ritinu er birt á íslensku en greinunum fylgir útdráttur og listi yfir lykilorð
bæði á íslensku og ensku.
Handrit að greinum sem óskað er að verði birtar í Ritinu skulu send
ritstjórum. Allar greinar, nema ritdómar og umræðugreinar, eru ritrýndar.
Greinar sem fara í ritrýni eru sendar nafnlausar til tveggja yfirlesara sem
eru sérfræðingar á fræðasviði greinarinnar. Þeir fá sérstakt eyðublað til
viðmiðunar og skila því útfylltu til ritstjóra, ásamt öðrum athugasemdum,
til dæmis í greinarskjalinu sjálfu. Ritstjórar fara yfir athugasemdir, meta
þær og koma viðeigandi athugasemdum nafnlausum til höfunda. Í sumum
tilfellum láta ritstjórar í ljós sitt eigið mat á ritrýninni, svo sem um það
hvaða athugasemdum þeir telja nauðsynlegt að höfundur fylgi. Í ritrýni
kemur fram hvort grein telst birtingarhæf í Ritinu án breytinga, með þeim
breytingum sem ritrýnir leggur til eða ekki hæf til birtingar í Ritinu. Mælst
er til þess að með lokagerð handrits fylgi stutt yfirlit yfir helstu breytingar
frá fyrri gerð.
Upplýsingar um Ritið og eldri árganga má finna á: http://www.hugvis.
hi.is/ritid
Ritið is a peer reviewed journal
Ritið (The Work), published three times a year by the University of Iceland
Centre for Research in the Humanities, carries original research articles
on a theme decided by the editors for each edition. It also carries articles
in an open category as well as book reviews, discussion papers, and transla-
tions. The journal is open to submissions of articles within all areas of the
humanities. Ritið publishes articles in Icelandic but they are accompanied
by a summary in both Icelandic and English as well as a list of keywords.