Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Fréttir DV SWDIvOIÍX ■ Enn er allt í jámum hjá Strætó bs. Samkvæmt heimildum DV vlll trúnaðarmannahópur vagnstj óra að fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins biðjist annaðhvort afsökunar á ffamkomu í sinn garð undanfarið eða segi af sér. Framkvæmdastjórinn sakar trúnaðarmennina um ölvun í starfl og hótar því að veita þeim áminningu. Trúnaðarmennim- ir hafa leitað ásjár hjá Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar og Ögmundur lónasson, for- maður BSRB, hefur einnig verið settur inn í málið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæð- ismanna í borgarstjóm, hefur jafnframt fundað með trúnaðar- mannahópnum og ætlar að beita sér íyrir því að deilan verði tekin fyrir í borgarstjóm. ■ Guðmundur Kafnkell Gísla- son, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og ástsæll söngv- ari hljóm- sveitarinnar Súellen í aldar- fjórðung, var rekinn úr hljómsveit- inni um síð- ustu helgi. Órökstudd uppsögnin kom í SMS-skila- boðum sem Guðmundur tók eftír í hléi á hljómleikum er hann var að spila með annarri hljóm- sveit á laugardagskvöldið. Það var ekki fyrr en eftír helgina sem hann var látinn vita af því að um hrekk hefði verið að ræða. „Ég hafði reynt að leita skýringa á þessu en ekki fengið nein svör," segir Guðmundur. Hann bætír við að þó að hljómsveitarfélag- ar hans séu vissulega hrekkvísir hafi hann ekki átt von á því að þeir myndu halda svona lengi út. „Þetta er geymt en ekki gleymt." ■ Þeir stóðu heldur betur á önd- inni þremenningamir í Reykja- vík síðdegis á Bylgjunni í fýrra- dag. Kona hringdi inn í þáttinn klukkan 16.50 til að vekja athygli á aðstæðum þeirra sem þurfa aðstoð frá Fjöl- skylduhjálp. Hún talaði einnig um bág kjör aldraðra og öryrkja. Þegar kom að því að kveðja lét konan nokkur vel valin orð falla um hjúkrunarkonu sem hún sagði að farin væri að halda við manninn sinn. „Ég ætla að skila kveðju tíl geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum," sagði hún og vísaði til þess að viðkomandi ættí í holdlegu sambandi við mann sinn. ■ Nú þegar lið Akumesinga og ísfirðinga hafa verið dregin sam- an til glímu í spuminga- keppninni Útsvar í Rík- issjónvarp- inu er ekíá laustvið að kvíða gæti í herbúð- um liðanna. Nú blogga fsfirðingar um það að baráttan geti orðið erfið því andstæðingamir fr á Akranesi séu bæði verðugir og snjallir. Akur- nesingar, með Guðríði Haralds- dóttur sérfræðing í Ólíver Tvist, í fararbroddi ræða nú um það sín á milli að þetta sé bragð fsfirðinga tíl þess að fylla sig óþarfa sjálfsör- yggiogværukærð. einar@dv.is Hjonabond til athugunar Tugur mála er í skoðun hjá Útlendingastofnun þar sem grunur leikur á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Fjölskylda frá Víet- nam sem kom hingað sem flóttamenn árið 1991 hefur flutt fjölda Víetnama til landsins með því að finna ís- lenska ríkisborgara sem tilbúnir eru til að giftast þeim gegn greiðslu og útvega þeim þannig landvist- ar- og atvinnuleyfi. Málamyndahj óna- bandið var einum ekki eins einfalt og honum var talin trú um. GIFTISIG stilis FYRIR PENINGA ERLA HLYNSDÓTTIR bladamadm skrifar: eilan' dv.is Fjölskylda frá Víetman sem kom hingað til lands frá Kína sem flótta- menn árið 1991 hefur flutt fjölda Víetnama til landsins með því að finna íslenska ríkisborgara sem til- búnir eru til að giftast þeim gegn greiðslu og útvega þeim þannig landvistar- og atvinnuleyfi. Þetta fullyrðir heimildamaður DV sem gekk sjálfur í málamyndahjóna- band gegn 40 þúsund dollara greiðslu, eða um 2,5 milljóna króna á núvirði. Hann er hræddur við að koma fram undir nafni vegna ör- yggis fjölskyldu sinnar auk þess sem hann myndi þá opinberlega játa á sig glæp. Fékk greitt fyrirfram Viðmælandi DV ákvað á sínum tíma að slá til þegar honum buð- ust 2,5 milljónir fyrir að ganga í hjónaband og taldi það auðfengið fé. Hann kynntíst víetnamskri fjöl- skyldu í gegnum kunningja sína og fékk brátt slíkt tílboð. Honum var sagt að málamyndahjónabandið væri mjög einfalt, hann fékk hluta greiðslunnar fyrirfram, annan hluta þegar út var komið og átti að fá lokagreiðslu þegar allt væri klappað og klárt hér heima. Hann gekk upp að altarinu í Víetnam með konu sem hann þekkti ekkert og talaði hvorki íslensku né ensku. Á fölsuð- um pappírum sem maðurinn hefur undir höndum voru tveir unglingar skráðir börn konunnar en þeir voru ekki skyldir henni í raun heldur var tílgangurinn aðeins að koma þeim tíl íslands. Við giftinguna var tekinn fjöldi ljósmynda sem sýna áttí Út- lendingastofnun sem sönnun fyrir ást parsins. Vinna myrkranna á milli Samkvæmt heimildum DV verða þeir sem fluttir eru til lands- ins á þennan hátt að láta allar tekj- ur sínar af hendi fyrstu árin, eða þar til skuldin við þá sem komu þeim hingað er greidd. Dæmi eru um að fólk vinni myrkranna á milli, sofi á dýnum og fái næringarlítinn mat að borða. Málamyndahjónaband viðmæl- anda DV gekk ekki eftir og hefur viðmælandi blaðsins endurgreitt víemömsku fjölskyldunni meiri- hluta þess sem hann hafði fengið greitt. Hann segist sjá eftir þessum kafla lífs síns og hefur íhugað að gera hreint fyrir sínum dyrum hjá yfirvöldum en treystir sér vart til þess vegna þeirrar fjölskyldu sem hann á nú. Átti að giftast frænku ástkonunnar I samtali við DV fimmtudag- inn 6. desember sagði Guðmundur Óli Hrafnkelsson frá þvf að honum voru boðnar 2,5 milljónir króna fyr- ir að giftast víemamskri konu. Fyrr- verandi ástkona hans sem er ættuð frá Víetnam taldi hann á að gift- ast ffænku hennar gegn greiðslu. Guðmundur sá ffarn á að kaupa sér hús með ástkonunni en á hann fóru að renna tvær grímur þegar hann heyrði að fjölskylda stúlkunn- ar væri ekki að leika þennan leik í fyrsta skipti. Gísli Garðarsson, lögreglufull- trúi hjá útlendingadeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, stað- festí við DV að Guðmundur hefði komið á fund Þórðar Erics Ericson, rannsóknarlögreglumanns deild- arinnar, og sagt honum frá reynslu sinni. Sönnunarbyrðin erfið í kjölfar þrengingar á útgáfu atvinnuleyfa fyrir ríkisborgara utan EES árið 2005 hefur Útlendingastofnun orðið vör við fjölgun mála þar sem grunur leikur á að um málamyndahjónaband sé að ræða. Hildur Dungal, forstjóri Útíendingastofnunar, segir alltaf einhver mál í skoðun hjá stofnuninni þar sem grunur leikur á að um málamyndahjónaband sé að ræða og nú séu þau um tíu talsins. Stofnunin hefur hafiiað fjórum málum á þessu ári þar sem íslenskir rikisborgarar hafa átt í hlut. Það sem er oft erfiðast í þessum málum er að sýna ffam á að grun- ur sem er til staðar sé rökstuddur líkt og lögin kveða á um, þannig að ekki öllum málum þar sem grunur er tíl staðar er hægt að hafna. Það á auðvitað fyrst og fremst við vegna þess að um tvo viljuga þátttakend- ur er að ræða og þá reynir fyrst og fremst á að sýna ffam á ósamræmi hjá aðilum. Igf’ Innréttingar allra manna SKÁLDIÐ SKRIFAR KRISTJÁN HREINSSON SKÁLD SKRIFAR. Síðustu vikurnar hafa ýmsir kastað rýrð á innræti Atla Gíslasonar þing- manns vegna þess að hann hefur gerst boðberi válegra tíðinda. Atli hefur einfaldlega bent á það að seljandi fasteigna ríkisins og einn af kaupendum sömu fasteigna, eru bræður, það er að segja Ámi Mathiesen fjármálaráðherra og Þorgils Óttar Mathiesen. Það er semsagt maðkur (mysunni og hagsmunaárekstrar virðast augljósir. Engu að síður vilja sjálfstæðismenn meina að Atli sé að veiða í gruggugu vami, um leið og ráðamenn reyna að róta yfir söguna og leyna gögnum sem Atli vill að alþjóð sjái. Sannleikurinn þarf að ná yfirborðinu og þá gildir einu hvort það er dýralæknirinn eða ormaveiðimaðurinn sem upplýsingum kem- ur á framfæri. Aðalatriðið er að þjóðinni takist Iiikid og ríkid lögdust á eitt enfólkiö bjargaöi innréttingunum. að koma í veg fyrir að illa innrétt- að fólk fái að valsa um stjómkerfið útbýtandi ríkiseigum til þess eins að gera ríka menn ríkari. Og annar sannleikur leit dags- ins ljós eftir að bolurinn á Seyðis- firði greip til sinna ráða og stöðv- aði niðurrif innréttinga í húsi ÁTVR. Þar kom umræddur fjármálaráðherra við sögu, því þeir hjá ÁTVR segja að niðurrifið hafi verið ákveðið í samráði við fjármálaráðuneytið. Ríkið og ríkið lögðust á eitt en fólldð bjarg- aði innréttingunum. Ofangreint á sér stað á sama tíma og er ver- ið að selja þjóðinni innréttingar úr hugskoti Guðna Ágústssonar. Og það merldlega er, að Guðni þessi er formaður Framsóknarflokks- ins - flokksins sem lfkist fremur glæpaklíku en heiðvirðum stjórnmálaflokki, flokksins sem veitt hefur mönn- um eigur ríkisins og gert þá marga ríka. Þegar ég les um þær innrétting- ar sem sagðar em leynast í bókinni um Guðna, þá verður mér ljóst að þar er á ferð einstaklega léleg bók sem hefur það eitt að markmiði að fegra það sem aldrei getur fagurt orðið. Samtímis verður mér ljóst að Guðni talaði af reynslu þegar hann sagði það á hrútasýningu að betra væri að hafa góð- ar hægðir en miklar gáfur. Afmiklum gáfum monta þeir semminnihaf' ígnœgðum en Guðni karlinn getur meir gortað sig afhœgðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.