Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Fréttir DV SANDKORN ■ Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra er enn í ónáð hjá hluta Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa bloggað eftirminnilega um skemmdarverk sjálfstæðismanna í tengslum viðREI. Umræddur pistill Öss- urar birtist klukkan tvö um nótt og því var komið á kreik að ráðherrann hefði verið í glasi þegar hann skrifaði pistilinn. En það vekur at- hygli að allir pistlar Össurar hafa síðan verið settir inn á bilinu tvö til fjögur á nóttunni. Hann er því orðinn sannur næturbloggari. ■ Hinir fjölmörgu aðdáendur sjónvarpsþáttanna um Nætur- vaktina munu sjálfsagtylja sér við að horfa á þættina á DVD-mynd- diskum, nú þegar þáttaröðin hefur runnið sitt skeið á enda. Eins og kunnugt er urðu örlög starfsmanna á næturvakt- inni þau að stöður þeirra voru lagðar niður í spamaðarskyni. Nú geta aðdáendur gert sér glaðan dag því hugmyndavinna er þegar hafin að nýrri þáttcuröð, þar sem allir verða í dagvinnu og munu þættimir bera nafnið Dagvaktin. Þá em bara morgun- og kvöld- vaktin eftir. ■ BrotthvarfEggertsMagnús- sonar úr stól stjómarformanns West Ham United hefur vakið nokkrar spumingar. Eins og fram hefur komið mun Eggert taka við starfl hjá Knattspyrnu- sambandi Evrópu, en nú velta menn því fyrir sér hvort Björgólfur Guðmunds- son, eigandi félagsins, hafi verið pirraður á þeirri miklu og jákvæðu athygli sem Eggert fékk í starfmu. Á sama tíma var Björgólfur í skugganum. Fræg eru til að mynda orðin um- mæli Björgólfs þar sem hann líkti Eggerti við kóka kóla-skilti. ■ Margir hafa væntanlega hugs- að sér gott til glóðarinnar þegar Hekla byrjaði að auglýsa alla sína bfla af árgerð 2000 og eldri með helmingsafslætti. Einn kunningi DV var fljótur að finna sér fi'nan Audi sem var merktur Heklubíll en komst að því að ekki var tfltek- inn afsláttur á honum. Þetta taldi hann vera mistök en þegar hann gekk eftir afslættinum fékk hann ýmis svör en engin á þá leið að afslátturinn af öllum bflum af ár- gerð 2000 og eldri gilti um þenn- an bíl af árgerð 2000. ■ Veiðmenn og aðrir áhuga- menn um villibráð hafa margir furðað sig á þeirri ákvörðun að urða skuli hreindýrin þrettán sem drápust þeg- ar þau híupu fyrir flutn- ingabiffeið. Hreindýra- kjöt erdýr og eftirsótt villibráð á jólaborðum landsmanna. Óábyrgir útreikningar benda til þess að kjötið, sem nú verður urðað, sé að andvirði einnar og hálífar milljónar króna og er sjálf- sagt mörgum söknuður að því að sjá þessi verðmæti fara í súginn. En eftir stendur spurningin, hvar var jólasveinninn á meðan á þessu gekk? -vör Laun æðstu embættismanna hækka um tvö prósent um áramótin. Þeirra á meðal eru forsætisráðherra, forseti íslands, þingmenn og hæstaréttardómarar. Þetta gerist á sama tíma og almennar kjaraviðræður stéttarfélaganna, stjórnvalda og Samtaka at- vinnulífsins standa yfir. Fulltrúum stéttarfélaganna var ekki kunnugt um ákvörðun kjararáðs þegar þeir gengu til viðræðna. Lagt a raðin i Raðherrabústaðnum Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar gengu á fund ráðamanna og lögðu fram kröfur sínar. Þá höfðu þeir enga hugmynd um nýfengna launahækkun æðstu embættismanna. ÞRHMA LAUNAHÆKKUN ráðamannaAeinuári Laun þeirra sem heyra undir kjara- ráð hækka um næstu áramót um tvö prósent. Meðal þeirra sem fá kauphækk- unina nú eru æðstu embættismenn, líkt og forsætisráðherra, forseti fs- lands, þingmenn, ríkissaksóknari og hæstaréttardómarar. Svo dæmi sé tekið eru laun forseta íslands nú 1.771 þúsund krónur á mánuði en verða 1.807 þúsund krónur eft- ir breytingarnar. Hækkunin nemur rúmum 35 þúsund krónum á mán- uði. Þá eru laun forsætisráðherra nú 1.057 þúsund krónur á mánuði en verða 1.078 þúsund krónur á mán- uði eftir breytingarnar. Hækkunin nemur um 21 þúsund krónum. Þá hækkar þingfararkaup úr 531 þús- und í 548 þúsund krónur. Hækkun- in nemur um 16 þúsund krónum á mánuði. Að sögn Guðrúnar Zoega, formanns kjararáðs, tekur hækkun- in mið af samningum BSRB og BHM sem renna út um mánaðamótin apr- fl-maí. Þetta er ekki í fýrsta skipti á ár- inu sem laun æðstu embættismanna hækka. í sumar hækkuðu launin að meðaltali um 2,6 prósent í kjöl- far breytinga á launum ríkisstarfs- manna. Þá hækkuðu flestir um þrjá launaflokka en á móti kom að föst- um yfirvinnueiningum fækkaði. f byrjun þessa árs voru launin hækk- uð um 2,9 prósent. Ákvörðunin um hækkunina var tekin þann 29. nóv- ember. Á sama tíma standayfir kjara- viðræður milli stéttarfélaga, stjórn- valda og Samtaka atvinnulífsins. f tillögum sem stéttarfélögin lögðu ffam á miðvikudag var kveðið á um þríhliða samstarf milli stéttarfé- laganna, atvinnurekenda og stjórnvalda. Miða þær að því að ná niður verðbólgu og hafa það að markmiði að hækka laun þeirra lægst launuðu. Til- lögurnar fela í sér skatta- breytingar, að dreg- j ið verði úr ‘ tekjuteng- ingu barna- bótaogaðvaxta- bótakerfið verði endurreist. Starfsgreinasambandið vill 4 prósent Lægstu laun fyrir fulla vinnu sam- kvæmt núgildandi kjarasamningum eru 125 þúsund krónur. Þar er miðað við samninga frá 1. janúar á þessu ári. Kröfur Starfsgreinasambandsins eru til að mynda að launin hækki í 150 þúsund krónur. Þar er um að ræða 16,7 prósenta hækkun, en krónuta- lan er samt sem áður sambærileg við þær launahækkanir sem þegar hafa verið samþykktar af kjararáði. f sam- tali við DV segir Skúli Thoroddsen, ffamkvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, að auk þess miði tillög- ur sambandsins að því að almennir taxtar hækki um 4 prósent nú í jan- úar. Þeir hækkuðu um 2,9 prósent í janúar síðasdiðnum og hafa ekki tek- ið breytingum síðan. Miðað við tillögur Starfsgreina- sambandsins mun því sá sem er með 200 þúsund krónur á mánuði hækka í 208 þúsund krónur. Sá sem er und- ir kjararáði hefur aftur á móti hækk- að um rúmar níu þúsund krónur af sömu fjárhæð miðað við ákvörðun kjararáðs nú og breytingarnar sem gerðar voru í sumar. Því er ljóst að þær hækkanir eru nokkuð meiri en þær sem lagðar eru til í samninga- viðræðum Starfsgreinasambands- ins. Kjarasamningarnir munu snerta um 35 þúsund félagsmenn i Starfs- greinasambandinu. Ákvörðunin skýtur skökku við Gylfi Arnbjörnsson, ffam- kvæmdastjóri Alþýðusambands ís- lands, segir það skjóta skökku við að ákvörðun kjararáðs komi upp áður en almennar kjaraviðræð- ur eru í höfn. Hann segir í lögum að kjararáð eigi að taka mið af al- mennri launaþróun en ekki taka mið af einhverjum sérstökum hópi. Eins og DV greindi frá í gær, vissi Gylfi ekki af ákvörðuninni þegar haft var samband við hann. Sama gildir um Gunnar Pál Pálsson, formann VR. „Það var klár vilji stjórnarinn- ar að gera starfsemi kjararáðs sýnilegri. Kjaradómurvartil að mynda ekki áður með heimasíðu eins og kjara- ráð nú. Ákvörðun kjararáðs á að taka mið af almennri þróun LAUNAHÆKKANIR OG KAUPKRÖFUR Forseti fslands Fyrir 1.771.415 Eftir 1.806.843 Forsætisráðherra 1.056.773 1.077.908 Þingmenn 531.098 541.721 Rfkissaksóknari og hæstaréttardómarar 978.089 997.651 Almennur launþegi* 200.000 208.000 *Miðað við tillögur Starfsgreinasambandsins í kjarasamningum ATH: Laun embættismanna eru miðuð við tölur eftir að breytingar voru gerðar á kjörum þeirra í sumar. á launamarkaði og hlýtur því þessi ákvörðun að skjóta skökku við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við verð- um vör við þetta. Helmingur lands- manna er ekki á neinu launaskriði og má ekki taka mark af fimmtungi vinnumarkaðarins við ákvörðunina," segir Gylfi. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður frjálslyndra, segist í samtali við DV ekki eiga von á því að þessi ákvörðun komi til með að hafa áhrif. Hann segir ákvarðanir kjararáðs taka mið af almennri launaþróun og að þær séu alltaf teknar eftir á. Því sé ekkert athugavert við ákvörðun kjararáðs nú. f samtali við DV í gær útilokaði Gunnar Páll ekki að ákvörð- unin kæmi til með að hafa truflandi áhrif á komandi kjaraviðræður. Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist þó ekki telja að ákvörðun- in komi til með að hafa áhrif. Skrifstofustjórar undir kjararáð Nú liggur fyrir Al- þingi frumvarp þar sem kveðið er á um að skrifstofu- stjórar komi til með að heyra undir kjararáð. Það var sett á laggirnar í fyrra, en þar sameinuðust kjaradómur og kjaranefnd sem áður voru. Ýms- ar stéttir sem áður heyrðu undir kjaranefnd, sem fór með mál- efni stjórnenda ríkisstofnana og fleira, voru teknar út fyrir. Nú liggur aftur á móti fyrir að skrifstofustjórar fari aftur undir kjararáð. í samtali við DV á miðvikudag sagði Lúðvík Bergvinsson, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, frumvarpið koma upp vegna hugs- anlegra hagsmunatengsla skrifstofu- stjóra, en kjararáð á að fjalla um kjör þeirra sem geta undir venju- legum kringumstæðum ekki sam- ið um sín laun sjálfir. Þá kom fram hörð gagnrýni ögmundar Jónas- sonar, þingflokksformanns Vinstri- hreyfingarinnar - græns framboðs, á frumvarpið en hann sagði markmið- ið með kjararáði hafa verið að fækka þeim sem undir kjaraúrskurði heyra. Gylfi Arnbjörnsson tekur undir gagnrýni Ögmundar og leggst gegn því að fleiri verði settir undir kjara- ráð. Hann segir farsælast að sem flestir fjalli um sín kjör sjálfir og seg- ir skrifstofustjóra ekki í þeirri stöðu að þeir geti það ekki. Hann segir að markmiðið með stofnun kjara- ráðs hafi verið að fækka þeim sem falla und- ir úrskurði ráðsins. Hann tekur undir orð Ögmundarum að nú stefni allt í fyrra horf þegar kjaradómur og kjaranefnd voru við lýði. Gylfi seg- ir hlutverk kjara- ráðs vera að taka til umfjöllunar kjör þeirra sem hafa tak- markaða aðstöðu til að fara í verkfall, sem gildi ekki um skrifstofustjóra. roberthb@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.