Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað PV Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla, segir stöðugleika i kennarastétt meiri úti á landi. Hann telur gæði skólastarfs ekki fara eftir fjárhagsstöðu sveitarfé- laga. Ólafur Loftsson er því ósammála og ýjar að þvi að færa þurfi skólana aftur til ríkisins. Skólabörn ¦ frímínútum Einn bekkur á höfuðborgar- svæðinu hefur haft þrjá umsjónarkennara frá haustinu. Skólum á landsbyggðinni helst mun betur á kennurum. Grunnskólanemdur fá misgóða kennslu eftír fjárhagsstöðu sveitar- félaga. Það er mat Úlafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakenn- ara. „Ef sveitarfélögin ætla að reka góðan skóla verða.þau að horfast í augu við að það kostar peninga. Ef þau treysta sér ekki til að standa við skuldbindingar sínar þurfa þau hreinlega að skila skólanum aftur til rfkisins. Þetta er ísköld staðreynd," segir Ólafur. Fjárhagsstaða ýmissa sveitarfé- laga er bágborin og skuldir sveitar- félaga hafa aukist á liðnum árum, ekki síst sökum færslu ýmissa verk- efna frá rfkinu. Um helmingur út- gjalda sveitarfélaga fer í skólamál en haustíð 1996 var rekstur grunn- skólanna færður frá ríki tíl sveit- arfélaga. Skuldir sveitarfélaganna hafa síður en svo minnkað eftir að tekið var við málaflokknum og umræða hefur skapast um hvort bág fjárhagsstaða mismuni nem- endum grunnskóla. I þeim sveit- arfélögum sem skulda mest sé ekki hægt að reka eins öflugt skólastarf og hjá þeim sem standa betur. Bítnar á starfinu Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs- stjórihag-ogupplýsingasviðsSam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir markmiðið með breytingunni að færa skipulag skólanna nær nem- endunum. Þannig væri lfklegra að sveitarstjórnarmenn í smærri byggðum úti á landi gætu lagað starfið að þörftrm nemenda sinna frekar en ef ein tilskipun frá ríkinu gilti um alla. Foreldrar í Súðavfk hafa til að mynda greiðari aðgang að fulltrúum í sveitarstjórn heldur en ef allir landsmenn leituðu tíl ríkisins um umbætur í grunnskóla barna sinna. Á mótí kemur að fjárhagur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu er í mörgum tilfelium skárri en fámennari sveitarfélaga á lands- byggðinni. Ólafur telur aðstæður kennara afar ólfkar eftír skólum og landshlutum þar sem fjármagnið hafi mest að segja. „Sveitarfélögin geta ekki fengið það sem þau eru að biðja um nema þau séu tílbúin að greiða fyrir það. Þetta snýst allt um börnin. Aðstæðurnar bitna á gæðum skólastarfsins," segir Ólaf- ur. Dregur úr gæðum Gústaf Gústafsson, skólastjóri Gunnskólans á Patreksfirði, er ekki í nokkrum vafa að fjárhagur sveit- arfélaga mismuni nemendum. Hann bendir á að fram tíl þessa hafi fjárhagur sveitarfélagsins ekki dregið úr skólastarfinu en hann krossleggur fingur um að ekki verði breyting þar á. „Það er engin spurning að bágur fjárhagur dregur úr gæðum skólastarfsins. Það segir sig bara sjálft að þetta hefur áhrif," segir Gústaf. „Það er bara þannig að nem- endum er mismunað á land- inu því aðstaða skólanna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga. Slæmur fjárhagur verður til þess að skólarnir halda að sér höndum og geta ekki boðið nemendum sömu þjónustu og aðrir. Ég krosslegg fingur um að þurfa ekki að skera niður þjónstuna hjá okkur en líst illa á blikuna." Töluverð starfsmannavelta Aðspurður er Gunnlaugur ekki jafnsannfærður um að skóla- starf sé lakara úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir á að með aukinniþenslu séu grunn- skólar á höfuðborgarsvæðinu komnir í niikla samkeppni um starfsfólk og margir menntaðir kennarar kjósa að leita annað en í skólana vegna lakra launa þar. Því séu miklar sviptingar í skólum í þéttbýlinu og það bitni á skólastarfinu. KristínnBreiðfjörð.skóla- stjóri Foldaskóla í Reykja- vfk, tekur undir og segir stöðugleika í kennslustarfi mun meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur Isafjörð, Akureyri og Fljótsdalshérað sem dæmi um bæjarfélög sem helst mjög vel á kennurum. Kristínn hefíir sjálfur starfað í skólum útí á landi og telur sig því hafa góða yfirsýn. Hann segir að hér áður fyrr hafi verið erfiðara að fá menntaða kennara út á land en nú sé raunin önnur. Munurinn mælist ekki Samkvæmt nýjum niðurstöðum PISA-rannsóknarinnarsemermæli- kvarði á skólastarf er ekki mikill gæðamunur á íslenskum skólum eftir því hvar þeir eru á Iandinu. Reyndar hafa niðurstöðurnar ver- ið umdeildar en Kristinn telur þær áreiðanlega heimild um að íslendingar búi við jafhræði í skólakerfi. Hann hefur ekki séð neitt sem bendir til þess að gæði skólastarfs fari eftir fjárhag sveitarfélag- anna. Ólafur tekur undir að mikil starfsmanna- velta hafi áhrif á skólastarf og segistvitatilþess aðígrunnskólaá höfuðborgarsvæð- inu hafi einn bekk- urinn haft þrjá umsjón- arkennara frá haustínu. Slfkar mannabreytíngar eru ekki lfklegar tíl að halda úti öflugu skólastarfi þar sem kennsla snýst að miklu leyti um mannleg samskipti og kennarar þurfa að byggja upp traust nemenda sinna. Einnig er það mikið öryggisleysi fyrir nem- endur og heimili að fá sífellt nýja kennara. Allirfásömulaun í dag fá allir kennarar greidd laun eftir sama taxta, hvar sem þeir eru á landinu, og samningsumboð sveitarfélaganna við kennara liggur hjá launanefnd þeirra. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, segir það skipta miklu að allir fái sömu laun þegar kemur að gæðum skólastarfsins þó svo að fjárhagurinn geti vissulega haft áhrif. Hann segir mesta púðrið hafa farið í einsetningu skólanna og framundan sé aukin áhersla i á innra ! starfið. „Ég held að fjár- hagurinn £• dragi ekki úr gæðun- um því öll sveitarfélögin greiða sömu launin. Ef „Þetta snýst allt um börnin. Aðstað- an bítnar á gæðum skólastarfsins" eitthvað er hljóta kennarar úti á landi meiri launahlunnindi og nánd nemenda við kennara þar er meiri en á höfuðborgarsvæðinu. Á móti getur fjárhagurinn haft áhrif á aðraþætti skólastarfsins, félagslífið getur verið fábreyttara og valfögin hugsanlega færri. Reksturinn getur verið þungur í vöfum fyrir sum sveitarfélög en þau leggja sig öll fram," segir Halldór. Engin spurning Aðspurður treystir Ólafur sér ekki til að benda á eitt sveitarfélag umfram annað þar sem ástandið sé sérstaklega slæmt en vísar til þess að fjöldi kennara leiti til félagsins vegna óviðunandi álags sem óhjá- kvæmilega bitni á kennslunni og þar með börnunum. Gústaf segir það ljóst að nem- endum sé mismunað í skólakerfinu eftir stöðu sveitarfélaganna. Hann rifjar upp dvöl sr'na í Danmörku þar sem rekstur skólanna er í sama farvegi. „Ég bjó á mörkum sveitarfélaga úti og ég var svo heppinn að hitta réttum megin. í okkar skóla var allt til alls en hin- um megin við götuna var ekkert í boði. Ég óttast svipað ástand hér og að sveitarfélög undir gjörgæslu- mörkum geti ekki boðið sömu kennslu. Það segir sig sjálft, ef fjárhagurinn er ekki í lagi lætttr eitt- hvað undan í þjónustunni," segir Gústaf. erla@dv.is trausti@dv.is Ólafur Loftsson Formaður Félags giunnskólakennaia segir fjárhagsstöðu sveitaifé- laga hafa ahiif a kennsluna og þar með nemendurna. í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.