Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað PV Grunnskólanemdur fá misgóða kennslu eftir fjárhagsstöðu sveitar- félaga. Það er mat Ólafs Loftssonar, formanns Félags grunnskólakenn- ara. „Ef sveitarfélögin ætla að reka góðan skóla verða þau að horfast í augu við að það kostar peninga. Ef þau treysta sér ekki til að standa við skuldbindingar sínar þurfa þau hreinlega að skila skólanum aftur til ríkisins. Þetta er ísköld staðreynd," segir Ólafur. Fjárhagsstaða ýmissa sveitarfé- laga er bágborin og skuldir sveitar- félaga hafa aukist á liðnum árum, ekki síst sökum færslu ýmissa verk- efna frá ríkinu. Um helmingur út- gjalda sveitarfélaga fer í skólamál en haustið 1996 var rekstur grunn- skólanna færður frá ríki til sveit- arfélaga. Skuldir sveitarfélaganna hafa síður en svo minnkað eftir að tekið var við málaflokknum og umræða hefur skapast um hvort bág fjárhagsstaða mismuni nem- endum grunnskóla. 1 þeim sveit- arfélögum sem skulda mest sé ekki hægt að reka eins öflugt skólastarf og hjá þeim sem standa betur. Bitnar á starfinu Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, segir markmiðið með breytingunni að færa skipulag skólanna nær nem- endunum. Þannig væri líklegra að sveitarstjórnarmenn í smærri byggðum úti á landi gætu lagað starfið að þörfum nemenda sinna frekar en ef ein tilskipun ffá ríkinu gilti um alla. Foreldrar í Súðavík hafa til að mynda greiðari aðgang að fulltrúum í sveitarstjórn heldur en ef allir landsmenn leituðu til ríkisins um umbætur í grunnskóla barna sinna. Á móti kemur að fjárhagur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu er í mörgum tilfellum skárri en fámennari sveitarfélaga á lands- byggðinni. Ólafur telur aðstæður kennara afar ólíkar eftir skólum og landshlutum þar sem fjármagnið hafi mest að segja. „Sveitarfélögin geta ekki fengið það sem þau eru að biðja um nema þau séu tilbúin að greiða fyrir það. Þetta snýst allt um börnin. Aðstæðurnar bitna á gæðum skólastarfsins," segir Ólaf- ur. Dregur úr gæðum Gústaf Gústafsson, skólastjóri Gunnskólans á Patreksfirði, er ekki í nokkrum vafa að fjárhagur sveit- arfélaga mismuni nemendum. Hann bendir á að ffam til þessa hafi fjárhagur sveitarfélagsins ekki dregið úr skólastarfinu en hann krossleggur fingur um að ekki verði breyting þar á. „Það er engin spurning að bágurfjárhagur dregur úr gæðum skólastarfsins. Það segir sig bara sjálft að þetta hefur áhrif," segir Gústaf. „Það er bara þannig að nem- endum er mismunað á land- inu því aðstaða skólanna er mjög misjöfn milli sveitarfélaga. Slæmur fjárhagur verður til þess að skólarnir halda að sér höndum og geta ekki boðið nemendum sömu þjónustu og aðrir. Ég krosslegg fingur um að þurfa ekki að skera niður þjónstuna hjá okkur en líst illa á blikuna." Töluverð starfsmannavelta Aðspurður er Gunnlaugur ekki jafnsannfærður um að skóla- starf sé lakara úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hann bendir á að með aukinni þenslu séu grunn- skólar á höfúðborgarsvæðinu komnir í mikla samkeppni um starfsfólk og margir menntaðir kennarar kjósa að leita annað en í skólana vegna lakra launa þar. Því séu miklar sviptingar f skólum í þéttbýlinu og það bitni á skólastarfinu. KristinnBreiðfjörð,skóla- stjóri Foldaskóla í Reykja- vík, tekur undir og segir stöðugleika í kennslustarfi mun meiri úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Hann tekur ísafjörð, Akureyri og Fljótsdalshérað sem dæmi um bæjarfélög sem helst mjög vel á kennurum. Kristinn hefur sjálfur starfað í skólum úti á landi og telur sig því hafa góða yfirsýn. Hann segir að hér áður fyrr hafi verið erfiðara að fá menntaða kennara út á land en nú sé raunin önnur. Munurinn mælist ekki Samkvæmt nýjum niðurstöðum PISA-rannsóknarinnarsemermæli- kvarði á skólastarf er ekki mikill gæðamunur á íslenskum skólum eftir því hvar þeir eru á landinu. Reyndar hafa niðurstöðurnar ver- ið umdeildar en Kristinn telur þær áreiðanlega heimild um að Islendingar búi við jafnræði í skólakerfi. Hann hefur ekki séð neitt sem bendir til þess að gæði skólastarfs fari eftir fjárhag sveitarfélag- anna. Ólafur tekur undir að mikil starfsmanna- velta hafi áhrif á skólastarf og segistvitatilþess aðígrunnskólaá höfúðborgarsvæð- inu hafi einn bekk- urinn haft þrjá umsjón- arkennara frá haustinu. Slíkar mannabreytingar eru ekki líklegar til að halda úti öflugu skólastarfi þar sem kennsla snýst að miklu leyti um mannleg samskipti og kennarar þurfa að byggja upp traust nemenda sinna. Einnig er það mikið öryggisleysi fýrir nem- endur og heimili að fá sífellt nýja kennara. Allirfá sömu laun í dag fá allir kennarar greidd laun eftir sama taxta, hvar sem þeir eru á landinu, og samningsumboð sveitarfélaganna við kennara liggur hjá launanefnd þeirra. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, segir það skipta miklu að allir fái sömu laun þegar kemur að gæðum skólastarfsins þó svo að fjárhagurinn geti vissulega haft áhrif. Hann segir mesta púðrið hafa farið í einsemingu skólanna og framundan sé aukin áhersla á innra starfið. „Ég held að fjár- hagurinn dragi ekki úr gæðun- um því öll sveitarfélögin greiða sömu launin. Ef „Þetta snýst allt um börnin. Aðstað- an bitnar á gæðum skólastarfsins." eitthvað er hljóta kennarar úti á landi meiri Iaunahlunnindi og nánd nemenda við kennara þar er meiri en á höfúðborgarsvæðinu. Á móti getur fjárhagurinn haft áhrif á aðra þætti skólastarfsins, félagslífið getur verið fábreyttara og valfögin hugsanlega færri. Reksturinn getur verið þungur í vöfum fyrir sum sveitarfélög en þau leggja sig öll fram," segir Halldór. Engin spurning Aðspurður treystir Ólafur sér ekki til að benda á eitt sveitarfélag umfram annað þar sem ástandið sé sérstaklega slæmt en vísar til þess að fjöldi kennara leiti til félagsins vegna óviðunandi álags sem óhjá- kvæmilega bitni á kennslunni og þar með börnunum. Gústaf segir það ljóst að nem- endum sé mismunað í skólakerfinu eftir stöðu sveitarfélaganna. Hann rifjar upp dvöl sína í Danmörku þar sem rekstur skólanna er í sama farvegi. „Ég bjó á mörkum sveitarfélaga úti og ég var svo heppinn að hitta réttum megin. I okkar skóla var allt til alls en hin- um megin við götuna var ekkert í boði. Ég óttast svipað ástand hér og að sveitarfélög undir gjörgæslu- mörkum geti ekki boðið sömu kennslu. Það segir sig sjálft, ef íjárhagurinn er ekki í lagi lætur eitt- hvað undan í þjónustunni," segir Gústaf. erla@dv.is trausti@dv.is Ólafur Loftsson Formaður Félags grunnskólakennara segir fjárhagsstöðu sveitarfé- laga hafa áhrif á kennsluna og þar með nemendurna. ÍS%;ííS;'i Kristinn Breiðfjörð, skólastjóri Foldaskóla, segir stöðugleika í kennarastétt meiri úti á landi. Hann telur gæði skólastarfs ekki fara eftir fjárhagsstöðu sveitarfé- laga. Ólafur Loftsson er því ósammála og ýjar að því að færa þurfi skólana aftur til ríkisins. Skólabörn í frímtnútum Einn bekkur á höfuðborgar- svæðinu hefur haft þrjá umsjónarkennara frá haustinu. Skólum á landsbyggðinni helst mun betur á kennurum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.