Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað DV Benjamín Nökkvi Björnsson, fjögurra ára, greindist meö ungbarnahvítblæöi sem tekist hefur að vinna bug á. Þetta er fjórði desembermánuöurinn sem hann ver á Barnaspítala Hringsins. Hann kann vistinni vel og vekur athygli á því aö jólasveinninn kemur einnig á spítalann. Snjólaug Sigurbjörnsdóttir segir börnin öðlast aukinn kraft og æðruleysi í veikindum. LEGGJUM MIKIÐ UPP ÚR JÓLUNUM „Það er eitthvert æðruleysi sem einkennir börnin sem koma hingað til okkar. Það er eins og þau fái ein- hvern aukinn kraft, og foreldrarnir reyndar lfka," segir Snjólaug Sigur- bjömsdóttir, deildarstjóri á lyflækn- ingadeild Barnaspítala Hringsins í Reykjavík. „Það er alltaf eitthvað um að börn neyðist til þess að verja jólunum hérna á spítalanum," segir Snjólaug. „Við reynum að lffga upp á umhverfið eins og við getum." Misjafnt er hve mörg börn dvelja yfir jólin á Barnaspítala Hringsins en þau geta verið allt að nokkrir tugir. „Þá höfum við þetta þannig að fjölskyldan þeirra kemur hing- að og allir borða saman. Svo eru pakkarnir opnaðir hérna líka," bæt- ir Snjólaug við. Á aðventunni er mikið lagt upp úr því að magna upp jólastemninguna. Á fimmtudag var sérstök aðventustund. lólasveinar komu í heimsókn og piltarnir í Baggalúti tóku Iagið. Margt hefur breyst í barnalækn- ingum á liðnum árum og áratugum. Það var ekki fyrr en um 1980 sem foreldrar fengu ótakmarkaðan að- gang að börnum sínum sem lágu á spítala. 1 sumum tilvikum máttu foreldrar alls ekki heimsækja börn og í öðrum tilvikum máttu þeir að- eins hitta börnin í eina klukkustund ádag. „Núna eru foreldrar hérna eins mikið og þeir geta. Hérna starfa svo þrír leikskólakennarar og þrír grunnskólakennarar sem reka nokkurs konar útibú frá Austurbæj- arskólanum," segir Snjólaug. sigtryggur@dv.is I wm seafarer stripe knit 6390kr lce Is Shirt 6390kr Ridge Denim 7890kr Sherpa Slipper Space dye Beanie 1990kr Space dye Scarf 3190kr Seracas Hoody 6390kr Hill Station Skirt 6390kr Kenora Luxury Slipper Sock VILLVARUII „Jólasveinninn kom og ég fékk fyrst lítinn karl og svo bók," segir Benjamín Nökkvi Björnsson, fjög- urra ára. Þetta er fjórði desember- mánuðurinn á stuttri ævi Benjamíns sem hann eyðir á sjúkrastofnun. Hann var að búa sig tíl heimferð- ar þegar blaðamann bar að garði á Bamaspítala Hringsins á flmmtu- dag. „Við höfum reyndar alltaf kom- ist heim yfir hátíðarnar," segir Eygló Guðmundsdóttir, móðir Benjamíns. „Á síðasta ári fórum við heim 22. desember. Börnunum líkar reyndar oft svo vel hérna að þau vilja varla fara aftur heim," bætír Eygló við. Hvítblæði fyrir bí Benjamín greindist með svo- kallað ungbarnahvítblæði þegar „Við höfum reyndar alltafkomist heim yfir hátíðarnar." hann var aðeins tíu vikna gamall. Sjálft krabbameinið er nú fyrir bí en Benjamín hefur þurft að koma reglulega á Barnaspítala Hringsins til þess að leita lækninga við fylgi- kvillum sjúkdómsins og meðferðar- innar. „Hann fór tvisvar í beinmergs- skiptí á sínum tíma. Nú er hann að kljást við síðbúnar afleiðingar af því. Núna er hann aðeins slappur í háls- inum, en þetta lagast allt með tíð og tíma," segir Eygló. „Ég er fjögurra ára," segir Benja- mín. „Það er mikið." Lætur ekkert trufla sig í fyrrakvöld fékk Benjamín bréf frá systur sinni sem gladdi hann mjög. „Það stendur: Til Benjamíns Nökkva frá Hrafnhildi Teklu," segir Benjamín og biður móður sína um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.