Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað DV EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaöamadur skrifar: elnar^dv.ls „Þetta er búin að vera löng og erfið barátta," segir Erla Bára Jónsdóttir. Erla er 48 ára, tveggja barna móðir, sem býr í Hafnarfirði. Síðustu tuttugu ár hafa verið henni erfið. Um þrettán ára skeið mátti Erla þola andlegt og líkamlegt ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns. Sá misnotaði einnig nafn hennar og kom henni að endingu í 40 milljóna króna skuld sem hún hefur ekki enn náð að vinna sig út úr. f sumar dundi svo ógæfan yfir enn eina ferðina þegar hún fékk sýkingu í mænu og hrygg. Erlu var um tíma vart hugað líf vegna veikindanna. Betur fór þó en á horfðist og var Erla útskrifuð eftir þrjá mánuði á Landspítalanum. Veikindin kostuðu þó sitt og er Erla 75 prósent öryrki í dag. Misnotaði kennitöluna Það var árið 1988 sem Erla hóf sambúð með manni sem hafði orð- ið gjaldþrota skömmu áður. Hann rak áfangaheimili í Reykjavík sem meðal annars var fjármagnað með styrk frá Reykjavíkurborg. Um þetta leyti fór sambýlismaður hennar að biðja hana um að skrifa ávísanir fram í tímann vegna þess að hann skuldaði okurlánara. Allar ávísan- irnar sem Erla skrifaði fóru í vanskil en um það leyti fékk sambýlismað- urinn hana tií að stofna virðisauka- skattsnúmer fyrir sig. Skömmu sfðar var hann farinn að reka fýrir- tæki á kennitölu Erlu en sjálfur gat hann það ekki þar sem hann hafði áður verið úrskurðaður gjaldþrota. Samhliða því að fjárhagsvandræði jukust, jókst einnig ofbeldið sem Erla mátti þola. Árið 1993 dvaldi Erla í mánuð í Kvennaathvarfinu en stuttu síðar flutti hún í Keldu- land til að reyna að segja skilið við sambýlismanninn. Hann lét hana þó ekki vera og fylgdi henni nánast hvert fótmál. Líkamlegt og andlegt ofbeldi Erla segir að ofbeldið hafi byrjað fljótlega eftir að sambúðin hófst og var þar bæði um að ræða líkamlegt og andlegt ofbeldi. „Það var auðvitað mjög erfitt að búa við þetta. Ofbeidið bimaði auðvitað fyrst og fremst á mér en það bitnaði ekki síður á börnunum okkar sem þurftu að horfa upp á það." Erla skrifaði bréf til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sem stílað var á skrifstofustjórann, Drífu Pálsdóttur. Bréfið var skrifað árið 2004, eða um það leyti sem Erla var að vinna sig út úr fjárhagserfiðleikunum. f bréfinu lýsirhúnþvíhvernigsambýlismaður hennar réðst á hana með því að veita henni þungt högg í andlitið. Höggið var það þungt að sauma þurfti átta spor í neðri vörina og sex í þá efri. Hún segir að hann hafi sjálfur hringt á lækni og virst mjög stoltur af því að hafa allavega hringt á lækninn. Erla leitaði sér aðstoðar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þetta er eina skráða tilfellið um líkamlegt ofbeldi. „Hann lifði eftir þeirri speki að maður þyrfti að berja konurnar nógu oft til að fá þær til að hlýða." „Hann lifði eftirþeim speki að maður þyrfti að berja konurnar nógu oft til að fá þær tilað hlýða" Erla segir að hún hafi ekki síður mátt þola andlegt ofbeldi sem hafi nánast verið daglegt brauð í þau þrettán ár sem þau bjuggu saman. Hún lýsir því hvernig hann lagði það í vana sinn að tala niðrandi og viðurstyggilega um hana, með- al annars í áheyrn barna þeirra. 1 bréfinu til dómsmálaráðuneytisins kemur meðal annars fram hvern- ig hann talaði um hana: „Skellið henni á hrygglengjuna og hjakkið á henni..." og „...þessi kona á ekkert gott skilið, hún er ódýrasti dráttur sem ég hef fengið." Missti tvö börn Eftir að hafa flúið í Kelduland efdr allt ofbeldið hóf Erla aftur sam- band með manninum þótt þau hafi í þetta skiptið ekki verið skráð í sam- búð. „Hann lofaði bót og betrun sem aldrei stóðst. Mitt andlega þrek var löngu uppurið og sjálfsmat mitt lá undir gamalli mottu," segir Erla. Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Tgm :Æm Ógæfukona Erla Bára hefur mátt þola margt á sinni lifsleið. Þrátt fyrir það gefst hún ekki upp og heldur áfram á þrjóskunni. Þegar þarna var komið hafði Erla orðið ólétt í þrígang. Fyrsta barnið fæddist andvana árið 1989 og ári síðar eignaðist Erla dreng sem dó vöggudauða aðeins þriggja mánaða. Erla var ekki á því að gef- ast upp því árið 1991 eignaðist hún heilbrigðan dreng sem í dag er sex- tán ára. Þrátt fyrir að hafa lofað bót og betrun hélt sambýlismað- ur hennar uppteknum hætti við að skuldsetja hana hvar sem var. Erlu var ekki kunnugt um umfang þess- ara fjárglæfra nema að mjög litíu leyti. „Eg vissi að hlutirnir voru í miklum ólestri en ég hafði lært af biturri reynslu að vera hlýðin og ekki rexa í því sem hann taldi mér ekki koma við." Vandamálunum var þó hvergi nærri lokið og þegar Erla ætlaði að kaupa sér bfl gat hún ekki tryggt hann því sambýlismaður henn- ar hafði áður keypt bfla á hennar nafni. „Mér finnst ótrúlegt að það hafi gengið án þess að ég þyrfti að skrifa undir eitt einasta plagg hjá tryggingafélögunum." Leit ekki um öxl Árið 2001 var sambýlismaður Erlu loks dæmdur fýrir skattsvik. Hann fékktíu mánaða fangelsisdóm og þá greip Erla tækifærið og fór frá honum. Síðan þá hefur Erla ekki lit- ið um öxl og reynt að vinna sig út úr skuldinni sem hann kom henni í. „Þama fór ég að vinna í mínum málum og síðan þá hefur þetta ver- ið mikil þrautaganga. Ég er heppin að eiga góða foreldra sem hafa stutt mig í þessu og verið dugleg við að bjóða okkur í mat og þess háttar." Með mikilli þrautseigju tókst Erlu að vinna sig að mestu út úr skuldasúpunni. Um áramótín 2003- 2004 voru skuldimar um 40 millj- ónir króna sem hann hafði stofnað tíl í nafni hennar. Hún fékk gamlan vinnufélaga sinn til að búa til skatt- skýrslu fyrir árin 1998 og 1999 og fékk þannig skuldina lækkaða niður í tíu milljónir króna. „Skuldin í dag er sex hundmð þúsund krónur og ég sé loks fram á að losna úr þessu." Erla segist hafa leitað tíl sýslu- mannsins á Selfossi í sumar til að finna leið til að losna úr snömnni sem hún var komin í. Hún fékk hins vegar þau skilaboð að best væri fyr- ir hana að taka skuldabréf fyrir eft- irstandandi skuld. Erla segir að það hafi komið henni í opna skjöldu að það væri virkilega ekkert annað hægt að gera. Tveimur dögum eftir þann fund var Erla lögð inn vegna fyrrnefndra veikinda. Erla segist líta björtum augum á framtíðina þrátt fyrir að vera í erf- iðri stöðu. Árið 1996 eignaðist hún stúlkubarn með sambýlismann- inum fyrrverandi en Erla býr nú í Hafnarfirðinum ásamt börnunum ' sínum tveimur og hefur 130 þús- und krónur í framfærslu á mánuði. „Maður reynir að líta ffamtíðina björtum augum þrátt fyrir að þessi staða sé ekki mannbætandi." Erla Bára Jónsdóttir, 48 ára, hefur mátt þola margt á sinni lifsleið. Hún hefur misst tvö börn, mátt þola andlegt og likamlegt ofbeldi af hálfu fyrrverandi sambýlismanns sins og verið stefnt í 40 milljóna króna skuld sem hún er enn að vinna sig út úr. í sumar fékk hún sýkingu í mænu og hrygg og var vart hugað líf. Hún er 75 prósent öryrki eftir veikindin. Þrátt fyrir alla ógæfuna gefst Erla ekki upp og heldur áfram á þrjóskunni einni. TUTTUGU ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.