Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað PV Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segir mikið hafa áunnist í málefnum útlendinga undanfarin misseri. Fjármagn til íslenskukennslu hefur verið tífaldað og stéttarfélögin hafa eflt til muna fræðslu til út- lendinga um réttindi þeirra og skyldur á vinnumarkaði. ÚTLENDINGAR ÓLÍKLEGRI TILAÐFREMJAGLÆPI Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss Segir brot gegn erlendum launþegum á undanhaldi. að spyrja, hvað þá að hann geri sér grein fyrir ósýnilegum reglum," seg- ir Einar. Útlendingar ólíklegri til að fremja glæpi Einar tekur undir að umræð- an um Pólverja sé oft ósanngjörn og varhugaverð. Sérstaklega þeg- ar fjallað er um glæpi í fjölmiðlum. „Þegar útlendingur er handtekinn fyrir glæp beinist athyglin aðallega að því hvaðan maðurinn er. Þegar íslendingur er handtekinn skiptir glæpurinn sjálfur mestu máli. Þetta skekkir myndina af útlendingum og mönnum hættir til að fá þá mynd að útlendingar, eða menn af ákveðnu þjóðerni, séu stórfelldir glæpa- menn. Það er alrangt, ef marka má nýjar tölur frá lögreglunni. Þær sýna að útlendingar eru ólíklegri til að fremja glæpi en íslendingar. Hlutfall handtekinna útlendinga er lægra en hlutfallslegur fjöldi þeirra af mann- fjölda á íslandi segir til um. Með öðr- um orðum má segja að hlutfallslega fleiri íslendingar eru handteknir fyr- ir lagabrot en útlendingar. Sama máli gildir um handtökur í tengslum við kynferðisafbrot. Út- lendingum hefur fjölgað meira en brotunum þannig að í raun má segja að kynferðisbrotum útlendinga hafi fækkað sfðastliðin þrjú ár, ef marka má tölur lögreglunnar." Erfiður leigumarkaður Einar segir að þrátt fýrir að mik- ið vatn hafi runnið til sjávar í málum innflytjenda vanti mikið upp á að staðan sé nógu góð. „Húsnæðismál eru eitt af því sem þarf að bæta mik- ið. Ástandið á þeim bænum minn- ir um margt á það sem var hér eftir seinna stríðið. Þá var mikill fólks- flótti af landsbyggðinni og hingað suður. Margir bjuggu við afar þröng- an kost vegna hárrar húsaleigu. Leiguverð í dag er svo hátt að fólk freistast til að búa þröngt frekar en að borga stóran hluta launa sinna í húsaskjól," segir Einar. Horfir til betri vegar Undanfarin ár hefur reglulega sprottið upp umræða um skamm- arleg laun sem greidd eru erlend- um starfskröftum. Einar segir slíkt á undanhaldi. Fræðsla til innflytjenda hafi eflst mikið undanfarið. „ASÍ hef- ur nýverið þýtt og gefið út bækling um réttindi og skyldur á vinnumark- aði á tíu tungumálum. Bæklingnum var dreift um allt land í þeirri von að ná til sem allra flestra. Þetta er allt að koma en það er enn verið að svindla á mörgum. Margir vinna því miður á lágmarkslaunum þrátt fyr- FJÖLDI ERLENDRA r10000 RÍKISBORGARA 9.000 “ eftir þjóðerni 8.000 7.000 6.000 -5.000 4.000 5.000 2.000 1.000 -0 t . ir að vera í aðstöðu til að semja um betri kjör. Sér í lagi þegar atvinnu- leysið er jafnlftið og núna. Ég er þó ekki í neinum vafa um að bækling- urinn muni hjálpa mikið og ég finn að þetta horfir til betri vegar," segir Einar en við þetta má bæta að ríkið gaf fyrir fáeinum vikum út bækling á níu tungumálum sem nefnist Fyrstu skrefin. Þar er farið í gegnum hvern- ig fólk, sem er að flytja til landsins, á að bera sig að. Fjárframlög til íslenskukennslu tífölduð fslenskukennslu er víða ábóta- vant en Einar segir bjarta tíma fram undan þar. „Fyrir ári greiddi ríkis- valdið 20 milljónir til íslensku- kennslu fullorðinna. Á þessu ári er upphæðin 200 milljónir. Það tek- ur hins vegar tíma að byggja upp sérþekkingu. Góð íslenskukennsla verður ekki til á einni nóttu þó fjár- magninu sé ekki um að kenna núna. Við erum í raun bara nýbyrjuð að kenna íslensku og erum að því leyt- inu til á steinaldarstigi. Það er til nóg af kennurum sem kunna málfræðina upp á tíu en það sem okkur vantar er kennarar sem geta kennt talmál, virkjað fólk og vakið áhuga á samfé- laginu. Við erum að reyna að feta þá leið að byrja á því einfalda og geyma málfræðina aðeins. Á íslandi eru 300 þúsund íslenskukennarar sem þurfa að leggjast á eitt og kenna þeim sem ekki kunna. Okkur hjá Alþjóðahúsi vantar kennara til að kenna íslenskt talmál." Einar segir að með auknu fé til ís- lenskukennslu fullorðinna séu nám- skeiðin orðin mjög ódýr. „Fjörutíu til fimmtíu tíma námskeið kostar yfirleitt um ellefu þúsund krónur. Þegar fólk er komið með réttindi í stéttarfélagi er hægt að sækja um endurgreiðslu þannig að kostnaður- inn verður ekki nema um þrjú þús- und. Það er ekki mikill peningur fýr- ir svona löng námskeið. Það er ekki sniðugt að hafa þetta alveg ókeypis því menn bera yfirleitt meiri virð- ingu fyrir því sem þeir kaupa. Með þessari endurgreiðslu er komið til móts við þá sem hafa hingað til ekki haft efni á íslenskukennslu. Nú ættu allir sem vilja að geta lært íslensku," segir Einar að lokum. baldur@dv.is „Ef við berum samsetningu inn- flytjenda á fslandi saman við önnur lönd f Vestur-Evrópu kemur í ljós að hún er mjög ólík. Við skerum okk- ur úr á þann hátt að hér eru svo fáir flóttamenn en þeir eru aðeins 0,1 prósent íbúa landsins. Annars stað- ar er hlutfallið yfirleitt þrjú til fimm prósent. Þetta er grundvallarmun- urinn á samfélagi útlendinga hér og í samanburðarlöndunum," segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. Mikil atvinnuþátttaka „Útlendingar sem koma hingað eru komnir til að vinna. Atvinnuleysi þekkist vart meðal innflytjenda hér en það hefur verið mikið vandamál í öðrum löndum. Að þessu leyti hef- ur verið búið mjög vel að útlending- um sem koma til Islands; þeir fá all- ir vinnu. Þess vegna hafa þeir aldrei verið byrði á samfélaginu hér, eins og gerst hefur víða annars staðar. Þvert á móti er mjög mikil atvinnuþátt- taka útlendinga hér á fslandi og þeir greiða skatta til ríkisins," segir Einar og heldur áfram: „Stærsta vanda- mál innflytjenda er einmitt nátengt þessu. Fólk er duglegt að vinna en ekki eins duglegt að ganga frá at- vinnuleyfum og skráningum. Fyrir vikið vinna allt of margir fulla vinnu, borga skatta af laununum sínum en eru réttindalausir. Það kaldhæðnis- lega er að ríkið hagnast á þessu fyr- irkomulagi. Sem betur fer er dóms- málaráðuneytið að vinna í lausnum sem snúa að því að einfalda ferlið." Hlutverk fjöldans að ná til þess nýja Einar segir neikvæða umræðu um innflytjendur vissulega mikið áhyggjuefni. „Mörgum útlending- um finnst umræðan óþægileg en sem betur fer eru margir sem velta því ekkert fyrir sér og láta þetta ekki hafa áhrif á líf sitt. Pólverjar eru 38 prósent útlendinga á fslandi og um- ræðan snýst oftar en ekki um þá. Þeir þurfa að átta sig á því hvers konar ímynd er að skapast af þeim hér á landi. Þeir gætu vissulega gert meira til að bæta ímynd sína en við fslendingar þurfum fyrst og fremst að einbeita okkur að því að bjóða þá velkomna, eins og alla útlend- inga. „Þegar nýr nemandi kemur inn í bekk er það hlutverk kennarans og bekkjarins að hjálpa þeim nýja að aðlagast reglum, siðjum og venjum sem þar ríkja. Hinir í bekknum þurfa að axla ábyrgð og bjóða honum að „leika með" ef svo má segja. Þetta mættí yfirfæra á samfélagið. Oft er það þannig að þessi nýi veit ekki einu sinni hvaða spurninga hann á FJÖLDI ERLENDRA 0000 RÍKISBORGARA 1950-2007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.