Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Menning DV VIÐTAL Tilrauneldhúsiö verður með sérstakan jólaviðburð: Jólamess í Hveragerði „Hugmyndin á bak við þetta er í raun að gera alternitíva messu," segir Kristín Björk Kristjánsdóttir, einnig þekkt sem Kira Kira. Kristín og félagar hennar í Tilraunaeldhús- inu munu halda eins konar jóla- gjörning í Lista- safni Árnesinga á laugardag en við- burðurinn stendur frá fimm til sex. • „Kjarni upplifunarinnar er stemn- ingin sjálf og það sem mætir þér í stað hinnar hefðbundnu trúarlegu TÓMLIST hlið messu," en Kristín segir hópinn hafa viljað skapa hátíðlega stemn- ingu án þess að hún væri trúarleg sem slík. „Aðgöngumiðinn að þess- um hátíðleika eða heilagleika sem maður vill upplifa í kringum jólin er ekkert endilega messa í Hallgríms- kirkju þótt hann sé það auðvitað fyrir marga.," segir Kristín en það verður list af ýmsum toga sem gest- um Jólamess verður boðið upp á. „Listin verður í formi myndbanda, tónlistar, ljósa og fleiri hluta sem skapa heildræna upplifun." Hugmyndina að Jólamessinu fékk Kristín þegar hún gekk fram hjá Nýlistasafninu á dögunum og hitti þar Ingu Jónsdóttur, safnstjó- ra Listasafns Árnesinga. „Við í Til- raunaeldhúsinu gerðum jólaser- íu í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum sem situr svo ljúflega i minn- inu. Þegar ég gekk þar framhjá um daginn og var að skoða sýningu Gabríellu langaði mig svo að gera eitthvað jólalegt. Svo hitti ég Ingu Spuni Hrönn Helgadóttir opnar sína fýrstu einkasýningu í Lista- sal Mosfellsbæjar á laugardag- inn kl. 14. Yfirskrift sýningar- innar er Spuni og eru verkin þverskurður af því sem hún hefur verið að vinna að síðast- liðin tvö ár. Myndir Hrannar búa yfir leikandi hreyfingu þar sem litir og form spinna sig um myndflötinn. Hrönn stund- ar nú nám við mótunardeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún hóf tónlistarnám ung að aldri og hefúr lokið kantorsprófi og burtfararprófi í söng. Sýn- ingin stendur til 12. janúar. Slæður og skartgripir Litríkar slæður eftir Helgu Björnsson, tískuhönnuð í Par- ís, og skart eftir Guðbjörgu Kr. Ingvarsdóttur í Aurum eru meðal þess sem nú fæst í Safn- búð Gerðarsafns í Kópavogi. Búðin hefur þá sérstöðu að bjóða upp á listmuni og fatnað' sem þekktir íslenskir hönn- uðir hafa gert með hliðsjón af verkum Gerðar Helgadóttur. Auk Helgu og Guðbjargar eiga meðal annarra verk í verslun- inni þau Ragna Fróða, Ingiríður Óðinsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir og Þorbergur Iialldórsson. Verðlaunafe, Super- man, Helgi tattú, forsetinn, barneign- ir og það að detta niður stiga er á meðal þess sem bar á góma þegar Kristján Hrafn Guðmundsson ræddi við rithöf- undinn Gerði Kristnýju i vikunni. Kira Kira Kristín og félagar hennar ( Tilraunaeldhúsinu verða með jólastemningu á laugardaginn. Jónsdóttur safnstýru og áður en ég vissi af vorum við búnar að ná svo vel saman að við ákváðum að gera þetta Jólamess," segir Kristín að lokum og bendir fólki á rútuferðir BSf sem geta komið fólki fram og til baka á viðburðinn en ekkert kostar á hann. asgeir@dv.is Aðalsteinn leiðsegir Aðalsteinn Ingólfsson list- fræðingur verður með leiðsögn um sýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar í eigu Markúsar ívarssonar (1884-1943) í Lista- safni íslands á sunnudaginn kl. 14. Verkunum safnaði Markús á 3. og 4. áratug 20. aldar. f spjalli sínu mun Aðalsteinn fjalla um safnið í heild og sér- stöðu þess sem einkasafns með hliðsjón af persónu Markúsar og tíðaranda. Alls hefur Lista- safn íslands staðið fyrir fjórum sýningum á úrvali verka úr safni Markúsar, að meðtalinni sýningu gjafarinnar við opnun safnsins árið 1951. Tómas og President Bongo f tilefni af útkomu geisladisksins Rommtommtechno bjóða Tómas R. Einarsson og President Bongo upp á tónleika á Sirkus við Kiapparstíg í kvöld frá 22 til 24. Ómótstæðileg rommtommtechncosveifla mun berast úr hátölurunum og skáldið Kristin Svava Tómasdóttir les upp úr umtalaðri Ijóðabók sinni, Blótgælum. Rommtommtechno verður til sölu á sérstöku útgáfuhófsverði. Það kemur berlega í ljós að jóla- bókavertíðin stendur sem hæst þegar blaðamaður hittir Gerði Kristnýju í kaffistofu Norræna hússins í vikunni. Þegar stutt er liðið á spjallið töltir nefnilega inn blaðamaður annars dagblaðs, og nokkrum mínútum síðar viðmæl- andi hans, annar rithöfundur. Annað viðtal er að hefjast þremur borðum frá okkur. Gerður og hinn rithöfundurinn höfðu líka hist fyrr um daginn þar sem þau voru að lesa upp saman fyrir starfs- menn Hafrannsóknastofnunar. Lítill heimur? Lítið land? Lítið bók- menntasamfélag? Eða er kaffið og andrúmsloftið í Norræna húsinu bara svona gott? „Já, já, hún gerir það," segir Gerður þegar blaðamaður byrjar á að spyrja hana hinnar klassísku spurningar hvort tilnefning til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna skipti máli. Eins og kunnugt er varð Gerður þess heiðurs aðnjótandi að fá eina slíka á dögunum fyrir aðra af þeim tveimur bókum sem hún sendi frá sér fyrir þessi jól, ljóða- bókina Höggstað. Hin er barna- bókin Ballið á Bessastöðum. „Þetta er fínt ef það á að kynna bókina í útlöndum en auðvitað er þetta fyrst og fremst heiður og vekur meiri at- hygli á bókinni en ella. Já, já, mér finnst þetta feikigaman." Tíu milljónir mikið Gerður sagði í viðtali í bók- menntaþættinum Kiljunni í Ríkis- sjónvarpinu eftir að tilkynnt hafði verið um tilnefningarnar að hún myndi vilja sjá sérflolck fyrir barna- bækur innan Islensku bókmennta- verðlaunanna. „Sá háttur er hafður á bæði í Svíþjóð og Noregi. Barna- bækurnar hafa greinilega ekkert í fullorðinsbækurnar þegar á að fara að keppa um einhver verðlaun. Það er alveg fáránlegt að á tuttugu árum hafi bara tvær barnabæk- ur verið tilnefndar. Það þarf eng- inn að segja mér að það hafi ekki fleiri góðar barnabækur komið út allan þennan tíma." Aðspurð hvort henni finnist ekki nægja að hafa Is- lensku barnabókaverðlaunin sem veitt hafa verið í ríflega tuttugu ár segir Gerður það ekki vera það sama, enda þurfi höfundar sjálf- ir að senda óbirt handrit sitt í þá keppni. „Það er mun eðlilegra að barnabækur fái sérkategóríu rétt eins og fræði- og fagurbókmennt- irnar. Útgefendur sendi bækurnar inn og þannig verði líka vakin at- hygli á fimm góðum barnabókum sem þyki skara fram úr." f sama Kiljuþætti sagði ann- ar tilnefndur höfundur að hækka ætti verðlaunaupphæðina veru- lega, kannski upp í tíu milljón- ir króna, en hún er núna 750 þús- und krónur. „Það má alveg hækka prísinn en mér finnst tíu milljónir samt of mikið, nema átt hafi verið við að fimm milljónir færu í fagur- bókmenntirnar og fimm í fræði- bækurnar. Það væri ef til vill eng- in óþarfa gustuk en samt meira en höfundar fá þegar þeim er úthlut- að Norrænu bókmenntaverðlaun- unum," segir Gerður. Guð, Gunnar á Hlíðarenda og Súperman Guð og trú koma svolítið við sögu í Höggstað, og það sama má segja um síðustu ljóðabók Gerð- ar, Launkofa, sem kom út fyrir sjö árum. Skáldkonan segist vissulega vera trúuð. „Annars er skrítið að hægt skuli vera að stigbreyta orð- ið „trúuð". Annaðhvort trúir maður eða ekki. Ég trúi og mér finnst gott að yrkja um Guð. Þess vegna birtist hann líka í ljóðunum mínum." Það er líka tenging við íslend- ingasögurnar í Höggstað, sem og Gerður Kristný „Eg lief reynt að komast inn i þennan stigagang en hann er alltaf læstur svo það er engin leið að athuga hvort maður geti dottið niður tröppurnar af sama myndarbrag og skáldið." DV-MYND ASGEIl PS-; r MENNING EG ÞORIMEIRU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.