Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 25
DV Menning FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 25 Gömlu íslensku jólin Terry Gunnell heldur fyrirlestur í Þjóðminjasafni fslands á morgun um gömlu íslensku jólin. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og fjallar um trú og siði kringum íslensku jólin í aldanna rás, frá heiðnum goðum til gárunga og hrekkjóttra íslenskra jólasveina. Terry hefur lag á að segja frá á leikrænan og lifandi hátt og ætti allur almenningur að hafa ánægju af fyrirlestri hans. Bmt . , 1 Óbeisluð öfl Ragnheiður Arngrímsdóttir opnaði á dögunum Ijósmyndasýninguna Óbeisluð öfl í versluninni Steinunni á Laugavegi 40. Ragnheiður er f lugmað- ur, förðunarfræðingur og áhugaljósmyndari. Sýningin stendur fram á þriðjudag. Gerður Krisuiý Ballið á Bessastöðum Gerði fannst kominn tími til að skrifuð væri bók þar sem forseti (slands væri í aðalhlutverki. í fyrri ljóðabókum Gerðar. „Mað- ur er sífellt að finna nýja fleti á þeim og það er ágætt að setja þá fram í ljóði. Ég var einmitt að lesa ljóð eftir Ingibjörgu Haralds um daginn. Það fjallar um að sonur hennar þekki ekki Gunnar á Hlíð- arenda en þeir Súpermann séu góðir vinir. Ég var að lesa þetta við eldhúsborðið og gegnt mér sat einmitt þriggja ára gamall sonur minn og var að skoða Njálu eftir Brynhildi Þórarinsdóttur. Honum finnst hann vera Gunnar á Hlíðar- enda og skikkar okkur foreldrana stundum líka í hlutverk. í morg- un fékk ég að vera Hallgerður og Kristján [B. Jónasson] fékk að vera Kári. Við vorum alveg sátt við það, enda sýnir þetta hvað góðar barnabækur geta haft mikil áhrif. Ég myndi ekki rétta barninu mínu hefðbundna útgáfu af Njálu en ég rétti því hiklaust Njáluna hennar Brynhildar. Það er nefnilega alveg sama á hvaða aldri maður er, mað- ur finnur alltaf eitthvað sniðugt í fslendingasögunum." Prófa aö detta niður stiga Gerður segir það ekki meðvit- að hjá henni að vinna með fslend- ingasögurnar. „Það hefur bara gerst. Hallgerður fékk ljóð í ísfrétt og Bergþóra fékk ljóð í Launkofa og í Höggstað birtist Hallgerð- ur aftur. Mér finnst bara gaman að velta íslendingasögunum fyrir mér." Annar merkur íslendingur, sem er nokkuð nær okkur í tíma og var mikið í umræðunni fyrir stuttu, mætir lflca til leiks í nýju bók- inni: Jónas Hallgrímsson. „Ég hef nú aldrei legið mikið yfir verkum Jónasar. Aðrir höfundar hafa heill- að mig meira en ég fór að velta fyr- ir mér dauðdaga hans, hvernig það hafi verið að vera nágranni Jónas- ar, hann svona oft fullur og hvort nágrannar hans hafi orðið var- ir við einhver læti þessa nótt sem hann datt í stiganum. Ég hef reynt að komast inn í þennan stigagang en hann er alltaf læstur svo það er engin leið að athuga hvort mað- ur geti dottið niður tröppurnar af sama myndarbrag og skáldið." Af hverju er hann læstur? „Þarna býr bara ósköp venjulegt fólk sem kærir sig ekkert um óða íslendinga í pflagrímsferð að leika Jónas. Ann- ars er þetta með frægustu tröpp- um íslandssögunnar og því væri ef til vill ekki úr vegi ef íslenskir athafnamenn tækju sig saman og keyptu þær. Tröppurnar heim!" Ljóð tileinkað Helga tattú Enn annar þjóðkunnur fslend- ingur fær líka ljóð um sig í Högg- stað, hann Helgi tattú sem lést í fyrra. Þau Gerður kynntust árið 1994. „Hann varfeikiskemmtilegur og einhverra hluta vegna náðum við vel saman. f fyrra hafði hann samband við mig og vildi endilega að ég skrifaði ævisögu hans. Hann vissi að hann átti stutt eftir, kom- inn með krabbamein. Ég var nú ekki alveg á því að skrifa heila bók um hann Helga en fékk að taka við hann langt viðtal sem birtist í Mogganum. Helgi er ógleyman- legur maður og ég var heppin að kynnast honum. Og fyrst Jónas og Hallgerður og Anna Frank voru komin í ljóðabókina mína fannst mér að Helgi tattú ætti að vera þar líka, enda setti maðurinn mark sitt á margan íslendinginn," seg- ir Gerður sem skartar einni mynd eftir Helga, sverði Skírnis, sem hún fékk sér í tilefni af útkomu fyrstu skáldsögu sinnar. „Sverðið er aftan á öðrum fætinum. Skírnir var skósveinn Freys og fór í Jötun- heima að sækja fyrir hann konu, hana Gerði. f staðinn fékk Skírn- ir sverð Freys," útskýrir Gerður en þess má geta að sonur hennar heitir einmitt Skírnir. Blaðamanni finnst ljóðin í Höggstað óræðari en þau í Laun- kofa. Skáldið vill ekki alveg skrifa undir það. „Sjálfri finnst mér hún ekkert lokaðri og flóknari en ljóðin hafa vissulega lengst hjá mér með tímanum. Ég hef orðið óragari við að yrkja lengri ljóð. Ég þori sífellt meiru." Þroskaðri? „Nei, ég þrosk- ast ekki neitt nefnilega. Gaman að segja frá því," segir Gerður og hlær. Og bætir við: „Annars veit ég það ekki, það er erfitt að segja til um það sjálf." Áhrif barneigna á skáldskap Frá því Gerður sendi síðast frá sér ljóðabók hefur hún eign- ast barn. Og annað er á leiðinni. Hún.telur að það hafi ekki breytt miklu þegar kemur að skáld- skapnum. „Nema fyrir barnabók- ina. Sonur minn hefur sýnt mér fram á að gröfur og þungavinnu- vélar ýmiss konar eru mjög mikil- vægar í bókum," segir Gerður og á þar við Ballið á Bessastöðum þar sem gröfur koma nokkuð við sögu. „Gröfur eru mjög myndrænar og skemmtilegar. Allt í einu fór mað- ur að taka eftir þeim því barnið bendir á hverja einustu gröfu sem ekið er framhjá." í stuttu máli fjallar Ballið á Bessastöðum um nokkra daga í lífi forseta íslands. Honum leið- ist í vinnunni, eyðir löngum tíma í að fara yfir bréf með riturunum sínum þremur þar sem honum er boðið á hinar ýmsu samkom- ur og mannamót og hefur nokkr- ar áhyggjur af því hvort hann eigi að veifa börnum með hægri eða vinstri hendi. „Við höfum forseta en samt erum við alltaf að lesa sögur um kónga og drottninga og prinsa og prinsessur," segir Gerð- ur. „Mér fannst bara kominn tími til að við skrifuðum bók þar sem forsetinn væri í aðalhlutverki. Ég er líka viss um að Ólafur Ragn- ar eða Dorrit veki áhuga hjá litl- um krökkum. Þau hljóta að spyrja foreldra sína fyrr eða síðar í hverju starfið hans felist." Farin að kunna mig Er pólitík í þessari bók? „Nei, nei, það er engin pólitík í henni. Þarna er heldur ekki verið að fjalla um Ólaf Ragnar eða einhvern annan forseta sem við höfum haft heldur uppdiktaðan forseta," seg- ir Gerður og bætir við aðspurð að hún sé heldur ekki að skjóta á embættið sjálft og þau embætt- isstörf sem því fylgja. „Mér finnst heldur engin ástæða til þess." Gerður veit ekki hvort forsetinn J%hzu£*4- L/\f%j£z£' (rfc>*±i/éi?€<i- Höggstaður Bókin hefur fengið afbragðsdóma og var á dögunum tilnefnd til (slensku bókmenntaverð- launanna. hafi lesið bókina og kveðst ekki forvitin að vita sannleikann í því máli. „Bókin var ekki skrifuð fyr- ir hann eða honum til heiðurs, þá frekar forsetaembættinu. En ég fór reyndar á Bessastaði um daginn í tilefni af útkomu annarrar bókar og borðaði þar reiðinnar býsn af kleinum og randalínum. Ég þorði nú ekki að taka Ballið á Bessastöð- um með og lauma henni í bóka- hillurnar. Ég er farin að kunna mig síðustu árin," segir hún og hlær. Bessastaði áður og þá sem blaða- maður á Séð og heyrt. Því var þetta raunverulega í fyrsta skipti sem ég heimsæki Bessastaði. Ég skoðaði mig aðeins um og athugaði hvort staðurinn samræmdist því sem ég hafði gert mér í hugarlund og komst að því að það er svona krist- alsljósakróna þarna," segir Gerð- ur og bendir á ljósakrónuna á myndinni framan á bókinni. Þar sést líka stelpa á hjólabretti sem að sögn Gerðar hefði átt erfitt um vik á Bessastöðum á slíkum farar- skjóta „... vegna þess að það er svo mikið af mottum þarna. Stórum og miklum. Svo komst ég að því ráðs- konan heitir ekki Halldóra eins og í bókinni heldur Kristín, en það er líka fínt nafn á ráðskonu". Leynigesturinn og púkinn Að mati Gerðar eiga barna-' bækur fyrst og fremst að vera skemmtilegar og boðskaður er alveg óþarfur. „Það minnir mig bara á sögurnar sem lesnar voru í sunnudagaskólanum þar sem börn báðu svo heitt og innilega til Guðs að þau björguðust frá drukknun og hvers kyns hrakför- um sem undarlega innréttuðum höfundum gat dottið í hug. En ef hægt er að Iauma þekkingu með á smekklegan hátt finnst mér það til mikilla bóta. Ég skaut Egilssögu inn í Mörtu smörtu hér um árið og í Ballið á Bessastöðum lauma ég inn fróðleik um forsetaemb- ættið, til dæmis því að hann býr á argötu. Svo vildi ég endilega hafa myndir af öllum forsetunum aft- ast í bókinni og hvenær þeir sátu í embætti," segir Gerður og sýnir blaðamanni teikningar Halldórs Baldurssonar af öllum forsetun- um frá stofnun lýðveldisins. „Ef krakkarnir nenna mega þeir alveg taka eftir þessu en ef þeir vilja það ekki er það allt í lagi líka." Athygli vekur að teikningin af einum gröfustjóra í bókinni er slá- andi lík Olafi Ragnari. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort það var hugmynd Gerðar, Halldórs eða einhvers allt annars. „Það var mín hugmynd. Ég lýsti honum sem ljóshærðum með gleraugu og sagði Halldóri að hann mætti al- veg vera eins og Ólafur Ragnar svo hann gæti birst þar sem leynigest- ur. Það kemur stundum upp í mér púki svo það er kannski rétt sem ég sagði áðan að ég þroskist ekki mikið." En ætli blundi í Gerði draum- ur um að verða einn daginn for- seti íslands? „Neeei, það myndi ekki henta mér. Ég gæti heldur aldrei sagt eins og forsetafram- bjóðendurnir, að margir hafi kom- ið að máli við mig og hvatt mig til að bjóða mig fram. Eg er nokkurn veginn viss um að engum eigi eftir að detta það í hug. En ég sé ágæt- lega yfir að Bessastöðum heiman að frá mér og ef ég fengi mér nógu sterkan kíki gæti ég séð forseta- hjónin skondrast á milli húsa. Það verður bara að duga." kristjanh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.