Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR14. DESEMBER 2007 Helgarblað DV i EFTIRRÉTTIR í DULARGERVi Hjá mörgum eykst áfengis- neyslan yfir hátíðarnar, enda mikið um mannamót. Þótt það sé vissulega gaman að fá sérjólaglöggog gæða sér á góð- umjóladrykkj- um geta þeir sett sitt mark á líkamann, þá helst mittis- málið. Arstíða- bundnir drykk- ir eins og eggjapúns, jólaglögg og heitt súkkulaði, eru í raun eftirréttir í dulargervi. Verstir eru þeir drykkir sem búnir eru til úr rjóma, smjöri, mjólk og súkku- laði með viðbættu áfengi. Ef þú ákveður að drekka þá, reyndu þá að hafa tölu á þeim og bættu svo við öllum eftirréttunum sem þú innbyrðiryfir hátíðarnar. Fjöld- inn gæti komið þér á óvart. ÞRJÚ GÓÐ PARTÍRÁÐ ISkipuleggðu þig áður en þú missir þig í freistingarnar - ákveddu fyrirfram hversu mikið þú ætlar að drekka. 2Þegar þú ferð í partí skaltu alltaf byrja á að fá þér óáfeng- an drykk til að svala þorstan- um. A meðan á partíinu stend- ur skaltu svo skipta reglulega úr áfengum drykkýfir í óáfengan drykk sem inniheldur fáar kalorí- ur, eins og sódavatn eða vatn. 3Ef þú veist í hvað stefnir um kvöldið geturðu verið virki- lega skipulögð og sparað þér nokkrar kaloríuryfir daginn. Þú getur minnkað máltíðir dagsins örlítið eða sleppt síðdegissnakk- inuþínu. 4Vertu aðalstuðboltinn á svæð- inu og dragðu fólk með þér á dansgólfið. Þú slærð tvær flugur í einu, skemmtir þér manna mest og brennir nokkrum kaloríum. uðrún Erla Gísladóttir tók u-beygju í lífinu fyrir nokkr- ! um árum þegar hún fluttist til Minnesota ásamt eig- I inmanni sínum og þrem- ur börnum og hóf fyrirtækjarekst- ur. Allt byrjaði þetta þegar Guðrún stofnaði tvær lidar bútasaumsversl- anir Islandi, eina á Selfossi og aðra á Akureyri. f tengslum við verslanirn- ar fór hún að hanna bútasaumssnið og skrifaði þau á íslensku til þess að selja í verslununum sínum. „Þetta byrjaði nú bara smátt enda var það markmiðið að hafa það þannig, það kom einhver inn í búð og spurði um snið á íslensku og hvort það væri til svona og svona stykki. Þá fór ég bara í að hanna það og skrifa eftir eftirspurn. Þar sem flestallar vörur til bútasaums, hvort sem það voru efni, bækur eða snið, voru flutt inn frá Bandarfkjunum fékk ég oft sölu- menn þaðan í heimsókn og það var ein slík heimsókn sem varð kveikj- an að útbreiðslunni. Sölumaður- inn spurði mig hvar ég fengi þessi snið mín og þegar ég sagði að þau væru bara til á íslensku hvatti hann mig strax til þess að þýða þau yfir á ensku, hann skyldi selja þau fyrir mig á alþjóðamarkaði. Eg gerði nú ekkert í þessu í fyrstu, enda hafði ég í nógu að snúast, en eftir meira suð frá honum ákvað ég að þýða sjö snið yfir á ensku og hann fór með þau á International Quilt Market, heild- sölusýningu sem er haldin tvisvar á ári. Ég gerði mér nú ekki grein fyrir hvað myndi gerast næst, en viðtök- urnar voru vægast sagt ótrúlegar. Við vorum flutt út þremur mánuðum síðar með börn og bú," segir Guðrún Erla. Eitt þessara fyrstu sjö sniða er nú búið að vera á topp tíu lista yfir bestu snið Bandarfkjanna síðastlið- in þrjú ár og hefur sniðið selst í yfir fimmtíu þúsund eintökum. Forréttindi að vinna heima. Guðrúnu og fjölskyldu líður vel í Minnesota, eiginmaður hennar, Þórir Sigmundur Þórisson, leggur þar stund á meistaranám og börn- in hafa öll í nógu að snúast enda stunda þau öll skóla og íþróttir af kappi. En hvernig ætli gangi að sam- eina fyrirtækjareksturinn og stór- fjölskyldulífið? „Ég vinn heima hjá mér sem eru þvílfk forréttindi því þannig fæ ég miklu meiri tíma með börnunum mínum. Það eru að sjálfsögðu kostir og gallar við að vinna heima, því það er oft erfiðara að skilja á milíi vinn- unnar og heimilisins," segir Guðrún. Fjölskyldan byggði sér glæsilegt framtíðarhús nú fyrir stuttu og þar hefur Guðrún gott pláss fyrir rekst- urinn. Guðrún segist reyna að greina vel á milli vinnu og fjölskyldu. „Auð- vitað koma tímar þar sem maður verður að brjóta þær reglur þegar ég er í undirbúningi fyrir sýningu eða er komin á tíma með að skila af mér nýrri efnalínuhönnun. En fjölskyld- an skilur það og hjálpar oft til við eitt og annað," segir Guðrún. íslenskar konur í mekka bútasaumsins Guðrún skipulagði saumahelgi fyrir íslenskar og bandarískar búta- saumskonur nú á haustdögum og heppnaðist ferðin afar vel. „Alls komu tuttugu og sjö frábærar skvís- ur frá Islandi og nutu helgarinnar á lúxushóteli, saumuðu, lærðu nýjar aðferðir, hlógu og skemmtu sér kon- unglega. Þetta var lengi draumur hjá mér að gera þetta sem varð loks- ins að veruleika. Helgin tókst svo vel að við ætíum að gera þetta að árleg- um viðburði," segir Guðrún. Áhugasamar bútasaumskonur á Islandi geta nálgast snið, bækur og efni Guðrúnar í versluninni Bót.is og Quiltbúðinni á Akureyri en báðar eruþærmeðnetverslanir. Einniger Guðrún með allar vörurnar sínar á heimasíðunni gequiltdesigns.com. „Ég er lfka nýkomin með bloggsíðu, gudrun.typepad.com, fyrir búta- saumsbransann þar sem ég gef les- endum innsýn í hvað ég er að stússa og vinna að hverju sinni. Þar fá bútasaumsaðdáendur fréttir af nýj- um sniðum og efnum áður en þau koma á markað," segir Guðrún. Spennandi tímar fram undan Það er margt spennandi fram undan hjá Guðrúnu. Hún var að leggja lokahönd á fimmtu efnalín- Síær í gegn Bútasaumshönnun Guðrúnarhefurslegið rækilega ( gegn ÍBandarlkjunum. una sína sem hefur bein tengsl til íslands. „Hún heitir Amma's Gard- en, eða Garðurinn hennar ömmu, og er innblásturinn fenginn af villta valmúanum sem óx um allan garð hjá ömmu minni sem ég fékk að tína sem barn, en þetta blóm kall- ast Icelandic Poppy á ensku. Þessi lína verður kynnt í vor og kemur í verslanir í september 2008. Ég kem til með að ferðast meira við að halda námskeið og fyrirlestra á komandi ári en reyni nú samt að bóka mig ekki of mikið," segir Guðrún. „Við reynum að njóta lífsins sem fjöl- skylda á hverjum degi. Það má svo sannarlega segja að við gerum það, okkur Iíður frábærlega eins og er, ég get þess vegna farið í vinnuna í nátt- fötunum og vinn daglega við það sem mér finnst skemmtilegast að gera," segir Guðrún jákvæð að lok- um. i I Sloppar - Náttföt Náttkjólar NCVJ3l*n3l* Austurveri • Háaleitisbraut 68 Síml 553 3305 ÁST í BLÍÐU OG STRÍÐU Hjá Máli og menningu er komin út bókin Ast í blíðu og stríðu - sálfræðibók um sam- bönd. I bókinn er fjallað ýtar- lega um dýrmæti ástarinnar sem sögð er sterkasta tilfinning sem flest okkar upplifa og jafn- framt sú tilfinning sem ræður mestu um líf okka og líðan að sögn Alfheiðar Steinþórsdótt- ur og Guðfinnu Eydal, höfunda bókarinnar. Tilgangur bókar- innar er að hjálpa fólki við að efla hamingjuna og takast á við erfiðleikana sem geta fylgt ást- inni og ástarsorginni. I bókinn er fjallað um að ást- in sé grundvöllur sambands- ins en jafnvel þótt sá grunnur virðist traustur er margt sem gott er að huga að. Hvernig við pössum saman. Hvað það er sem gerir samband okkar gott og traust. Hvernig við tölum sama. Af hverju við rífumst og hvað getum við gert til að koma ívegfyrirþað. Einnig er fjallað ítarlega um A AST í blíðu og stríðu Sálfræðibók um sambönd Álfheíður Steinþórsdóttir Guðfinna Eydal erfið sambönd og sambúðar- vanda, framhjáhöld og afleiðing- ar þeirra, skilnaði og vandamála sem þeim getur fylgt, stjúpfjöl- skyldur og samskipti við fyrri maka, en einnig um missi maka og sálarkreppu sem honum fylg- ir. Höfundar bókarinnar, sál- fræðingarnir Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal, hafa ára langa reynslu af að að- stoða fólk við að takast á við vandamál sem upp koma í sam- slaptum og sambúð og hafa sent frá sér margar bækur um sálfræði og margbreytileika lífsins. Ást í biíðu og stríðu Eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal. I I I 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.