Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblai PV Gísli Einarsson sjón- varpsmaður er sveitamaður í húð og hár. „Ég er algjör sveitalúði," seg- ’ ir Gísli kíminn. „Ég er alinn upp í Borgarfirði í Lundi í Lundareykjardal. Þar ólst ég upp inn- an um kindur, kýr og fimm systkini. Ég var farinn að keyra traktor níu ára og mjólka kýrnar tíu ára eins og gengur í sveitinni. Það eru algjör forréttindi að hafa fengið að alast upp á sveitabæ. Ég fór reyndar snemma að heimann því þegar ég var íjórtán eða fimmtán fór ég í heimavistarkóla og eftir það kom ég bara til foreldra minna sem gestur." Gísli segist hafa verið alinn upp við að gera allt sjálfur og fyrir það er hann þakklátur. „Ég tel að þetta sé grunnur- inn að því að ég sé að vasast í svona mörgu í dag." Ópraktískur og kærulaus Það er óhætt að segja að Gísli Ein- arsson vasist í mörgu. Hann er eini fféttaritari RÚV á Vesturlandi sem þýðir að hann tekur allar fréttir upp sjálfur, skýrir þær og klippir. Þá er hann annar þáttarstjórn- enda í Laugardagslögunum og dag- skrárgerðarmaður hinna geysivin- sælu þátta Út og suður. Á milli þess að skemmta landsmönnun á skjánum bregður Gísli sér að meðaltali tvisvar í viku í hlutverk uppistandarans við alls kyns tilefni. En er íjölmiðlun það sem Gísli hefur alltaf stefnt að? „Nei," svarar Gísli með afgerandi hætti. „Ég ædaði alltaf að verða bóndi en ég er sem bet- ur fer með frjókornaofnæmi. Ég hefði nefnilega aldrei orðið góður bóndi. Til þess er ég of ópraktískur og kærulaus. En ég læt þennan draum kannski ræt- ast síðar - ef ég verð einhvern tímann nógu þroskaður til þess." Ást í kaupfélagi Það sem vakti fyrir Gísla, áður en hann flæktist inn í heim fjölmiðlana, var að stunda verslun og viðskipti. Með stúdentspróf frá Samvinnuskól- anum á Bifr öst gerðist Gísli verslunar- stjóri í Kaupfélagi Skagfirðinga á Hofs- ósi. Þar datt Gísli svo í lukkupottínn en þar hitti hann konuna sína Guð- rúnu Huldu Pálmadóttur sem hefur verið hans stoð og stytta sfðan. „Ég hittí hana í kaupfélaginu, hún var að vinna fyrir mig. Við erum ekld búin að gera starfslokasamning ennþá - sem betur fer." Gísli segist hafa verið sátt- ur í þessu starfi og hafi ekkert verið farinn að hugsa sér til hreyfings þeg- ar hann fékk tækifæri til að spreyta sig á héraðsfréttablaðinu Skessuhomi. „Mér fannst það mjög spennandi því þannig gat ég ráðið mínum tíma meira. Þetta var líka fjölbreytt starf en það hefur verið mitt lán að fást við fjölbreytt verkefni og þannig er það enn í dag." Hundaheppni „Það hvatfiaði aldrei að mér að ég mundi vinna í sjónvarpi. Þetta kom til vegna vinnu minnar á héraðsffétta- blaðinu. Ég byrjaði á því að semja við RÚV um nokkrar fréttír í mán- uði. Ég hafði fyrst og fremst áhuga á blaðinu og sjónvarpsvinnan var bara svona auka en svo sá ég hvað þetta er svakalega skemmtilegt." Hugmynd- in að þættinum Út og suður fæddist svo nokkru síðar. „Ég gekk með hug- myndina að þættinum í nokkra mán- uði. Ekki það að þetta sé ný hugmynd, að fara út á land og tala við áhugavert fólk.í bjartsýniskasti fór é§ með þessa hugmynd á blaði upp á RUV, þetta var um vor og því áttí ég ekki von á því að menn tækju vel í þetta. En það vildi svo heppilega til að þá vantaði einmitt efni fýrir sumarið og í kjölfarið var gerður tólf þátta samningur," sem síð- ar urðu nítján og fimm sumrum síðar - áttatíu. „Þetta var hundaheppni." Erfiður í umgengni Það hefur eflaust ekki skemmt fyrir Gísla að vera þeim hæfileikum gædd- ur að geta tekið upp ff éttir sínar sj álfur, klippt þær til og skýrt þær. Sem kemur sér vel þar sem hann er eini ff éttaritari RÚV á Vesturlandi. „Ég er svo erfiður í umgegni, það getur enginn unnið með mér," grínast Gísli. I þáttunum Út og suður hefur Gísli þó ekki verið aleinn heldur hefur Freyr Amarson unnið með honum að dagskrárgerð ÉGERALGJÖR Gísli Einarsson sjónvarps- maður hefur heillað þjóðina upp iir skónum með þáttum sínum Út og suður. Hann hefur þennan sveitalega sjarma sem almennt \ iröist leggjast \ el í fólk og sker sig með afgerandi hætti frá þeim staðalnwndum sem flestir hafa um sjónvarpsstjörnu. Það kom þó mörgum á ó\rart þegar hann tók að sér að þáttarstjórn ásaint Ragnhildi Steinunni Jónsdóttuv í Laug- ardagslögunum. fíerglind Hcisler hitti Gísla í Xorræna húsinu á dögunum og spjall- aði við hann um starfíð, fjölslaiduna, sveitina, mar- traðirnar og skapofsann. Sjónvarpsmaðurinn síkáti Gísli Einarsson var verslunar- stjóri i Kaupfélagi Skagfirðínga á Hofsósi áður en hann byrjaði í fjölmiðlun. Hann segir stöðu sina i dag vera hundaheppni að þakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.