Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Sport PV Leikmenn Liverpool og Mapchester United koma fullir sjálfstrausts inn í leik liðanna á sunnudag. Liverpool vann 4-0 sigur á Marseille í Meistaradeildinni í vikunni, en liðið varð að vinna til að komast áfram^eppninni. Ui^gt lið United gerði 1-1 jafntefli vi^Éoma#á útivelli í leik sem skipti litlu máli. NEj Sigur á elleftu stundu \ ■ é ■< " "*%%/■ é&wL 'x W * Leikmenn Manchester United - M&£'éÍk ~ & fögnuðu á Anfield í vor. ' ? ' : Liverpool hefur bara fengið eitt stig í sex úrvalsdeildarleikjum gegn Manchester United und- ir stjórn Rafaels Benitez. Ólík- legt er að Daniel Agger ogXabi Alonso nái sér af meiðslum sínum í tíma til að geta leildð gegn United. Báðir æfðu með Liverpool í vikunni en hvorugur var í leikmannahópnum gegn Marseille. Javier Mascherano var borinn út af eftir að hafa verið tæklað- ur af Sami Hyypia. Hann spratt upp aftur og kláraði leikinn. „Mascherano fékk þungt högg á sköflunginn en kláraði leildnn sem sýnir hversu öflug heildin er," sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool. „Þetta var næstum fullkominn ieikur. Hinn fullkomni leikur er ekld til. Við hefð- um getað skorað fleiri mörk. En lið- ið spilaði virldlega vel og ég get ekki kvartað. Það er auðvelt að tala um Torres og Gerrard en Kewell, Benayo- un, Kuyt, vömin og aliir spiluðu mjög vel. Það sést að við tökum framförum í hverri viku því við skomm mörk og höldum hreinu." Reina heimtar sigur Jose Reina, markvörður Liverpool, krefst sigurs gegn United. „United-lið- ið er mjög gott en við emm fullir sjálfs- trausts. Þetta gæti orðið ffábær leikur, frammi fyrir stuðningsmönnum okkar og við væntum sigurs. Við emm með eitt besta lið Evrópu en það em mörg góð lið í úrvalsdeildinni. Reading sýndi í seinasta leik að enginn leikur er unninn fyrirffam. Chelsea, Arsenal og United hafa leildð vel og það verð- ur barist allt til loka. Við viljum halda þeim meðbyr sem við höfúm fengið." Femando Torres skoraði magn- að mark gegn Marseille og liðsfélag- ar hans vonast eftir að hann endur- taki leikinn gegn United. „Femando Torres er fótboltaskrímsli. Mér finnst hann einn besti framherji heims og hann getur gert hvað sem er," sagði Javier Mascherano. „Hann er sann- arlega einn af bestu leikmönnum heims," sagði fyrirliðinn Stevie Gerr- ard. „Menn horfa á Kaka eða Messi en þeir spila trúlega framar á vellin- um. Hann fer í flokk með Kenny Dal- Hershöfðingjarnir Rafael Benitez og sir Alex Ferguson á hliðarlinunni. glish sem einn af bestu leikmönnum félagsins. 1 dag er hann trúlega með- al fjögurra eða fimm bestu leikmanna heims." Enginn O'Shea? I liði Manchester United er John O'Shea tæpur eftir að hafa meiðst í leik United gegn Roma. írans verður væntanlega sárt saknað þar sem hann skoraði eftírminnilegt sigurmark fýrir United á Anfield í vor. „Hann tognaði á nára. Það gerðist skömmu fýrir leik- hlé þegar hann var að hreinsa á mark- teig." Hæpið er að fleiri leikmenn en Wa- yne Rooney haldi stöðu sinni í byrj- unarliðinu frá Roma-leiknum. „Við tókum Wayne út af þegar 20 mínút- ur voru eftír. Það var fúllkomið fyr- ir hann. Hann vildi fá að spila. Hann þurfti þess ekki en langaði tíl þess og við vorum til í það. Það er stór- leikur, risaleikur á sunnudag. Leikir Manchester United og Liverpool eru það alltaf. Leikmennimir sem voru heima æfðu vel." Wayne Rooney harðneitaði að vera heima. „Ég er búinn að missa af nógu mörgum leikjum. Mig langar til að spila alla leiki. Mér líður betur með hverjum leik. Vonandi græði ég á hvíldinni sem ég hef fengið í vor." GG Sjoöheitur Fernando Torres hefur raðað inn mörkunum að undanförnu ' iii i HtttTníli ÍYi / Si í-Sg HHk * S' STAÐREYNDIR UM STÓRLEIK Liverpool vann seinast Manchester United í apríl 2004. Danny Murphy skoraði eina markið á Old Trafford ur vítaspyrnu sem Mike Riley dæmdi. Liverpool vann bikarleik liðanna i febrúar 2006. Peter Crouch skoraði eina markið. Manchester United vann báöa leiki liðanna á seinustu leiktíö. Á Anfield skoraði John O'Shea sigurmarkið í uppbótartíma eftir að Liverpool hafði stjórnað teiknum. Á OldTrafford sáu Paul Scholes og Rio Ferdinand um markaskorunina. Liðin hafa mæst þrjátíu sinnum í úrvalsdeildinni. United hefur unnið sextán leiki en Liverpool sjö. Aðrir sjö hafa endað með jafntefli. United hefur haft betur í gegnum tiðina. Af deildarleikjum hefur United unnið 56, Liverpool 49 en 43 hafa endað með jafntefli. Sé horft til allra móta eru sigurleikir United 66, jafnteflin 50 en sigurleikir Liverpool 57. Meira að segja á Anfield hefur United betur. Eftir stofnun úrvalsdeildarinnar hefur United unnið þar átta sigra en Liverpool fjóra. Jafnteflin eru þrjú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.