Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 40
40 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Sport PV Arsenal hefur fatast flugið í seinustu leikjum eftir að Cesc Fabregas og Aleksandr Hleb heltust úr lestinni. Avram Grant spyr hvort hin liðin í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar séu eins manns lið. Lundúnaliðin mætast á sunnudag. é- Þið vitíð hvernig Arsenal hefur gengið í seinustu tveimur leikjum þegar leikmenn liðsins hafa meiðst. Það sama gerist hjá Manchester United án Waynes Rooney. Án Youssis Benayoun tapaði Liverpool gegn Reading." í leikmannahóp Chelsea vantar Didier Drogba sem var skorinn upp vegna hnémeiðsla. Claudio Pizzarro og Andriy Shevchenko hafa reynt að fylla í skarð hans í seinustu leikjum. „Það er ómögulegt að finna mann í stað Drogbas því það er enginn jafnkraftmikill, fljótur og útsjónarsamur og hann. En við eigum góða framherja. Shevchenko skorar án þess að menn átti sig á því. f fyrra skoraði hann fjórtán mörk. k Ef hann héti ekki Shevch- - iL, enko teldu flestir það í lagi." ÆM Arsene Wenger, stjóri Arsenal, nýtti tækifærið fyrst liðið var komið áfram í Meistaradeildinni og hvíldi nokkra leikmenn gegn Steaua Búkarest í vikunni. Meðal þeirra sem komu inn í liðið voru Jens Lehmann og Robin van Persie. Lehmann spilaði sein- ast um miðjan ágúst en van Persie hafði verið meiddur síðan snemma í október. „Van Persie var ekki í nein- um vandræðum á vellinum. Hann keppir um sæti. Hann þarf að fá meira sjálfstraust til að geta bætt sig í tæklingum en það \ er næstum eins og hann , hafl aldrei verið frá. Það Wfr' eru nokkrir fleiri leikmenn meiddir, eins og Fabregas, Wbl Hleb og Flamini. Við fylgj- Yf umst með bata þeirra næstu V daga. Ég verð að taka áhættu 1 með einn tíl tvo leikmenn. Er það hægt með þrjá eða fjóra? Það væri mjög vafasamt." Breiður hópur Avram Grant, þjálfari Chelsea, segir styrkleika liðsins felast í hversu breiður leikmannahópur þess sé. Að undanförnu hefur Chelsea verið án Johns Terry, Petrs Cech, Ricardos Carvalho, Ashleys Cole og Franks Lampard en liðið hefur samt haldið dampi. „Við erum með stóran leikmennahóp en það eru hin liðin líka. Á stuttum tíma hafa margir leikmenn okkar meiðst. En þeir sem hafa komið inn í staðinn hafa spilað vel. Það sýnir karakterinn í liðinu. Varamaðurinn Andriy Shevchenko á að skora mörkin (fjarveru Didiers Drogba. EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum STAÐREYNDIR UM STORLEIK fengið eitt á sig. Á sama tíma hefur Arsenal fengið fimmtán stig úr átta leikjum, skorað 14 mörk en fengið á sig átta. Arsenal hefur betur í viðureignum liðanna í úrvalsdeild- inni. Arsenal hefur unnið 14 leiki, 11 hafa endað með jafntefli en Chelsea bara unnið fimm. Chelsea hefureinu sinni unnið Arsenal á utivelli í úrvalsdeildinni. Arjen Robben og Joe Cole skoruðu mörkin í desember 2005. Arsenal hefur unnið níu af heimaleikjunum og fimm hafa endað með jafntefli. Af deildarleikjum liðanna hefur Arsenal unnið 57, Chelsea 39 en jafnteflin eru 44. Sé horft til allra móta hefur Arsenal unnið 67 leiki, Chelsea 48 en 51 leikur endað með jafntefli. Arsenal vann seinast Chelsea í deildinni í febrúar 2004. Patrick Vieira og Edu skoruðu mörk Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen kom Chelsea yfir á fyrstu mínútu. Hann var síðar rekinn út af. Mike Riley dæmdi leikinn. Viku fyrr vann Arsenal í bikarleik liðanna. Jafntefli varð í báðum deildarleikjum liðanna í fyrra. Michael Essien skoraði í báðum leikjunum en fyrir Arsenal skoruðu Gilberto Silva og Mathieu Flamini. Chelsea vann 2- 1 þegar liðin mættust í úrslitaleik deildarbikarsins í miklum hitaleik. Frá því að HenkTen Cate kom til Chelsea hefur liðið unnið sex deildarleiki og gert eitt jafntefli, skorað sextán mörk og www.rumgott.is Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.