Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 41
DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 41 I I I I I I I I tf Á fimmtugsaldri Þessi mynd var tekin af Gísla á fertugsafmæli hans íjanúar síðastliðnum. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Huldu Pálmadóttur og frumburðinum Rakel Bryndísi. Fjölskyldumaður Gísli gefur sig allann í starf sittog það gerir hann llka (uppeldinu. Þó hann sé oft fjarverandi passar hann sig á því að nýtir hann tímann vel með fjölskyldunni. Hér er Glsli að kenna réttu veiðitökin. þáttanna. Aðspurður segist Gísli ekki eiga í vandræðum með að finna við- mælendur í þáttinn. „Það hefur geng- ið rosalega vel að fá viðmælendur í þáttinn. Þetta eru þó ekki allt mínar hugmyndir. Um leið og og þátturinn fór af stað fór fólk að hafa samband við mig. Svo þekki ég líka fólk um allt land sem ég slæ reglulega á þráðinn til. Ég hitti til dæmis einn í röðinni áðan sem bentí mér á viðmælanda," segir Gísli og bendir á afgreiðsluborð Norræna hússins. Þakkláttefni Við Gísli höldum spjalli okkar áfram um það hvernig honum hefur gengið að fá til sín viðmælendur. Allt í einu snýr kona sér að Gísla og seg- ir: „Takk fyrir allt Gísli minn - gott og gaman, gaman að sjá þig live." Ég spyr Gísla í kjölfarið hvort hann lendi oft í svona skemmtilegum uppákom- um. „Þetta er ofsalega þakklátt efni. Kveikjan að þessum þáttum var sú að það er svo mikið talað við þotuliðið - eins og ég er reyndar að gera í Laug- ardagslögunum núna. Það er mjög gaman og góðra gjalda vert. En það var svona á tímabili sérstaklega eftir að Ómar hætti að gera Stiklur að það var ekki mikið farið út á land. Mönn- um fannst þetta líka svolítíð mál, dýrt að fara út á land með mikið af starfs- fólki. En svona efni þarf ekki að vera dýrt og Út og suður er gott dæmi um það." Mikil athyglisþörf Gísli segir að það sé einkum tvennt sem hann telur að hafi orðið til að vinsældir þáttarins urðu jafn mikl- ar og raun ber vitni. „Það er fyrst og fremst það að ég hef verið að tala við fólk sem er ekki alltaf í sjónvarpinu og ég hef haft það að leiðarljósi að leyfa viðmælendum mínum að komast að. Ég nota önnur tækifæri fyrir mína at- hyglisþörf þótt ég að sjálfsögðu komi henni bakdyramegin í þáættina." Er Gísli Einarsson svolítíð athyglissjúk- ur? „Snýst þetta ekki allt um athygl- isþörfina? Það væri hræsni í mér ef ég mundi ekki viðurkenna það. Það hafa allir þörf fyrir viðurkenningu. Mér finnst alls ekkert leiðinlegt þeg- ar ókunnugt fólk kemur upp að mér, klappar mér á bakið og þakkar mér fyrir vel unnin störf. Ég held að það sé sama hvað maður er að fást við, það þurfa allir staðfestingu á því að vinna manns sé metin." Skynsemin ræður ekki alltaf Þó að Gísli segi það hafa ver- ið hundaheppni að hann hafi feng- ið tækifæri í fjölmiðlun þarf auðvit- að meira að koma tíl. Gísli býr yfir sveitalegum sjarma og sker sig frá fjöldanum fyrir vikið svo eftír er tek- ið. Það þarf líka mikið hugmyndaflug ef menn ætla að ná langt í fjölmiðlun og því er ekki úr vegi að spyrja Gísla hvort hann búi yfir þeirri náðargáfu. „Já, ég held það nú. Einn samstarfsfé- lagi minn sem vinnur með mér á RÚV orðaði það þannig að vandamálið væri ekki bara það að ég fengi mikið af vitlausum hugmyndum heldur væri ég vís með að framkalla þær allar. Það eru svolítið orð að sönnu. Ég fæ fárán- legustu hugmyndir og hef gert síðan ég var krakki. Pabbi stoppaði mig til dæmis einu sinni af þegar ætlaði að fara hjólandi á ball fjörutíu kílómetra leið. Skynsemin ræður ekki alltaf. En þó hugmyndirnar séu margar er ekki þar með sagt að þær séu allar góðar. Ég hef hins vegar verið heppinn að hafa mikið af góðu fólki í kringum mig sem gjarnan hefur vit fyrir mér." Alltaf reynt að vera fyndinn Fyrir utan það að vera dáður fyrir störf sín á skjánum er Gísli ekki síður dáður fyrir störf sín á sviði. Að meðal- tali tvisvar sinnum í viku er Gísli með uppistand þar sem hann skemmtir landanum við ýmis tilefni. Hann hefur slegið í gegn í þessu hlutverki og segja þeir sem séð hafa að leitun sé að þeim sem geri þetta betur. „Ég var iðinn við að koma fram í skóla og svona við hin og þessi tilefni í minni sveit. Ég hef reynt að vera fyndinn frá því ég var lítill en það var ekki fyrr en ég byrjaði áSkessuhorni sem ég byrj- aði í þessum skemmtanabransa af einhverri alvöru. Það var þannig að mér þóttu ristjórnarpistlarnir oft svo leiðinlegir og ég ákvað að gera þetta alveg eftir mínu höfði. Ég skapaði fljótt minn eigin stíl og hæðist svo- lítíð að hlutunum," segir Gísli sem enn skrifar vikulega pistla í Skessu- horn - tíu árum síðar. „Menn tóku eftir þessu og það var svona kveikj- an að því að fólk fór að biðja mig um að skemmta á þorrablótum og öðru slíku. Svo hefur þetta bara undið upp á sig. Það má því með sanni segja að ég eigi Skessuhorni allt það sem ég geri í dag að þakka." Þjakaður af martröðum Gísli segist vera á toppnum í skemmtanabransanum um þessar mundir og að nú getí leiðin aðeins leg- ið niður ávið. „Ég held að maður verði ekkilanglífuríþessumbransa. Égheld að fólk fái fljótt leið á manni. Ég er til dæmis hvorki með söng- né dansat- riði. Ég held að ég sé bara á toppn- um núna og svo liggur leiðin niður á við," segir Gísli, ferlega neikvæður og ég leyfi mér að efast um það. Hann hlær nú bara að því. En bjóst Gísli við þessum vinsældum sem hann nú nýtur í öllu því sem hann hefur tek- ið sér fýrir hendur undanfarið? „Nei, nei, alls ekld. Þegar ég byrjaði með Út og suður svaf ég ekki £ heila viku. Mér fannst ég vera búinn að koma mér í kviksyndi. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera. Ég fæ nefnilega oft martraðir á næturnar - og ég er ekki að grínast. Þetta hefur ágerst með árunum eft- ir að ég byrjaði í sjónvarpi og fór að vera með uppistand. Þá er ég stadd- ur á sviði fyrir framan fjölda fólks, á að fara að skemmta en ég veit ekkert hvað ég á að segja. Stundum á ég að fara að spila með hljómsveit, er kom- inn á svið en kann ekki á neitt hljóð- færi. 1 verstu tilfellunum er ég naídnn £ þokkabót. Þetta er auðvitað verkefhi fyrir sálfræðing," segir Gísli og hlær sínum heillandi hlátri. Ég set mig í sálfræðistellingar og spyr hvort það geti verið feimni sem orsakar þessa drauma. „Já. Ég er það hvort sem fólk trúir því eða ekki. Þó maður reyni nú að bera sig manna- lega á skjánum er ekki alltaf inni- stæða fyrir því." Enn ein sálfræðiflækjan En gerist það stundum hjá Gísla að hann hreinlega viti ekkert hvað hann eigi að segja? „Ja, það er nú enn ein sálfræðiflækjan. Ég reyni að und- irbúa mig en yfirleitt kemst ég ekki í Ekki amaleg afmælisgjöf Sjónvarpsmanninum fannst ekki leiðinlegt að fá þessa glæsilegu Land Rover-bifreið i afmælisgjöf. gírinn fyrr en ég er kominn á svið. Ég þarf alltaf stressið til þess að byggja mig upp. Það hefur sem betur fer ekki klikkað ennþá að adrenalínið fari af stað og um leið og það gerist fæðist eitthvað. Auðvitað er ég misfýndinn en ég hef aldrei lent í því að þetta verði algjört flopp. Ég hef samt alveg lent i því að skemmta fólki sem hlær ekki mikiö. Mín besta víma - ekki það að ég hafi miMnn samanburð - er þó sú þegar ég er að skemmta fyrir fullum sal af fólki og allir hlæja." Þetta leiðir forvitni mína að öðru; Ertu bindind- is maður? „Nei, ég drekk áfengi en það er eini samanburðurinn sem ég hef. Ég hef bara allt of lítinn tíma til að drekka það - það er gallinn," segir Gísli hlæjandi. Sjálfhverfvinna Já, hann Gísli kemur víða við. En það má auðvitað ekki gleyma því mikilvægasta: fjölskyldunni en Gísli á með konu sinni Guðrúnu Huldu þrjú börn, þau Rakel Bryndísi, Rúnar og Kára „Það er ekki alltaf sem þetta fer vel saman. Ég er alveg viss um að fjöl- skylda mín yrði afar þakklát ef ég gæti til dæmis verið heima hjá mér eitt og eitt laugardagskvöld. En ég fæ ofsa- lega góðan stuðning frá þeim öllum. Þetta er stundum svolítið sjálfhverf vinna. Ég hef ofsalega gaman af vinn- unni minni og því líður mér stundum eins og þetta sé eigingjarnt af mér. En ég er auðvitað á sama tíma að draga björg í bú. Ég réttlæti þetta líka stund- um með því að ég stunda ekki golf eða annað tímafrekt áhugamál. Svo bendi ég lfka stundum á sjómenn sem eru útí á sjó vikum, jafhvel mánuðum saman. Ég reyni lfka bara að nýta tfrn- ann vel þegar ég fæ tækifæri til. Svo svindla ég líka stundum og tek strák- ana mína tvo með mér í vinnuna. Stelpan mín er orðin sautján ára svo hún treystir sér ekki með lengur." Gagnrýndur í Laugardagslögunum Eftir að hafa vakið mikla lukku í landsbyggðarþáttunum Út og suður brá mörgum í brún þegar Gísli Ein- arsson var gerður að þáttarstj órnanda Laugardagslaganna ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. „Ég held að ég hafi verið mest hissa sjálfur þegar ég var beðinn um að taka þetta að mér. Ég var lfka mjög stressaður að fara í annað hlutverk en ég hef aldrei ver- ið inni á þessari línu áður. Ég er bú- inn að heyra margar gagnrýnisradd- ir um þetta og það liggur við að fólk hafi beðið mig um að fara aftur í sveit- ina. En svona eftir fyrstu tvo þættina fannst mér ég vera búinn að átta mig á því hvað Þórhallur Gunnarsson var að meina. Þetta var hans hugmynd og ég var jafnspenntur og ég var stress- aður." Grimm athygli Sú gagnrýni á þáttinn sem Gísli talar um beindist í upphafi hvað mest að því hversu Gísli og Ragnhildur Steinunn eru ólík. „Fólki fannst asna- legt að hafa okkur þarna saman. Ég er auðvitað að draga sveitamennskuna svolítið inn í þetta en ég vona að fólk sé bara þakklátt fyrir það. Ég held að mergur málsins hafi einmitt verið sá að það hefði verið enn fáránlegra að vera með tvo eins í sama þætti. Þá er kannski alveg eins gott að hafa bara einn þáttarstjórnanda. En ég vona að fólki finnist ég gefa þættinum meiri breidd og svona í seinni tíð hef ég fengið meira og meira af jákvæðum viðbrögðum. Það tók mig þessa tvo fyrstu þætti til þess að átta mig á því hvað ég ætlaði að gera og þegar ég komst að því fannst mér þetta mjög skemmtilegt. Ég verð hins vegar var við það að þetta er miklu grimmari athygli sem ég fæ fyrir þennan þátt en Út og suður. Fólk hefur miklu meiri skoðanir á þessu. Fólk setur út á ótrú- legustu hluti." Verslar í sinni heimabyggð Ég segi Gísla frá því að áður en ég fór og hitti hann hafi nokkrir komið með óskaspurningu fyrir Gísla varð- andi fataval hans í sjónvarpinu. Það hefur nefnilega vakið athygli margra að á meðan annað gott sjónvarps- fólk velur föt sín í þekkrum tískuvöru- verslunum velur Gísli þau í mun eft- irminnilegri verslunum. Hann rekur upp hláturroku áður en hann svarar þessari furðulegu spurningu. „Já, ég versla í minni heimabyggð. Við það er ég alinn upp. Þegar ég byrjaði með Út og suður fannst mér ekíd koma til greina að vera með landsbyggðar- þátt en vera svo í fötum frá verslun- um á Laugaveginum eða Kringlunni. 1 þeim þætti hef ég alltaf verið £ föt- um frá sportvöruverslun i Borganesi - Borgarsport. í Laugardagslögunum færði ég mig hins vegar aðeins nær „Éggetveriðalveg > skelfilega geðvondur. Ég er mjög fíjótur að verða reiður. Það er ekk- ert leyndarmál og þeir sem þekkja mig þekkja það. Reiðin erhins vegar jafnfljót að renna afmér og ég er ekki langræk- innmaður" Reykjavfk og samdi við herrafata- verslun á Akranesi, verslunina Bjarg. Þar fæ ég frábæra þjónustu hjá frá- bærum konum. Þær segja mér bara í hverju ég á að vera og ég hlýði enda hef ég ekkert vit á fötum. Eg geng bara í því sem mér er sagt." Best að vera í gúmmískóm og lopapeysu Gísli segist þó vera hissa á því að hann hafi ekki heyrt neinn setja út á fötin sem hann er í í Laugardags- lögunum. „Það var hins vegar oft gert í Út og suður. Fólki fannst ég allt of sveitalegur." Ég ítreka það hér við Gísla að fólk hafi alls ekki meint þetta í neikvæðri merkingu heldur er þetta eitthvað sem fólki finnst ein-, kenna skemmtilegan karakter Gísla. „Ég hef aldrei lagt mikið upp úr því að vera eins og allir aðrir. Hins vegar líður mér alltaf best í gúmmískóm og lopapeysu. Það má líka segja að það sé svona mitt vörumerki." Þú ert alveg ekta sveitamaður Gísli, er það ekki? „Það er það fallegasta sem hægt er að segja um mig. Sveitin er auðlind sem allir virðast vera að uppgötva núna. Menn kaupa jarðir um allt land. En því miður eru jarðir orðnar svo dýr- ar að ríkisstarfsmenn eins og ég hafa ekki efni á þeim." Skelfilega geðvondur Hann kemur fólki fyrir sjónir sem léttlyndur maður. En hann hlýtur þó að eiga sér einhverjar dekkri hliðar, eða hvað? „Ég get verið alveg skelfi- lega geðvondur. Ég er mjög fljótur að verða reiður. Það er ekkert leyndar- mál og þeir sem þekkja mig þekkja það. Reiðin er hins vegar jafhfljót að renna af mér og ég er ekki langræk- inn maður. Ég segi það stundum að það sé miður því ég lendi stundum í því að verða reiður út í einhvem sem er ekki á staðnum og hugsa með mér að ég ætli sko aldeilis að láta viðkom- „ andi fá það óþvegið en svo þegar ég hitti viðkomandi - er allt púður farið úr mér. Ég er ekkert þægilegri í um- gengni en hver annar. En svo má líka finna að mér annan löst, ég er alltaf að rembast við að vera fýndinn og það kæmi mér ekki á óvart þótt það fari í taugarnar á fólki. Ætli ég sé ekki bara bestur í sjónvarpi - þá getur fólk að minnsta kosti slökkt." Kitlaði að taka við Eddunni Þættír Gísla og Freys; Út og suð- ur eru orðnir áttatíu og nýverið voru þættirnir gefnir út á DVD. Gísli seg- ist þó ekki vera viss um að þeir verði fleiri. „Ég get sagt eins og forseta- frambjóðendur: Það hafa menn komið að máli við mig." Ertu búinn, að fá nóg? „Ne..., ja... Ætli fjölskyld- an sé ekki bara búin að fá nóg. Það hefur ekki verið inikið um sumarfrí undanfarin ár og svo bætíst þetta auðvitað ofan á allt annað sem ég er að gera. En svo gæti líka verið að þjóðin sé búin að fá nóg - það getur þó verið að hún þoli eitt sumar í við- bót. En ég ætla að liggja yfir þessu fram yfir jól. Það væri auðvitað mjög skemmtilegt að gera fleiri þætti og áhorfið er mjög gott. Svo kitlaði það auðvitað að taka við þessum Eddu- verðlaunum, hálfu Edduverðlaun- um réttara sagt," segir Gísli hlæjandi „ en þættimir Ut og suður og Kompás deildu með eftirminnilegum hætti Edduverðlaunum fyrir frétta- og/ eða viðtalsþátt ársins. Það var gaman að hitta Gísla. Hann er hlýr maður, fyndinn en feim- inn. Hann er ekki eins hávaxinn og ég var búin að gera mér hugmyndir um - en þeim mun stærri karakter. Við kveðjumst með handabandi og höld- um hvort í sfna áttina. bergiind@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.