Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Ættfræði DV Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is ▼ Árið 1947varmikið slysaár á íslandi. í maílok varð mannskæðasta flugslys sem orðið hefur hér á landi er tuttugu og fimm manns fórust með Björgunarafrekið við Látrabjarg Myndin er tekin er breski togarinn Sargon strandaði við Orlygshöfn í Patreksfirði í desemberbyrjun 1948. RSftM&s^Gðr,;: skot slitnaði línan en í annarri til- raun tókst að skjóta henni yfir skipið. Komið var taug í skipið með björg- unarstól og skipbrotsmennirnir sem voru á lífi, tólf talsins, dregnir í land. Það gekk vonum framar og tók ekki nema klukkustund. Þrír skipverj- anna, skipstjóri, stýrimaður og einn háseti, höfðu hins vegar farist er þeir reyndu að róa í land, áður en björg- unaraðgerðir hófust. Skipbrotsmennirnir og björgun- armennirnar voru nú á stórhættuleg- um stað þar sem stöðugt mátti búast við klaka- eða steinhruni úr bjarginu og reyndar mátti engan tíma missa því koma varð sem flestum skip- brotsmönnum upp á Flaugarnef- ið áður en flæddi yfir urðina. Þegar komið var að vaðnum var Þórður fyrst dreginn upp á Flaugarnefið en síðan skipbrotsmennirnir, hver af öðrum og var það erfiðasti og hættu- legasti þáttur björgunarinnar. Biðin langa Þegar sjö skipbrotsmenn höfðu verið dregnir upp varð að stöðva björgunaraðgerðirnar þar sem flætt hafði að vaðstaðnum og farið var að dimma. Þeir fimm skipbrotsmenn og þrír fslendingar sem eftir voru niðri urðu að koma sér fyrir í skjóli fast við bjargið. í sautján langar klukku- stundir urðu þeir að bíða eftir fjöru og dagsbirtu. Eins urðu skipbrots- mennirnir sjö og björgunarmenn- irnir á Flauganefi að láta fyrirberast þar um nóttina. Þá nótt var þó frost- laust og að mestu úrkomulaust og seint um kvöldið höfðu þeim borist vistir og skjólklæði frá Hvallátrum. Það voru þrjár konur og eini karl- maðurinn sem eftir var á bænum sem komu þar færandi hendi en sú sendiferð var engan veginn hættu- laus enda mikil þoka á leiðinni. Á sunnudagsmorgninum var há- flóð og því ekki hægt að draga þá upp sem biðu í fjörunni. Hins vegar voru skipbrots- mennirnir sem komnir voru upp á Flauganefið dregnir upp á bjarg- brúnina og gekk það að óskum enda hafði fleiri björgunarmenn drif- ið að frá Patreksfirði, Örlygshöfn og Rauðasandi. Um hádegisbilið á sunnudegi var hafist handa við að draga þá upp á nefið sem höfðu beðið í fjörunni og lauk því verki kl. 14.30. Klukkan 17.00 voru svo allir skipbrotsmennirnir og björgunar- mennirnr komnir upp á bjargbrún- ina. Gist í tjöldum Er skipbrotsmennirnir úr fyrra hollinu náðu upp á bjargbrúnina biðu þeirra upphituð tjöld og hress- ing áður en lagt var af stað með þá á hestum heim að Hvallátrum og í / f Hlúð að skipbrotsmanni Sem kominn er í hús. Mynd Óskar Gislason - Ljósmyndasafn Reykjavíkur Mannbjörg við Látrabjarg í fréttum var þetta helst... 13.-15. desember 1947 Vart er hægt að hugsa sér hrika- legri strandstað en undir Látrabjargi sem er 14 kílómetra langt sjávarbjarg "yst við norðanverðan Breiðafjörð, frá Bjargtöngum sem eru vestasti hluti Islands, og að Keflavík í austri. Bjarg- ið er lengst af þverhnípt í sjó fram eða niður í stórgrýtta sjávarurðina en hæst er bjargbrúnin 441 metri. Það er því ekki að ástæðulausu að Jón Helgason segir í Áföngum: - „býsn eru meðan brothætt jörð brestur ekki undirfargi þar sem á hennar holu skurn hlaðið var Látrabjargi.” Togari strandar Snemma morguns föstudaginn 12. desember 1947 barst Slysavarna- félagi íslands í Reykjavík skeyti um það að breski togarinn Dhoon hefði strandað undir Látrabjargi. Haft var símasamband að Hvallátrum og menn þar á bæ beðnir um að grennslast fyrir um togarann. Fjórir menn brugðust skjótt við þrátt fyrir *mjög slæmt veður, og lögðu af stað til að glöggva sig á aðstæðum. Þannig hófst einn frægasti björgunarleið- angur hér á landi á 20. öld. Mennirnir fjórir gengu sem leið liggur inn á bjarg og sáu að togarinn var kirfilega strandaður á flösum um það bil 100 metra frá landi, undan Geldingaskorardal sem er í Bæjar- bjargi. Tveir leitarmannanna sneru þá heim að Hvallátrum til að gera viðvart en hinir tveir reyndu að átta sig á því hvort einhverjir væru enn á lífi í flakinu. -Lelðangur undirbúinn Á Hvallátrum var undirbúinn björgunarleiðangur, liði safnað af næstu bæjum og tekið til nesti, fatnaður, siglínur og sá björgunar- búnaður sem tiltækur var. Klukkan 8:30 á laugardagsmorgni voru fjór- tán björgunarmenn komnir á bjarg- brúnina. Heldur hafði hlýnað í veðri þótt enn væri hvasst og svellbungur og klakahragl gerði allt bjargsig stór- hættulegt. Nú þótti orðið afar líklegt að menn væru á lífi í flakinu sem enn var mjög heillegt enda höfðu ver- ið kveiktir eldar á hvalbaknum um nóttina. Ferðin niður í fjöruna Hin eiginlega björgunaraðgerð ■hófst á því að sigtólum var komið fyrir á bjargbrúninni þar sem tveir menn urðu eftir. Tólf menn fóru hins vegar á handvaði frá bjargbrúninni niður snarbratta grasbrekku á svo- kallað Flaugarnef sem er 150 metr- um fyrir neðar. Frá þeirri brún er 80 metra hengiflug niður í stórgrýtta urðina. Sigtækjum var komið fyrir á nef- brúninni þar sem átta menn urðu eftir. Fjórir menn sigu síðan af Flaug- arnefi og niður í stórgrýtta fjöru- urðina, þeir Þórður Jónsson og Haf- liði Halldórsson, bændur á Látrum, .Bjarni Sigurbjörnsson frá Hænuvík og Andrés Karlsson úr Kolsvík, þurftu þeir síðan að ganga með björgun- artólin rúman kílómetra í fjöruurð- -inni, slímugri og glerhálli, þar til þeir komu á móts við skipið kl. 12.30 á laugardeginum. Skipverjar dregnir í land Nú var engan veginn sjálfgef- ið að það heppnaðist að skjóta línu yfir í skipið í þessu veðri. Við fyrsta Breiðavík'og komust þeir í hús þá um kvöldið. Skipbrotsmennirn- ir úr seinna hollinu voru hins vegar svo þjakaðir að þeir urðu að gista í tjöldunum um nóttina ásamt nokkr- um björgunarmönnum. Komust þeir heim að Hvallátrum kl. 13.00 á mánudag. Björgunarleiðangurinn hafði þá staðið yfir á þriðja sólahring og höfðu flestir björungarmennim- ir unnið hvíldarlaust í 56 klukku- stundir. Einstæð heimildarmynd íslensldr fjölmiðlar og BBC greindu ffá björguninni um leið og fféttir bárust. Það er svo enginn hörg- ull á heimildum um þennan merka atburð. Óskar Gíslason kvikmynda- gerðarmaður fór ári síðar vestur til að gera heimildarmynd um björgunina. I byrjun desember 1948 vom Óskar og björgunarmennimar komnir á vett- vang til að sviðsetja og lcvikmynda at- -M Douglas Dakota-flugvél sem rakst á Hestfjail við Héðinsfjörð. Sama vor fórust tvær aðrar flugvélar og með þeim sex manns. En árið greinir einnig frá björgunarafrekum og þar á meðal einu frækiiegasta björgunarafreki íslands- sögunnar: Björgunaraf- rekinu við Látrabjarg 13.- 15. desember. Þar iögðu æðrulausir menn allt í söiurnar og framkvæmdu fumlaust hið ómögulega: hrifsuðu tólf mannslíf úr heigreipum Ægis undir Látrabjargi við ótrúlega erfiðar og hættulegar að- stæður. burðarásina við Geldingarskorardal. Þá fengu björgunarmennirnir útkall vegna breska togarans Sargon sem strandað hafði við Örlygshöfn í Pat- reksfirði. Áður en Óskar vissi af vom björgunarmennirnir lagðir af stað á slysstað enda tóku þeir raunveruleik- ann ffam yfir leikna kvikmynd. Óskar fylgdi þeim eftir og náði einstæðum lcvikmyndaupptölcum og ljósmynd- um af raunverulegu björgunaraffeki þar sem sex skipveijum var bjargað en ellefu fómst. Heimildarmynd Ósk- ars, Björgunaraffekið við Látrabjarg, er því einstæð og líklega ein merkasta heimildarkvilcmynd sem gerð hefur verið hér á landi. Heiðursmerki og minnisvarði ítarleg frásögn af björguninni við Látrabjarg er í einu af ritum Steinars J. Lúðvíkssonar, Þraut- góðir á raunastund. Þá er afar ítar- leg og greinargóð lýsing á allri atburðarrásinni í Árbók Barða- strandarsýslu árið 1948, eftir Sigur- björn í Hænuvík en þrír synir hans tóku þátt í björgunaraðgerðunum. Bretar kunnu vel að meta þá karl- mennsku og það æðmleysi sem ís- lensku björgunarmennirnir höfðu sýnt enda voru þeir sæmdir ýms- um æðstu heiðursmerkjun breska heimsveldisins. Árið 1997 var reistur minnisvarði um þetta einstæða aff ek á brún Geldingaskorardals. Ýmsir þeirra sem tóku þátt í björg- uninni em enn á lífi. Má þar nefna Árna Helgason á Patreksfirði sem þá bjó á Látmm, bræðurna Björgvin og Agnar Sigurbjörnssyni ffá Hænuvík og Halldór Ólafsson ffá Látrum sem nú er í Reykjavík. Við skulum í lok- in inna Árna eftir þessum atburði og minningum hans þar að lútandi: „Þeir komust heilir heim." „Jú, jú. Ég var einn þeirra fjórtán sem komu á bjargbrúnina á laug- ardagsmorgninum, fór svo niður á Flauganef en var síðan í því að koma vistum og hlífðarfötum á staðinn og tók þátt í því að draga mennina upp." Var erfitt að draga þá upp? „Nei, nei. Þá vomm við orðnir það margir. En það varð að draga mennina mjög hægt upp enda voru þeir alls óvanir svona ferðamáta og afar máttvana. Bátsmaðurinn var sá eini sem gekk sjálfur og óstuddur eftir að upp var komið." Lá ekld oft við að illa færi? „Jú, jú, það kom ýmislegt upp á við þessar erfiðu aðstæður. En það voru einkum tveir eldri menn sem sáu til þess að þetta gekk allt upp, þeir Daníel Eggertsson og Hafliði Halldórsson frá Látmm sem stjóm- uðu siginu og drættinum, uppi og niðri. Þeir vom vanir sigmenn og kunnu til verka. Án þeirra hefði þetta líklega ekki gengið. Auðvitað gerðum við einhver mistök en mönnunum tólf var bjargað og þeir komust heilir heim. Það var fyrir mestu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.