Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Síða 46
44 FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað PV II L. WIIUI I II II HJJKJl I IJJUI I Skata sem álegg Fyrir þá sem eru aðdáendur og þolendur þess að neyta kæstrar skötu er tilvalið að nýta afganginn af þorláks- messuskötunni. Aðferðin við að gera álegg úr skötu er sú að blanda saman soðinni skötu að 2/3 og soðnum kartöflum að 1 /3. Siðan er notaður vestfirskur hnoðmör eöa hamsatólg eftir smekk. öllu er stappaö vandlega saman í kássu og hitað upp aö suöu. Réttinum er siðan skipt niður í form og látið kólna.Tilvalið er að nota réttinn sem álegg á rúgbrauð eða flatkökur. Harðsvíruðustu skötuaðdáendurnir borða þetta einfaldlega eitt og sér. L Hnetusteik Ekki örvænta þótt þú borðirekki hina heföbundnu jólasteik, gerðu þfna eigin gómsætu jólasteik. I góöa hnetusteik þarf, sætar kartöflur, sellerirót, kartöflur, linsur, bygg, cashewhnetur, jarðhnetur, tómatpúrré og krydd. Hráefnunum er blandað vel saman, sett (form og inn ( 200°C heitan ofninn. Jólasteikin er bökuö í um það bil 40 mlnútur, þá er hún tekin úr forminu og bökuð áfram ( 10 mínútur. Gott er hafa waldorfsalat, sveppasósu, rauðkál, fullt af fersku grænu salati, bakaða kartöflubáta og allt sem ykkurfinnst gott með steikinni. Bæloirí jólapakkann Matreiðslubækur eru hentug gjöf handa þeim sem á allt. Nú fyrir jólin er að koma útfulltafflottum (slenskum matreiðslubókum sem vert er að kíkja á. Meðal þeirra eru bækumar Allt gott úr eldhúsi Gestgjafans, Seinni réttir -fleiri uppskriftir úr fórum Jóhönnu Vigdísar og bókin Eldað í dagsins önn eftir Stefaníu Valdísi Stefánsdóttur. Allar eiga þessar bækur það sameiginlegt að vera með einfaldarog heimilislegar uppskriftir sem henta öllum. Ein góð Mikið er um nýjungar i matseldinni en fyrir þá sem vilja halda í góðar hefðir kemur hér klassísk jólakaka. 8 dl hveiti, 3 dl sykur, 125 g smjörlíki, 3 tsk. lyftiduft og 3 egg. Hafa skal smjörlíkið mjúkt en ekki brætt. Blandaðu öllu vel saman og settu deigið í tvö smurð formköku- form og bakaðu við 175°C til 200°C. PORTVtNSSOÐINN KALKÚNN MEÐ BEIKONI, LAUK OG SVEPPUM Fyrir 10 • 1 kalkúnn, 4-5 kg • 1/2flaskapúrtvín • 2 msk. balsamedik • 1 tsk. tómatmauk (purée) • 2 lárviðarlauf • 1 tsk. tímían • Salt og nýmalaður pipar • 3 beikonsneiðar, skornar í bita • 2 laukar, afhýddir og skornir (báta • 1 1/2askjasveppir • 2msk.olía • 2-3 dl vatn • Sósujafnari • 50 g smjör Setjið kalkún í steikarpott ásamt púrtvíni, balsamediki, tómatmauki, lárviðarlaufum og tímíani og krydd- ið hann með salti og pipar. Látíð beikon, lauk og sveppi krauma í olíu í 2 mínútur, hellið síðan í steikarpott- inn og leggið lokið yfir. Steikið í ofni við 150°C í 1 klst. íýrir hvert kg eða þar tíl kjarnhití hefur náð 71°C. Sigtíð þá soðið í pott og bætið vatni saman við, þykkið með sósujafnara. Bæt- ið smjöri í pottinn og hrærið í þar til það er alveg bráðnað. Smakkið sós- una til með salti og pipar og ef til vill kalkúnakrafti. Berið kalkúninn fram með sósunni, grænmeti og til dæmis sætum kartöflum. Matreiðslumeistarinn Úlfar Finnbjörnsson Uppskriftin birtist ( jólablaði Gestgjafans. Portvínssoðinn kalkúnn Með beikoni, lauk og sveppum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.