Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 47
r I DV Helgarblað FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 45 I I I Wj I Það gilda sömu „reglur" um vín með jólamatnum og meðlæti. Fáðu þér það sem þú vilt og þér finnst passa. Nokkur viðmið þó. Hangi- kjöt fer illa með allt vín. Gewurztraminer eða Pinot Gris frá Alsace er líklega vænlegast eða þurrt sérrí, Tio Pepe (2.140 kr). Sjálfur mæli ég með bjór eða malti og appelsíni. Ham- borgarhryggur er líka erfiður en þar kemur bæði rautt og hvítt til greina. pAlmijónasson Sjálfur hef ég notað Shiraz frá Ástralíu eða gott Rioja-vín. Kalkúnn býður einnig upp á ótal möguleika í hvítu og rauðu. I öllum tilfellum er það með- lætið sem skiptir máli. Það er oft bæði súrt og sætt sem gerir vininu lítinn greiða. egarkemuraðvillibráð B*"^09 oðru úrvalskjöti er Jkomið að því besta i ¦n^^skápnum eða þvi fínasta sem þú hefur efni á. Gæðakjöt kallar á gæða- vín. Stóru vínin frá Bordeaux og Búrgúnd koma fyrst upp í hug- ann. Sjálfur er ég mikill aðdáandi ítalskra vina en nýjaheimsboltar úr Cabernet og Shiraz koma einnig sterklega til greina. Því betra - því betra! Marchese Antinori Chianti Classico Riserva 2003 Antinori-fjölskyldan hefur búið í Chianti frá 13 öld og Giovanni di Piero Antinori var þar skráður víngerðar- maður 1385. Afkomandi hans og nafni, markgreifinn Piero Antinori, hefur stýrt fyrirtækinu afar farsællega undanfarna áratugi. Hann er stundum kallaður faðir Ofur Toskana-vínanna en hann setti Tignanello á markað 1971, án Chianti Classico-merkingar. Antinori er stærsta víngerðarhús Italíu í einkaeigu og framleiðir 18 milljónir flaskna árlega. Marchese er úr Sangiovese (90%) og Cabernet Sauvignon (10%). Einstaklega góð angan af súkkulaði, leðri, dökkum berjum, kaffi, plómum og sveskjum. Súkkulaði, sveskjur, döðlur og kirsuber i munni. Bragðgott vín sem lifir lengi í munni. Afbragðs gott vín á afar góðu verði. ••••• 2.090 krónur. Fontodi Chianti Classico 2004 Fontodi kemur úr latínu og merkir gosbrunnur Óðins en á þessum slóðum hefur verið vínrækt allt frá dögum Rómaveldis. Manetti-fjölskyldan framleiðir margvíslegan varning en sonurinn Giovani Manetti sér um vínræktina sem er skemmtileg blanda hefða og nýjustu tækni. Ekrur fjölskyldunnar eru í Gullnu skálinni (Conca d Oro) í 400 metra hæð yfir sjávarmáli, suður af bænum Panzano ÍToskaníu. Vínið batnaði við öndun og myndi líklega batna við nokkur misseri í kjallaran- um. Lagað úr Sangiovese-þrúgunni og látið liggja í frönskum eikartunnum í 1 ár. Blómaangan í nefi með lakkrís og bláum Opal. Rúsínur, kirsuber, eik og bóndabær í munni með kröftugu tanníni og eik. Eftirbragðið langt og sætt. Verið er að taka 2005-árganginn í verslanir og hann fær ekki síðri dóma. Góður ítali á ágætu verði. 1.890 krónur. Æ d'Arenberg Footbolt Shiraz 2004 Það eru ekki mörg fjölskyldufyrirtæki i vingerð en þetta er sannarlega eitt þeirra. Bindindismaðurinn Joseph Osborn keypti fyrirækið 1912 en hann var framkvæmdastjóri vínfyrirtækisins Thomas Hardy & Sons. Sonur hans tók við rekstrinum 1943 og sonarsonurinn, Francis d'Arenberg hætti í skóla 16 ára til að hjálpa sjúkum föður sínum. Hann tók við rekstrinum 1957 og innleiddi rauða strikið sem hefur einkénnt flöskurnar æ síðan. Sonur hans, Chester d Arenberg Osborn, varð aðalvíngerðar- maður 1984 og þeir feðgar stýra enn rekstrinum. Vínið heitir Footbolt eftir veðhlaupahestinum sem gerði stofnandanum kleift að kaupa víngerðina. Angan af dökku súkkulaði, dökkum berjum, rúsínum, kryddi og kirsuberjum. Bragð af dökkum berjum, pipar, leðri, tóbaki, mold, rúsinum, kaffi og villtum kryddjurtum. Lokað í upphafi en tók hressilega við sér við öndun. Batnar örugglega enn frekar við geymslu. 1.790 krónur. Jón Rafnsson MATGÆÐINGURIINTj\ „Ég ákvað nú að vera ekki með neina eldhússtæla. Það eru allir bún- ir að ákveða hvað þeir ætla að hafa í matinn á næstunni svo ég er með nokkrar salatuppskriftir. Þetta eru salöt sem passa rosalega vel með köldu kjöti og ég geri þau alltaf um jólin, er reyndar mjög oft búinn að búa þetta til á Þorláksmessu," segir Jón Rafhsson, matgæðingur vikunn- ar. Aðspurður segir Jón þetta svo sem enga hefð á sínu heimili. „En okkur finnst þetta samt ómissandi svo það má kannski fara að kalla þetta hefð. Þessi salöt passa, eins og ég sagði, sérlega vel með köldu kjöti, til dæmis hamborgarhrygg eða óreyktu svína- kjöti, lambi, kalkún og rjúpum." Rauðrófu-tsatziki • 4-6 sneiðar (eða meira ef vill) rauðrófur (í krukkum), saxaðar. • 100 g fetaostur og ég nota gjarnan feta I kryddlegi, finnst það gefa gott bragð. • Vi rauðlaukur, fínt saxaður • 2 dl hrein jógúrt • Salt og pipar eftir smekk (ég sleppi því oftast) • Allt maukað gróflega saman. Piparrótarsalat • 1/4hvltkáls-(eðarauðkáls-)haus • 1 blaðlaukur • 1 miðlungsstór krukka rauðrófur (má sleppa) • 1 grænt epli Allt skorið fi'nt niður og blandað saman. • Um það bil 1 dós sýrður rjómi • 2-4 msk. piparrótarmauk í pökkum • 2-3 msk. dijon-sinnep • 1 tsk.Worchestershire-sósa • 1 tsk. HP-sósa • Smá majones • Saltog pipar-égsleppi oft salti og plpar. öllu blandað saman og þetta geymist í viku til tíu daga í kæli. Þetta salat er gott með hamborg- arhrygg og öðru reyktu kjöti. Ég mæli með þessu salati með reyktri klaustursbleikju og grófu brauði og það stendur nú bara alveg sem foréttur ef út í það er farið. Læt hér einnig fylgja með sfldar- salatuppskrift sem ég sá einhvern tíma í Gestgjafanum og hef gert hana í nokkur ár. Þetta er algjörlega ómiss- andi á milli jóla og nýárs og svo ég tali nú ekki um áramótin. Karrísíld • Um það bil 6 síldarflök eða kryddsíld í bitum (ég nota kryddsíldina meira, finnst hún gefa skemmtilegt bragð) • Um það bii 1 laukur, ekki stór • 3-5 msk. sætt mango chutney • 1 msk smátt saxaður engifer • 2 msk. (eða meira eftir smekk) milt karrí-paste • Matarolía, ekki mikið, kannski 1 msk. • Ef vill smá chiliduft eða smátt saxaður ferskur chillipipar Öllu blandað saman í skál og best þegar það er búið að vera í ísskáp í nokkra t íma. Gott með rúgbrauði og smjöri. „Ég cetla að skora á vin minn, hann Leone Tinga- nelli, sbngvara og lagasmið, að koma nœst með einhverja flotta ítalska uppskrift. Það er, efhann geturgefið sér tíma frá önnum vegna kynning- ar á nýju plbtunni sinni sem var að koma út núna um dag- inn. Hann er algjör snillingur í pastaréttum, en látum hann ráða." I + ^UMARHJJSm f f I S y"\ l mmamum) Humarhúsið • Amtmannstíg í • 101 Reykjavtk • Sími: 561 3303 • humarhusid.is ^mAURÁHI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.