Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Side 56
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 Helgarblað PV INNILtG TÚLKUN KRUMMA OG LÁRU SVEINSDÓTTUR Sem Jesú á krosslnum og María Magdalena. Borgarleikhúsiö frumsýnir tuttugasta og áttunda desember rokksöngleikinn Jesus Christ Superstar í leikstjórn Björns Hlyns. Meö hlutverk Jesú fer söngvarinn Krummi, i hlutverki Júdasar er Jens Ólafsson og með hlutverk Maríu fer Lára Sveinsdóttir. Ljósmyndari DV fékk að kíkja inn á æfingu og undirbúning í Borgarleikhúsinu en verið er að leggja lokahönd á verkið. Jesus Christ Superstar er sígild rokkópera eí'tir þá Tim Rice sem samdi textann og Andrew Llovd Webber sem sá um tónlistina frá árinu 1970. Verkiö segir frá síðustu vikunum í lífi Jesú Krists og varpar ljósi á samband hans og Júdasar Ískaríots sem er ekki sáttur við þá stefnu sem Jesús hefur markað. Munurinn á þeim Júdasi og Jesú er sá að Júdas er mun jarðbundnari og skilur þ\ í ekTi Jesú sem hefur tilhneigingu til að sjá hlutina í stærra samhengj og fyigja guðlegri köllun sem leiðir til krossfestingar. Boðskapur verksins er klassískur og hefur Jesus Christ Superstar veriö settur upp um allan heim í hinum ýmsu útfærslum. Þess má geta að nýjasti islandsvinurinn Sebastian Bach, söngvari Skid Row, er meðal fjölmargra sem túlkaö hafa Jesú í erlendum uppfærslum í gegnum tíðina. OV MYNDIR STEFAN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.