Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Síða 61
DV Helgarblaö FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2007 61 ÞRJÚÁRAÐTAKASIGTIL Þetta erstaðreynd sem gæti komið virkilega á óvart en konur eyða nær þremur árum af ævinni í að hafa sig til áður en þær fara út úr húsi. Meðaltími sem kona þarfnasttil að skoða sig í speglinum, skipta um föt nokkrum sinnum og farða sig áður en farið er út á lífið er ein klukkustund og tólf mínútur. Bættu við þetta 40 mínútum sem konur verja í að taka sig til á hverjum morgni. Samanlagt gerir þetta tvö ár og níu mánuði sem hver kona eyðirað meðaltali i að hafa sig til yfir ævina. Rannsókn í Bandaríkjunum leiddi það í Ijós að þegar kona fer út eyðir hún 22 mínútum i sturtu og í að raka á sér fótleggina, sjö mínútum í að bera á sig rakakrem, tuttugu og þremur mínútum í að blása og stílisera á sér hárið, 14 mínútum í að setja farðann og og að lokum sex mínútum í að klæða sig. Þessi tími á kannski ekki við um allar konur en nokk- uð er víst að miðað við þann tíma sem konur eyða að meðaltali í að líta vel ut skiptir útlitið máli. Sólveig í Airbrush & makeup gallery, Dalshrauni 11 í Hafnarfirði, tók sig til og sýndi okkur fallega förðun sem gæti hentað þér yfir hátíðarnar. Sólveig sem selur förðunarvörurnar NYX býður upp á förðun við öll tækifæri, einnig tók hún nýlega í notkun glænýjan brúnkuúðaklefa sem er þétt setinn fyrir jólin enda finnst mörgum notalegt að ná sér í smá brúnku í skammdeginu. Jólaförðun NYX þessi jólin samanstendur af vel völdum litum sem henta þessari glæsilegu stúlku. Sólveig leiðir okkur í gegnum þessa glæsilegu hátíðarförðun. ■ Ég notaði farða númer lO.True Beige, og Magic Wand, þaraðauki notaði ég hyljara númer 3 á þá staði sem henni fannst þurfa.Til dæmis undir augu, og kringum nef. Því næst blandaði ég þessu vel saman svo ekki kæmu skil. ■ Á augabrúnir notaði ég Eyebrow Cake Powder, box númer 3 sem eru mjög fallegir og eðlilegir litir fyrir augabrúnirnar. ■ Á augun notaði ég TRIO-augnskuggabox númer 20, sem er sett saman af þremur mismunandi lit- um sem eru: white pearl, silver og charcoal. Þetta er einstaklega falleg litasamsetning og hentarvel fyrir þær sem vilja vera áberandi um hátíðarnar. ■ í dýptina á augnskyggingunni notaði ég svartan augnskugga, ESOl. ■Til að ramma augun betur inn og gera þau meira áberandi setti ég svartan Jumbo-blýant nr 601 innanáaugnhvarmana. ■ Undir augun notaði ég sömu augnskugga og lét þá blandast vel saman við blýantinn. ■Til þess að gera fórðunina meiri„glamúr" setti ég Ultra Pearl Eyeshadowá mitt augnlokog undir augabrúnir. ■„Eyelinerinn" ákvað ég að hafa breiðan og áberandi. ■ Ég notaði gerviaugnhár númer 115, og maskar- aði svo saman augnhárln með svörtum maskara (Doll Eye Long Lash). ■ Til þess að setja punktinn yfir i-ið setti ég silfur- litan Candy Glimmer Eyeliner fyrir ofan eyeliner- llnuna. ■ Ég skyggði andlitið með sólarpúðri númer 2, undir kinnbein, meðfram hárlínu, kjálka og niður háls og á bringu. ■Til þess að fá frísklegra útlit notaði ég bleikan Mosaic-kinnalit, Paradise númer 6. ■Til að móta varirnar notaði ég blýant nr 843, Cit- rene, og bleikan varalit númer 118, Chakra. ■ Til þess að fá mikinn glans á varirnar notaði ég Super Volume-varagloss.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.