Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 20. APRtL 2007 HelgarblaO PV Tónlistarakademía DV segir Hlustaðu á þessa! Ferðasót - Hjálmar Solo Noi - Dísella Óheflað málfar - Dabbi T. Rolled Gold - Rolling Stones Oh By the Way - Pink Floyd Þjóðverjinn Patrick Chardronnet ætlar að skemmta dansþyrstum íslendingum á B5 í Bankastrætinu annað kvöld. Þetta mun vera fyrsti gleðskapurinn á vegum hins ný- stofnaða fyrirtækis Jóns Jónssonar. að maigra mati besa danslag ársins, lagið Eve by Night. Hárlokkur Lennons seldur Hárlokkur úr John Lennon seldist á tæpar þrjár milljónir króna á uppboði á dögunum. Hárlokkurinn sem um ræðir var llmdur inn (bók sem Lennon gaf hárgreiðslukonunni sinni en 1 hana er letrað:„Til Bettyar, fullt af ást og hári, John Lennon xx." Það var ónafngreind- ur bjóðandi sem hringdi inn ( Gorringers-uppboðshúsið þar sem uppboðiö fór fram og bauð heila fjörutíu og átta þúsund dollara i háriö sem var mun meira en uppboðshald- arar bjuggust við en þeir höfðu reiknað með tæpum þrjú hundruö þúsund krónum. Tónlelkar íNewYork Eftir að Led Zeppelin hélt frábæra tónleika i London á dögunum er strax farið að ræða um tónleikaferðalag á næsta ári. Nýjustu heimildir herma að nánast sé búið að staðfesta tónleika I Madison Square Garden I New York I mars eða maí á næsta ári. Þetta mun vera merkilegur staður fyrir Led Zeppelin að halda tónleika á þar sem seldist upp á þrenna tónleika sveitarinnar þar árið 1973. Einnig er þaö haft eftir félaga hljómsveitarmeð- lima aö þeir séu farnir að tala um að spila á stórum tónlistarhátiðum á borö við Glastonbury og Knebworth. Wedderíkvik- myndunum Söngvari Pearl Jam, Eddie Wedder, er iðinn við að semja kvikmyndatónlist þessa dagana en um þessar mundir heyrist tónlist hans hljóma i kvikmyndinni IntotheWild í leikstjórn Seans Penn. I þetta skiptið ætlar hann hins vegarað taka höndum saman við John Legend fyrir heimildar- mynd Howards Zinn sem nefnistThe People Speak. Myndin er byggð á bókinni A People's History Of the United States. Matt Damon, Marisa Tomei, Danny Glover og Viggo Mortensen leika aðalhlutverk myndarinnar. Skemmtanaglaða fýrirtækið Jón Jónsson mun slá upp sinni fyrstu teiti annað kvöld, 15. desember, á B5 í Bankastrætinu. Að sögn með- lima verður boðið upp á taktfasta skriðtæklingu í bland við fría drykki en það eru þeir President Bongo, Sexy Lazer og Jack Schidt sem eru mennirnir á bak við Jón Jónsson. „Málið með okkur er að það er alltaf einn ums, einn aks og einn partíl og svo bætirðu bara Jón fyrir aftan og þá færðu út stemninguna hjá oklcur þremur," segir President Bongo og bætir við: „Það hefur ver- ið bætt alveg allhressilega við hljóð- kerfið á B5 og þetta stefnir í að verða bara með flottari klúbbum lands- ins." Þremenningarnir eru stoltir af því að hefja starfsemi sína með trompi en aukþeirra Bongos, Lazers og Schidts ætlar þýski plötusnúður- inn Patrick Chardronnet að þeyta sldfum. Hræðilegt kvöld í Los Angeles Chardronnet er öllum tónlistar- grúskurum vel kunnugur þar sem hann átti einn vinsælasta danssmell síðasta árs, Eve By Day, og hefur hann því skapað sér fastan sess inn- an danstónlistargeirans. „Ég byrjaði að gera tónlist fyr- ir tæpum átján árum. En þá keypti ég mér minn fyrsta syntheziser af gerðinni Prophet 600 og hann fékk mig til að byrja að búa til hljóð," seg- ir Chardronnet sem kemur frá Suð- ur-Þýskalandi. „Ég kem frá mjög ró- legum hluta Þýskalands sem kallast svarti skógurinn og er umlukinn trjám." Sjálfur lýsir Patrick tónlist sinni sem „emotional"-danstónlist en hann lék einmitt tónlist sína á Air- waves-hátíðinni í október síðast- liðnum á Barnum. Spurður um eft- irminnilegasta giggið sem hann hafi spilað er Patrick ekki lengi að svara: „Það var þegar ég var að spila í Los Angeles. Það var gjörsamlega hræði- legt. Sá sem sá um að kynna giggið mitt þarna úti var alveg kolklikkað- ur og hann bókaði mig á stað sem er eingöngu sóttur af svartmáluðum gothurum og á endanum kom lög- reglan og stöðvaði allt því það kom í ljós að staðurinn var ekki einu sinni með veitingaleyfi." Eyðir gamlárskvöldi með ömmu Þegar spjallið berst að íslenskri tónlist á Patrick ekki í vandræðum með að nefna sína uppáhaldstónlistarmenn hérlendis. „Eg elska múm, svo ffla ég líka mjög vel röddina og tónlistina hans Daníels Ágústs. Þar eru sko góðir hljómar á ferðinni. Ég á mér reyndar líka uppáhaldsstað á íslandi en það er heima hjá President Bongo," segir hann hlæjandi. Patrick er ekki einn þeirra sem ætla sér að vinna og spiia tónlist á gamlárskvöld heldur er hann með allt önnur plön: „Ég ætía að eyða gamlárskvöldi með ömmu minni en hún er m'utíu og fjögurra ára. Svo spila ég fyrsta giggið mitt á nýju ári 5. janúar í Bergara og svo fer ég til Berlínar," segir Patrick. Aðspurður hvað Patrick ætíi sér að gera á íslandi fýrir utan það að spila á B5 svarar hann hress: „Ég er ekki alveg með það á hreinu en það gæti vel verið að ég endi bara á djamminu með forseta íslands." Gleðskapurinn á B5 hefst stund- víslega klukkan tíu og er aðgang- ur ókeypis. Meðlimir Jóns Jónsson- ar vilja að lokum benda fólki á að mæta í vel pússuðum dansskóm. Keypti á dögunum rándýra fasteign i New York. Jay-Z lætur sífellt meira á sér kræla í viðskiptum: Blaðið The New York Post greindi frá því í vikunni að rapparinn Jay- Z hefði, ásamt hópi fjárfesta, fest kaup á rándýrri fasteign í Chels- ea-hverfi í New York. Fjárfestarnir sem eru undir forystu rapparans mynda hóp sem kallar sig J-hotels og lögðu þeir út 66 millj ónir dollara til þess að kaupa húsið. Samkvæmt heimildum The New York Post hefur Jay-Z í hyggju að opna annaðhvort rándýrt lúxushótel í byggingunni eða fágaðan og fok- dýran listasal. „Þetta er alveg stórkostleg fasteign í frábæru hverfi," segir Scott Shnay, einn af viðskiptafélögum rapparans. Jay-Z hefur áður ekki haft mikil afskipti af hótel- eða listabransanum, en fyrir á hann keðju íþróttabara undir nafninu 40/40, einn í New York, einn í Atlantic City, einn í Tókýó og einn á Macau. Þá átti hann einnig fatamerkið Rocawear sem hann seldi fyrir rúmar 204 milljónir bandaríkjadala á árinu og er forstjóri útgáfufyrirtækisins Def Jam. Nýlega gaf hann út plötuna American Gangster, eftir samnefndri kvikmynd, en ljóst er að Jay-Z er fleira til lista lagt en að ríma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.