Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.2007, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR14.DESEMBER2007 SíöastenekkislstDV ALGJORJOLASVEINN Freyja Haraldsdóttir er vel að þvf komin aö fá fullt hús stjarna í þessari viku. Freyja hefur vakið mikla athygli fyrir baráttuþrek og jákvætt hugarfar sem hefur skilað henni ótrúlega langt. Freyja var valin kona ársins af tímaritinu Nýju lífi og var sannarlega vel að því komin. Freyja segir einstaka sögu sfna á einlægan hátt í bókinni Postulfn sem kom út fyrr f haust. Björgunarsvaitamenn landsins fá þrjár stjörnur í þessari viku frá DVfyrir fórnfúst og ótrúlega óeigingjarnt starf. Óveður hefur geisað í þessari viku og fólk komist í hann krappan vfða. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar verið tilbúnir til aðstoðar, nótt sem dag, og bjargað fólki í ógöngum auk þess sem þeir hafa sinnt mörg hundruð útköllum vegna eignatjóns. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir utanrfkisráðherra fær tvær stjörnur f þessari viku fyrir að taka vel á framkomu bandarfskra landamæra- varða gagnvart Erlu Ósk Arnardóttur Lilliendahl. Erla Ósk var meðhöndluð eins og stórglæpamaður við komuna til New York og hefur Ingibjörg Sólrún lýst því yfir að slfk framkoma verði ekki liðin. Hún ætlar að fara fram á formlega afsökunarbeiðni frá Bandarfkjastjórn. Þaðerjákvæð þróun að fslenskir stjómmálamenn standi f lappirnar gagnvart Bandarfkjastjórn. Monique Martin, körfuknattleiks- kona úr KR, fær stjörnu í þessari viku. Martin skoraði sextfu og fimm stig f leik gegn Keflavík á miðvikudags- kvöld. Með þvlsetti hún glæsilegt met, þar sem enginn leikmaður hefur skorað eins mörg stig f leik (efstu deild kvenna. Martin hefur farið fyrir liði KR sem er nýliði deildinni og situr á toppi deildarinnar ásamt Keflavfk. Björgvin Halldórsson vann enn einn stórsigurinn á söngferli sínum þegar hann fylltd Laugardalshöllina í þrígang á ár- legum jólatónleikum sínum nú fyrir stuttu. Björgvin segir tón- leikana bara eiga eftir að verða betri og betri og að nýir kraftar muni bætist við hópinn á hverju ári. Erlendir sem innlendir. Hver er maðurinn? „Björgvin Halldórsson, tónlistarmað- ur frá Hafnarflrði." Hvað drífur þig áfram? „Lífið, fjölskyldan, vinirnir og tónlist- in." Hver eru þín áhugamá)? „Þau eru fjölmörg. Þau helstu eru tón- list, ferðaíög og kvikmyndir og ekki má gleyma hljóðfærasöfhun." Af hverju ert þú stoltastur? „Börnunum mínum og fjöslkyldu." Hefur þú búið erlendis? „Já, ég bjó um tveggja ára skeið í Eng- landi. Það var skemmtilegt." Uppáhaldsstaður? „Erlendis er það ftalía og á íslandi er það hugsanlega þar sem ég er hverju sinni." Besti matur? „ítalskur kemur mjög sterkur inn. Annars er ég lfka veikur fyrir ind- verskum mat og alls konar „fusion"- mat þar sem áhriffrá mörgum heims- hlutum renna saman." Neyðarlegasta atvikið sem þú hefur lent í á ferlinum? „Ætli það sé ekki þegar ég datt fram af sviðinu á sveitaballi fyrir austan. Við vorum í svaka sveiflu og ég missteig mig og datt um snúruflækju og lenti ofan á borði hjá nærsitjandi gestum. Ég stóð reyndar upp og kláraði lagið á gólfinu." Hvernig var tilf inningin að fylla Laugardalshöllina í þrígang? „Það var ógleymanleg tílfihning. Þar er erfitt að útskýra þá strauma sem streymdu frá áhorfendum upp á svið til okkar flytjendanna. Þessa tilfinn- ingu skilja þeir sem standa á sviði að atvinnu. Við erum öll svo þakklát fyrir þessar frábæru móttökur. Góða skap- ið í gestum mínum var það sem fyliti bikarinn." Verður þú betri með árunum? „Ég er alveg klár á því að maður verð- ur betri með árunum. Núna er maður búinn að læra tökin á þessu en er enn að læra. Maður er alltaf að læra." Megum við búast við jólatón- leikum á hverju ári? „Það er á hreinu. Við gáfum það út á fyrstu auglýsingunum að þessir „JÓLAGESTIR" verða árlegir tónleik- ar. Þeir eiga bara efrir að verða betri og betri og nýir kraftar bætast við hópirin sem og ný lög. Erlend sem innlend. Við eigum líka eftir að brydda upp á ýmsum nýjungum sem eiga eftír að vekja athygli og ánægju." Ert þú mikið jólabarn? „Ég er algjör jólasveinn, ef þú veist hvað ég meina. Jólin eru góð hátíð í skammdeginu." Hvað borðarþú í jólamatinn? „Kalkún, hangiket og búðinga." Hvað erfram undan? „Nú er efst á listanum að kynna nýju jólaplötuna sem heitir Jólagestir 4. Þar koma margir flytjendur fram ásamt mér. Þeir eru meðal annars Garðar Thor Cortes, Svala dóttir min, Edgar Smári, Stefán Hilmars, Sigga Bein- teins, Eyjólfur Kristjánsson, Björgvin Franz ásamt Gospelkór Reykjavíkur. Þetta er framhald af Jólagestaplö't- unum mínum sem.koma nú út allar þrjár með aukalögum í hátíðarbún- ingi., en þessar plötur hafa ekki verið til lengi. Þar er að finna mörg af uppá- haldsjólalögum landans." Er þig ekkert farið að lengja eftir að börnin þín geri þig að afa? „Ég á þrjú börn og er nú þegar orð- inn afi. Elsti sonur minn Sigurður Þór gerði mig að afa á undan Svölu og Krumma. Afastúlkan heitir Þór- unn Lea." Hver er draumurinn? „Vakna hress á morgun við góða heilsu og reyna að gefa betur af mér og verða betri maður." SANDKORN ¦ ErpurEyvindarsonfórígang með nýjan þátt á dögunum, Þrist- inn sem er sýndur á Sirkus. Eins og eflaust margirvita fórGeirÓl- afsson, einn viðmælenda Erpsíþætt- inum, fram á aðhansvið- talyrðitekið úrsýningum vegna óvið- eigandi myndbrota, sem voru birt með viðtalinu. Erpur og Geir deildu svo um málið í íslandi í dag og úr varð eitt besta sjón- varpsefiii sem sést hefur lengi. Erpur hefur ávallt verið duglegur við að smða fólk sem sjónvarps- maður, en margir muna eflaust eftírþvíþegarPállArason reður- gjafi rauk út úr viðtali hjá honum þegar Erpur srjórnaði þættínum Islenskri kjötsúpu. Einnig fékk formaður íslenskra þjóðernis- sinna sig fullsaddan á spurning- um rapparans og rauk út, eða fyrst inn í kústaskáp og svo út, með orðunum „Hvar kemst mað- ur út úr þessum andskota?" ¦ BfrgittaBirgisdóttfrleikkona og eiginkona Örvars í múm, er komin í faðm síns heittelskaða en hún hefur undanfarið verið gra- sekkja á meðan Örvar hefur verið á tónleika- ferðalagi. Hljómsveitin Seabear er hirðhljóm- sveit múm á Evróputur sveitarinnar og segir sag- an að Birgitta ætli að koma fram með Seabear og syngja með þeim eitt lag. Þetta mun þó ekki vera frumraun Birg- ittu á þessu sviði en hún hefur áður sungið bakraddir með gleði- sveitinni FM Belfast og múm. ¦ Jólalagatal útvarpsþáttarins Capone hefur verið í fullum gangi undanfarið. Þar hafa ýmsir tón- listarmenn tekið höndum saman við Áma Plúseinn og gert öðruvísi jólalög sem flutt eru svo á hverj- ummorgni fyrirjól.Lag- ið sem flutt var í morgun gerðiAndri FreyrViðars- son sjálfur ásamtÁrna, enAndrivar liðtækur tón- listarmaður áður íyrr og spilaði meðal annars með hljómsveitinni Fídel. Lag Andra fjallaði um vélmenni, fast í jólapakka, en svo þegar pakkinn er opnaður áttar vélmennið sig á því um hvað jólin snúast. Ekki amalegt það. dorí@dv.is Syrpa óveðurslægða „Hun er ekki tíðindalítil aðventan að þessu sinni hvað veðrið varðar," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Fyrir 21 ári var svipað upp á tengingnum á sama tíma, en 10. til 16. desember 1986 gekk yfir landið mikill illviðrabálkur með margháttuðu tjóni víða um land.Veðrið nú er nokkuð sambærilegt." „Á laugardag er gert ráð fyrir SV- steytingi, víða allhvass vindur. Éljagangur um vestanvert landið, en úrkomulaust eystra. Hiti um eða rétt undir frostmarki víðast hvar á láglendi. Um miðjan dag á sunnudag er síðan likar á fjórðu lægðinni í þessari hrinu illviðra likast til þeirri síðustu í bili, því útlit er fyrir rólegra ástandi eftir helgina. Fellur ekki endilea i dúnalogn en eitthvað btlðara verður veðrið. Fremur milt og eindegin hláka sér í lagi i austantil á landinu." IDAG A MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.