Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.2008, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 21. JANÚAR 2008
Sport PV
ÚRSLITÍ ENSKA
Birmingham-Chelsea 0-1
0-1 C. Pizarro (79)
Blackburn-Middlesbro 1-1
0-1 D.Wheater ('13), 1-1 M.
Derbyshire (75)
Fulham-Arsenal 0-3
0-1 E. Adebayor ('19), 0-2 E. Adebayor
(39), 0-3 T. Rosicky ('81)
Portsmouth-Derby 3-1
0-1 L. Nyatanga ('4), 1-1 B. Mwaruwari
(38), 2-1 B. Mwaruwari ('42), 3-1 B.
Mwaruwari ('55)
Reading-Man.Utd. 0-2
0-1 W. Rooney (77), 0-2 Cristiano
Ronaldo ('93)
Tottenham-Sunderland 2-0
1-0 A. Lennon ('2), 2-0 R. Keane ('90)
Newcastle-Bolton 0-0
Wigan-Everton 1-2
0-1 Andy Johnson (39), 0-2 Joleon
Lescott ('42), 1-2 Phil Jagielka ('53,
sjálfsmark)
Man.City-West Ham 1-1
0-1 Carlton Cole ('8), 1-1 DariusVas-
sell('16)
Staðan
Lið L U J T M St
1. Man. Utd 23 17 3 3 46:11 54
2. Arsenal 23 16 6 1 46:17 54
3. Chelsea 23 15 5 3 36:16 50
4. Everton 23 13 3 7 40:23 42
5. Liverpool 21 10 9 2 35:14 39
6. A. Villa 22 11 6 5 40:28 39
7. Man. City 22 11 6 5 29:23 39
8. P.mouth 23 10 7 6 34:23 37
9.Blackburn 23 10 7 6 31:30 37
lO.WestH. 21 9 5 7 27:20 32
11.Tott.ham 23 7 6 10 44:40 27
12. N.castle 23 7 6 10 27:39 27
13. M.brou 23 5 7 11 20:37 22
14. Reading 23 6 4 13 30:49 22
15. Bolton 35 6 12 24:34 21
16. Bir.ham 23 5 5 13 23:34 20
17. Wigan 23 5 5 13 23:39 20
18. S.land 23 5 5 13 22:42 20
19. Fulham 23 2 9 12 23:42 15
20. Derby 23 1 4 18 11:50 7
ENSKA 1. DEILDIN
Watford Charlton 1-1
Coventry Burnley 1-2
-Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði
75. mínútur fyrir Burnley
Norwich Leicester 0-0
Plymouth Southampton 1-1
QPR Barnsley 2-0
Scunthorpe Wolves 0-2
Stoke City Preston 3-1
WBA Cardiff 3-3
Cr. Palace Bristol Clty 2-0
Blackpool Ipswich 1-1
Sheff.Wed. Sheff.Utd 2-0
Staðan
Lið L u J T M St
1.WBA 28 15 6 7 62:35 51
2. Watford 28 14 6 8 45:36 48
3. Bristol 28 13 9 6 35:34 48
4.Stoke 28 12 11 5 46:35 47
5. Cr. Palace 28 11 11 6 36:27 44
6. Charlton 28 12 8 8 41:33 44
7. Ipswich 28 11 8 9 45:37 41
8. Cardiff 28 10 10 8 37:35 40
17.QPR 28 8 9 11 33:40 33
18. Norwich 28 8 8 12 27:35 32
19. Co.ntry 27 9 5 13 30:44 32
20. Lei.ster 28 6 13 9 27:27 31
21. Sheff. W. 27 9 4 14 30:34 31
22. Preston 28 7 6 15 27:36 27
23. S.thorpe 28 6 9 13 28:43 27
24. Colche. 27 5 11 11 39:46 26
Gríðarleg eftirvænting var í Newcastle þegar liðið tók á móti Bolton á laugardag. Kevin
Keegan sneri aftur á St. James Park sem stjóri liðsins eftir 11 ára Qarveru. Ekki var
minni eftirvæntingin hér á Fróni yfir leiknum en Grétar Rafn Steinsson spilaði sinn
fyrsta leik fyrir félagið og stóð sig með sóma. Newcastle vildi fá Qölmargar vítaspyrnur
en varð ekki að ósk sinni.
STEINDAUTT 0G LEIÐINLEGT
c;
BENEDIKT BOAS HINRIKSSON
bladamadur skrifai: benniQdv.is
Kevin Keegan sneri aftur á St. Jam-
es Park, leikvöllinn þar sem hann er
svo dáður, og stýrði Newcastle í fyrsta
sinn gegn Bolton. 52 þúsund manns
hylltu Keegan í upphafi leiks en þegar
90 mínútur voru búnar hlýtur hann
að hafa séð hversu mikið verk er fyrir
höndum hjá liðinu.
Að sögn breskra blaða vill Keeg-
an fá peninga til að styrkja liðið og er
Shaun Wright Phillips sagður vera á
leiðinni til að lappa upp á þunglama-
legan sóknarleikinn og Daniel van
Buyten á að koma til að stoppa í hrip-
ieka vörnina. Merkilegt nokk hélt lið-
ið hreinu sem var í raun það eina já-
kvæða hjá heimamönnum.
Bolton-liðið varðist einnig vel,
hélt hreinu í fyrsta sinn í langan tíma,
lagði mikla áherslu á varnarleik-
inn og lítið fór fyrir sóknarleik. Enda
vantaði liðið framherja, það er nýbú-
ið að selja sinn besta mann, Nicolas
Anelka, og þá er E1 Hadji Diouf í Aff-
íkukeppninni.
Leikurinn var í heild sinni bragð-
daufari en maturinn á Ameri-
can Style. Síðast þegar Keegan var
með Newcastle þótti liðið ákaflega
skemmtilegt á að horfa en eftir fyrri
hálfleikinn, þar sem liðið átti ekki eitt
skot á marldð, sást vel hversu mik-
ið verk er ffam undan hjá Keegan.
Síðari hálfleikur var aðeins skárri af
hálfu heimamanna en þeir náðu ekki
að brjóta varnarmúrinn sem Bolt-
on setti upp. Bolton hefur ekki enn
unnið leik á útivelli í vetur, fengið að
meðaltali rúm tvö mörk á sig þannig
að þeir hljóta að hafa farið heim sáttir
við stigið.
Duff átti ekki séns í Grétar
Grétar Rafn Steinsson lék sinn
fyrsta leik fyrir Bolton og komst vel
frá sínu. Hann hélt Damian Duff
niðri og skilaði boltanum vel ffá sér.
Hann hefur greinilega lært eitthvað í
hollenska skólanum. Grétar lék all-
an leikinn. James Milner, Charles
N'Zogbia og Shola Ameobi fengu
allir þokkalegustu færi þótt lítið hafi
farið fyrir dauðafærunum. Dómar-
inn, Alan Wiley, gerði svo afdrífarík
mistök þegar brotið var á Ameobi,
boltinn barst á Milner sem var einn
á auðum sjó en Wiley lét leikinn ekki
halda áfram heldur flautaði hátt og
snjallt. Það var í raun eina skiptið
sem Newcastle tókst að opna vörn
Bolton.
Kominn aftur Kevin Keegan
er aftur tekinn við Newcastle.
NEWCASTLE
0:0
57% MEÐ BOLTANN 43%
17 SKOTAÐMARKI 8 Given,Carr,Taylor,Caapa,)ose
Enrique,Milner,Rozehnal,
0 SKOTÁMARK 4 N'Zogbia,Duff(LuaLua80),
1 RANGSTÖÐUR 3 0«*n,Am«ibi.
9 HORNSPYRNUR 6
16 AUKASPYRNUR 16
B0LT0N
1 GULSPJÖLD 2
0 RAUÐ SPJÖLD 0
ÁHORFENDUR: 52^50
Jaaskeiainen, Grétar Rafn, A.
O'Brien, Michalik, Gardner, J.
O'Brien, Nolan (Campo 67),
McCann (Cohen 75), Guthrie,
Davies, Taylor (Samuel 79).
1 MAÐUR LEIKSINS
Grétar Rafn, Bolton
Undir lokin hefði svo Bolton getað
stolið stigunum þremur þegar Jlloyd
Samuel fékk fínt færi eftir hornspyrnu
en Shay Given fékk boltann í fæturna
og þaðan fór hann út af. Hörður
Magnússon lýsti leiknum á Sýn af
sinni alkunnu snilld og lokaorðin
hans sögðu allt sem segja þurfti um
leikinn. „RisastórtO-Ojafntefli."
Báðir stjórarnir sáttir við stigið
„Ég sagði við leikmenn mína að
vera ekki allt of vonsviknir með úrslit-
in," sagði Kevin Keegan. „Það vantar
fjöldann allan af leikmönnum og séu
væntingarnar dregnar ffá eru þetta í
raun fín úrslit. Við munum bæta okk-
ur héðan í ffá. Vonandi koma fleiri
leikmenn inn, við erum með gott lið
en við erum með lítið lið."
Gary Megson, stjóri Bolton, var
sáttur við stigið. „Við unnum vel fyrir
stiginu og þetta var góð ffammistaða
hjá leikmönnum en það er alltaf hægt
að bæta sig.
Þegar við leikum eins vel og við
gerðum í fyrri hálfleik verðum við að
nýta það betur. Við þurftum að gera
nokkrar breytingar vegna þreytu leik-
manna og það verður að lagast."
Átti ekki séns Damien Duffvarívasa
Grétars Rafns allan leikinn.
TENNIS í VETUR©1
Ennþá eru lausir nokkrir vikulegir tímar!
Ql Morgun- og hádegistímar í boði og
nokkrir aðrir tímar enn lausir.
Qi Byrjendanámskeið fyrir fullorðna eru
að hefjast. 10 tíma námskeið kostar
17.900 kr. Aðeins fjórir á hverju
námskeiði. Spaðar og boltar á staðnum.
Tennis er skemmtileg hreyfing.
Skráning og upplýsingar í síma
564 4030 og á www.tennishollin.is
í/tennishölun
Oalsmárl 13IKópavogi
Grétar Rafn Steinsson var sáttur við frumraun sína með Bolton:
GOTT OG MIKILVÆGT STIG
Grétar Rafn Steinsson lék allan
leildnn með Bolton gegn Newcastíe
og komst vel frá sínu. Þegar DV náði
í skottíð á Grétari var hann með nýju
félögunum á flugvelli á leið í viku-
æfingarferð til Spánar. Bolton er úr
leik í bikarnum og fær því kærkomið
frí til að stilla saman strengina.
„Þetta gekk ágætíega, ég fékk meira
boltann í fyrri hálfleik en í þeim síðari.
En maður er aðeins að finna sig, hvar
maður á að vera, hvernig maður á að
standa og svo framvegis. Það tekur
smátíma að læra inn á þetta."
Grétar játar það að dagskipun
Bolton hafi verið fyrst og fremst
að fá ekki á sig mark. „Hjá okkur
var aðalatriðið að halda hreinu, þá
taparðuekkileiknum. Envið ætluðum
að reyna að nýta föstu leikatriðin
og þau færi sem við fengum. Við
fengum nokkur færi í fyrri hálfleik og
Maður leiksins Grétar stóð sig með
mikilli prýði á laugardag.
svo fengum við náttúrulega algjört
dauðafæri undir lokin sem áttí að
nýta. En þetta er gott og mikilvægt
stig." Eftirvæntíngin var gríðarleg í
Newcastle fyrir leiknum þar sem Kevin
Keegan var að stýra liðinu í fyrsta
sinn eftir ráðningu hans á dögunum.
Grétar varð var við eftirvæntinguna
hjá stuðningsmönnum Newcastíe.
„Þetta var kannski ekki bestí leikurinn
til að mæta þeim. Það var mikil eftir-
vænting og menn bjuggust við miklu
af liðinu. Þetta var dagurinn fyrir
Newcastíe að gera eitthvað en sem
betur fer vorum við sterkir og ákveðnir
í föstum leikatriðum og vorum sterkir
í raun úti um allan völl og mér fannst
liðið standa sig ágætíega."
Grétar segir að sér hafi verið tekið
þokkalega af leikmönnum Bolton þó
hann hafi farið aðeins á eina æfingu
og því lítil reynsla komin á hópinn.
„Þetta eru ósköp rólegir menn, ég tók
bara þátt í einni æfingu með liðinu
og er svo sem ekki búinn að kynnast
leikmönnum. Núna er förinni heitið
tíl Spánar í viku til að æfa og stilla
saman strengina þannig að þá
kynnist maður leikmönnum betur,"
sagði harðjaxlinn Grétar stuttu áður
en hann var kallaður í flug. benni@dv.is