Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. FE8RÚAR 2008 Fréttír DV Hestar nöguðu bíla og skemmdu Tvö hross skemmdu í síðustu viku bifreið í Þykkvabæ. í dag- bók lögreglunnar á Hvolsvelli kemur fram að hrossin hafi nag- að bílinn. Varasamt getur verið að skilja bifreiðar eftir nálægt hrossum en nokkuð algengt er að hrossin reyni að klóra sér, til dæmis á hliðarspeglum. Einnig er nokkuð algengt að hrossin nagi bifreiðarnar eins og gerðist í þessu tilfelli. Ekki liggur fyrir hversu mikið skemmd bifreið- in er. Þá sökk beltagrafa í vök á Bakkafjöru og má teljast heppni að ökumaður komst út úr gröf- unni ómeiddur. Milljónir fyrir orkusparnað Orkusparnaður með auk- inni tækni er þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs árið 2008. Verðlaunin, sem eru 350.000 danskar krónur, eða jafnvirði rúmra 4,5 milljóna íslenskra króna, eru ein af fernum sem Norðurlandaráð veitir árlega og verða á þessu ári afhent í fjórtánda sinn. Umhverfisverðlaunin eru veitt fyrir norræna fram- leiðslu, uppfinningu eða þjónustu sem stuðlar að orkusparnaði. Landfestar skólaskips leystar Um 800 nemendur 9. og 10. bekkja grunnskóla landsins munu á næstu dögum ferðast með skólaskipi umhverfis landið. Sjáv- arútvegsráðuneytið hefur undan- farin ár staðið fyrir rekstri skóla- skips, þar sem nemendur kynna sér stjómtæki skipsins, veiðarfæri og vinnslu um borð. Fiskifélag Islands, sjávarútvegsráðuneyt- ið og Hafrannsóknastofnunin sjá um framkvæmdina en famar verða um 60 ferðir á næstu vikum. Líffræðingur verður með í för og fr æðir nemendur um hinar ýmsu sjávarlífvemr en fyrsta ferðin á ár- inuvarfarinígær. Matsatriði er hvort laxveiðiferðir í boði stórfyrir- tækja séu skattskyldar. Slíkar ferðir eru mikið deiluefni við skattayfirvöld segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Tekið er tillit til þess að ef fyrirtæki býður viðskiptavinum í ferðir sé tilgangurinn að efla viðskiptasambönd. Aðal- steinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, gagnrýnir fyrirkomulagið. EINAR ÞOR SIGURÐSSON bladomaður skrifar: einarií»dv.ls „Þetta er í rauninni matskennt og er mikið tilefni til deilna við skatta- yfirvöld," segir Skúli Eggert Þórðar- son ríkisskattstjóri. Ekki er algilt að viðskiptavinur, sem boðið er í laxveiði í boði fyrirtækis, þurfi að borga skatt af veiðileyfinu eða þeim afla sem veiddur er. Skúli segir að yfirleitt sé litið svo á að boðsferðir í laxveiði séu þáttur í að koma á viðskiptum og þar með sé það ekki flokkað sem hlunnindi hjá þeim sem tekur við. Fella kostnaðinn út Skúli segir að ef fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum í laxveiði hafi mörg fyrirtæki farið þá leið að fella kostnaðinn út þannig að hann sé ekki frádráttarbær. „Ef það er ekki sjáan- legt hvernig laxveiðiferðin er tengd öflun tekna fyrir fyrirtækið hefur ver- ið farin sú leið að fella kostnaðinn út. Þannig verður hann ekki frádrátt- arbær. Ég man ekki eftir dæmum þess að hiunnindi vegna þess að fá að veiða í þágu fyrirtækis hafi verið skattlögð hjá móttakanda. Hingað til hefur verið farin sú leið að takmarka rekstrarkosmaðinn," segir Skúli. Lax- veiðiferðir hafa löngum þótt tilefni til deilna, hvort sem er við skattayf- irvöld eða vegna viðskiptalegra sjón- armiða. Skilyrði þess að hægt sé að tala um skattskyld hlunnindi er að þau séu metin til peningaverðs. Það er þó ekki algilt því í Þýskalandi til dæmis eru ýmis hlunnindi fyrirtækja tíl starfsmanna á borð við tækifæris- gjafir tíl að halda uppi góðum starf- sanda. Algengt ágreiningsmál Skúli segir að það sé nokkuð algengt að það komi til ágreinings um greiðslu rekstrarkostnaðar vegna slíkra liða. Einnig hvernig laxveiði- ferðir tengjast öflun tekna fyrir fyrirtæki. „Ef það er ekki sjáa- nlegt að ferðirnar tengist öflun tekna er samt ákveðin tílhneiging til að heimila," segir hann. Aðspurður hvenær laxveiði- ferðir séu raun- verulega skatt- skyldar segir Skúli að það séþegarfyrir- tækið leggi út í ákveðinn kosmað en fær ekki að draga hann frá sem kostnað í rekstri „Það eru til dæmi þess að skattstjórar hafí lækkað þetta og leyft hluta afkostnaðinum til frádráttar og ekki einhvern annan. Þetta ermikið tilefni til deilna við skattayfirvöld." fyrirtækisins. „Ef við segjum sem svo að þetta væri leyft til frádráttar væri það mismunurinn sem kæmi til skattlagningar. Ef þetta er ekki leyft koma þessi útgjöld einnig til skattlagningar." Matskennt ferli Skúli segir að það sé matskennthvenæroghvernig laxveiðiferðir fyrirtækja eru skattlagðar. „Það eru til dæmi þess að skattstjórar hafi lækkað þetta og leyft hluta af kostnaðinum til frádráttar og ekki einhvern annan. Þetta er mikið tilefrii til deilna við skattayfirvöld," segir Skúli og nefnir dæmi af fyrirtæki sem bauð fimmtán manns í ákveðna á. Hann segir að þá hafi skattstjóri leyft kostnað vegna tólf en ekki vegna þriggja. í öðru máli sem upp kom var fallist á 80 prósenta kostnað og því sé þetta mjög matskennt og mismunandi hvernig málum sé háttað. „Svona mál hafa farið fyrir yfirskattanefnd ogyfirleitt hefur sú leið verið farin að leggja sjálfstætt mat á kostnaðinn." Mismunun „Þetta er ein af þessum mismun- unum sem við verðum vör við í þessu þjóðfélagi," segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur. Aðalsteinn segir að þetta eigi ekki eingöngu við um laxveiðiferðir því auðmenn hafi boðið upp á þotuferðir út um allan heim og ferðir á fótboltaleiki sem ekki séu skattskyldar. „ Auðvitað á þetta að vera skattskylt eins og hvað annað. Á sama tíma og við hér í verkalýðsfélaginu erum að liðka fyrir samningum með því að fá ríkisstjórnina til að slaka skattalækkunum til fólks treysta menn sér ekki í það. f staðinn er þetta látíð viðgangast í staðinn fyrir að lækka almenna skatta. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón." DV stöövaöi dreifingu barnakláms á netinu: Barnaklámsíðu Bamaklámsíðunni handahof.org hefur verið breytt eftír að DV kom upp um forsvarsmann síðunnar. Við- tal birtist í DV við Baldur Gíslason í gær en hann hefur nú síað út barna- klámið sem finna mátti á síðunni auk þess sem ekki er lengur mögulegt að skrifa þar undir nafnleynd. Áður mátti finna hlekk á barnaklám á síð- unni auk nektarmynda af íslenskum unglingsstúlkum. Þá var nokkrum blaðamönnum DV hótað á síðunni en þeir fengu einnig líflátshótanir í símann sinn. „f ljósi ábendinga hafa ábyrgðar- aðilar vefjarins ákveðið að bregðast við með breyttum starfsaðferðum," eru fyrstu varnarorð Baldurs fyr- ir síðuna sem eitt sinn hýsti barna- klám. Sjálfur er Baldur stjórnandi síðunnar en í viðtali í DV í gær sagð- Hlekkur á barnaklám Auk þess sem finna mátti hlekk á síðunni á viður- styggilegan barnaklámsvef var einnig mynd af misþroska stúlku (kynlífsat- höfnum. Þær myndir höfðu áöur verið kærðartil lögreglu. ist hann reyna að taka út allt barna- klám sem fór inn á síðuna eftír því sem það barst. Nú hefur hann ákveðið að hætta að leyfa einstaklingum að nota síð- breytt una í nafnleysi auk þess sem hægt er að rekja staka pósa til eigenda þeirra í gegnum svokallaðar IP-tölur. Þetta gerir Baldur í kjölfar þess að DV birtí fréttir um málið en í yfirlýsingu á síð- unni stendur meðal annars: „Und- anfarið hafa birst tvær fréttagreinar þar sem þessu vefsvæði er lýst sem barnaklámsíðu. Það hefur aldrei ver- ið inntak með rekstri síðunnar, einnig hafa birst athugasemdir á spjallþráð- um þar sem komið hafa fram hótanir gagnvart einstaklingum. Slíkt er auð- vitað ekki ásættanlegt. Slíku efni hef- ur verið eytt af vefnum jafnóðum og stjórnendur hafa orðið þess varir." Að lokum segir Baldur að mögu- leikinn tíl þess að skrifa undir nafn- leynd hafi ekki blessast sem skyldi og af þeim sökum hafi breytíngarnar verið gerðar. valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.