Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV DV Wfréttir Lokuðu götum vegna veikinda Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu lokaði nokkrum götum á tíunda tímanum í gærmorgun vegna veikinda manns sem þurfti að komast á sjúkrahús í skyndi. Voru gatnamót Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar lokuð og lögreglumaður stjórnaði umferð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á meðan sjúkrabflar athöfnuðu sig. Að sögn varðstjóra hjá lögregl- unni hefur lögreglan áður gripið til þess ráðs að loka götum. Amfetamín í sumarbústað Lögreglan á Selfossi gerði aðfaranótt sunnudags húsleit í sumarbústað í Ölfusi. Nokkur ungmenni höfðu tekið á leigu bústað til dvalar um helgina. Lögreglumenn höfðu haft spurnir að því að ungmennin væru með fíkniefni meðferðis og reyndist sá grunur á rökum reistur. Við leit ( bústaðnum fannst smáræði af amfetamíni og hassi, auk tóla til fíkniefnaneyslu. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í síðusm viku. Einn var tekinn fyrir ölvunaraksmr, tveir fyrir hraðaksmr og fjórir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Sex mánuðir fyrir dópsmygl Lena Margrét Konráðsdóttir, 21 árs, var í dag dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir innflutning á 113 grömmum af kókaíni. Lena reyndi 10. apríl árið 2006 að smygla efnunum til landsins en hún var að koma frá París (Frakklandi. Efnin faldi hún innvortis. Lenajátaði að hafa ætlað að selja efnin hér á landi en hún ætlaði upphaflega að smygla um einu kílói af kókaíni til landsins. Ekki liggur fyrir hvort hún hafi sjálf ætlað að selja efnin eða dreifa þeim hér á landi. í dómsorðum segir að efnið hafi verið mjög sterkt og það voru aðstæður, sem ekki snertu Lenu, sem urðu til þess að hún hafði með sér aðeins lítinn hluta af því magni sem til stóð. Hakkaði ung- frú ísland í sig Óprúttnir aðilar hökk- uðu sig inn á heimasíðu Fegurðarsamkeppni Islands um helgina. Þegar þetta er skrifað hefur síðan ekki enn verið löguð. Á forsíðunni er mynd af núverandi ungfrú Island og dónaleg skilaboð við hliðina á myndinni. Svo virðist sem einstakl- ingur eða hópur sem kallar sig ShadOw hafi hakkað sig inn á heimasíöuna. Allir valmöguleikar á síðunni eru einnig óvirkir og blasa við skilaboðin að síðan hafi ver- ið „hökkuð" af ShadOw. Aðalmeöferð í fyrsta íslenska dómsmálinu vegna skráaskipta fór fram í gær: Ólöglegt niðurhal fyrir rétti Aðalmeðferð í máli tíu manna sem sakaðir em um að hafa stað- ið fyrir umfangsmiklum ólöglegum skráaskiptum í gegnum niðurhalsfor- ritið DC++ fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þetta er í fyrsta sldpti sem ákært er fyrir ólöglegt niðurhal á ís- landi en á Norðurlöndunum hafa sams konar mál endað með dómi og þeir sem hafa verið fúndnir sekir hafa greitt háar fjársektir og fengið skilorðbundna og óskilorðsbundna fangelsisdóma. Rannsókn málsins hefur gengið mjög hægt en hún hófst í september 2004. Á þeim tæpu fjórum árum sem liðin eru síðan rannsókn málsins hófst hefur umfang skráaskipta og ólöglegs niðurhals margfaldast. Mörgum þykir sjálfsagt að ná sér í kvikmyndir og tónlist á netinu í stað þess að greiða fyrir það, þrátt fyrir að slíkt sé lögbrot. Þjófnaður á myndefni Mörgum þykir sjálfsagt að ná sér t' kvikmyndir og tónlist á netinu (stað þess að greiða fyrir efnið, þrátt fyrir að slfkt sé lögbrot. Hróbjartur Jónatansson, lögmaður þau samfélög sem stunda skráaskipti Smáíss, sagði í samtali við DV í og senda þau skilaboð út í samfélagið nóvember, stuttu áður en málið var að tekið sé á þessum málum þannig að þingfest, að það væri ekki markmið menn hugsi sig tvisvar um áður en þeir Smáíss að sakfella eins marga og þeir taka þátt í slíku. geta. Mestu máli skiptir að uppræta Það er mat starfsmanna tölvuversl- unar, sem DV leitaði álits hjá, að með- algóðar heimilistölvur í dag séu að minnsta kosti hundrað prósent öflugri en þær voru í september árið 2004 þeg- ar hald var lagt á tölvur mannanna. Komi önnur niðurhalsmál inn á borð lögreglunnar er ljóst að þau geti verið gríðarlega umfangsmikil og seinleg í rannsókn. Eitt vinsælasta skráasldptaforritið í dag heitir uTorrent og hefur að mesm leyst DC++ af hólmi. Með nýrri tækni er mun erfiðara að rekja nið- urhalið og aðstandendur vefsíðna sem bjóða nemotendum að tengjast í gegnum forritið því kokhraustir. Á vefnum ThePirateBay, sem haldið er úti af íslendingum en er vistaður erlendis, gefur að lesa yfirlýsingu frá stjómendum vefjaiins undir yfirskrift- inni „Lögfræðihótanir" að þeir muni aldreilátaundan. Stjórnmálaskoðanir Halldórs Laxness urðu til þess að bandaríska leyniþjón- ustan njósnaði um ferðir hans og ferða- lög fjölskyldunnar voru skráð. Hann var grunaður um að vera einn af aðal- styrktaraðilumKommúnistaflokksins. Um árabil hafa FBI og CIA neitað að afhenda leyniskjöl um Laxness. Nú hafa íslensk stjórnvöld skorist í leikinn. beiðni þess efnis til bandaríska ut- anrfkisráðuneytisins," segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún segir það sjálfsagt af hálfu ráðuneytisins að aðstoða ættingja Halldórs í leit sinni. Aðspurð segir hún að beð- ið hafi verið um ákveðin leyniskjöl og vísað í númer þeirra í beiðn- inni. „Ættingjarnir gáfu okkur upp ákveðin skjalanúmer og eru þeir augljóslega að leita eftir einhverju ákveðnu. Það auðveldar auðvitað beiðni okkar. Við bíðum nú eftir svari og fylgjumst með þessu," seg- ir Urður. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trau: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra hefur sent beiðni til bandarískra stjórnvalda um að fá afhent leyniskjöl um nóbelskáldið Halldór Laxness. Það gerði ráðherr- ann eftir að ættingjar rithöfúndar- ins báðu um aðstoð. Um miðjan janúar sendi utan- ríkisráðuneytið beiðni til banda- ríska utanríkisráðuneytisins þar sem farið er fram á leyniskjöl FBI og CLA um Laxness. Fram til þessa hafa stofnanirnar harðneitað að afhenda öllum þeim sem beðið hafa um skjölin og hafa ítrekað borið fyrir sig þjóðaröryggi. Von- ast er til þess að breyting verði nú á þar sem ís- lensk stjórnvöld hafa óskað formlega eft- ir leyniskjölunum. Utanríkisráðherra bíður hins vegar enn eftir svari frá Bandaríkja- mönnum. Ákveðin skjala- númer „Ættingjar Hall- dórs leituðu til ráðu- neytisins og báðu um aðstoð við að nálgast þessi skjöl. í byrj- un janúar sendum við // Fjöldi sannana Bandaríski bók- menntaffæðingurinn Chay Lemoine, sem rannsakað hefur feril Halldórs, telur augljóst að njósn- að hafi verið um Halldór og það af bæði FBI og CIA. Hann segir ástæðu þess að stofn- anirnar vilji ekki afhenda skjölin vera að vernda ís- lensk stjórn- völd. Við botnum ekkertí því hvers vegna ekki sé hægt að komast í öll leyniskjölin og hvers vegna þjóðaröryggi sé borið við" Guðný Halldórsdóttir Dóttir nóbelskáldsins er sár yfir því að njósnað hafi verið um Halldór og skilur ekki hvers vegna skjölin fást ekki afhent. Honum var nýlega neitað um að fá skjölin, eftir að starfsmenn kosn- ingaskrifstofu Baraks Obama for- setaframbjóðanda höfðu veitt hon- um aðstoð, og honum tjáð að það væri lokasvar. „í gegnum rannsókn- ir mínar hef ég komist yfir fjölda leyniskjala frá FBI sem sýna glöggt að fylgst var með Halldóri innan Bandaríkjanna. Tilvist leyniskjala hjá CIA, sem gegnir hlutverki leyni- þjónustu utan Bandaríkjanna, sýnir hins vegar að fylgst var með Halldóri líka á erlendri grundu og augljóst að Halldór Laxness var einstakling- ur sem bandarísk stjórnvöld vildu hafa auga með," segir Lemoine. Svakalega döpur „Mín tilfinning er sú að neit- un CIA snúist meira um skömm ís- lenskra stjórnvalda á sínum tíma við að hjálpa til við njósnir á Hall- dóri enda ljóst að leyniþjónustan var með aðila hér á landi til að safna upplýsingum. Tilvist skjala sann- ar það og það eykur grunsemdir að þeir vilja ekki afhenda skjölin," segir Lemoine. Guðný Halldórsdóttir, kvik- myndagerðarmaður og dóttir Hall- dórs, er miður sín vegna njósna bandarísku leyniþjónusmnnar. Hún segir veru föð- ur síns á svörtum lista bandarískra stjórn- valda hafa valdið gíf- urlegu fjárhagslegu tjóni. „Chay hefur hreinlega komist að því að pabbi var sett- ur á bannlista yfir út- gefið efni á ensku og hann er sannfærð- ur um að njósnað hafi verið um okkur. Það er staðreynd í hans huga," segir Guðný. „Við botnum ekk- ert í því hvers vegna ekki sé hægt að komast í öll leyni- skjölin og hvers vegna þjóðarör- yggi sé borið við. Við erum nátt- úrlega svakalega döpur yfir þess- um njósnum fyrir hönd föður míns."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.