Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 Sport DV Cole íhugar aA haetta Andy Cole ætlar að ákveða eftir tímabilið hvort hann leggi skóna á hilluna. Hinn 36 ára Cole er á samningi hjá Sunderland en hefur verið að láni hjá Burnley síðan íjanúar.„Ég hafði aldrei spilaðvið Burnley áðurog í hreinskilni vissi ég ekki hvar liðið var. En ég talaði við stjórann, Owen Coyle, og hann sannfærði mig um að liðið vildi spila fótbolta og hann vildi fá mig til að leiða framlínuna. Það var nóg til að sannfæra mig. Ég vil enda á góðu nótunum. Þegar tímabilinu lýkur mun ég ákveða hvort ég hendi inn hvíta handklæðinu eða ekki." Cole byrjaði ferilinn hjá Arsenal, fór þaðan til Newcastle þar sem hann sló í gegn og var keypturtil Manchester United. Hann hefur einnig spilað með Bristol City, Blackburn, Fulham, ManchesterCity, Portsmouth, Birmingham og Sunderland. Green var bara mefi húmor Robert Green, markvörður West Ham, segir að áletrun hans i lófanum á markmannshönskunum gegn Birmingham hafi verið léttur brandari. ( lófanum á hönskunum stóð „England number 6" og segirGreen að þetta hafi bara verið léttspaug. Margir undrast að Green fái ekki landsliðssæti eftir góða frammistöðu að undanförnu. „Framleiðandi hanskanna minna var með létt spaug á minn kostnað, þetta var ekkert meint gegn vali Fabios Capello. Ef eitthvað var þetta meint gegn mér sjálfum. Auðvitað vona ég eftir landsliðssæti einhvern daginn en þangað til einbeiti ég mér bara að West Ham." Neville ekki að hætta Gary Neville, fyrirliði Manchester United, óttaðist aðferlinum væri lokið en segir nú að hann sé ekki á þeim buxunum að hætta. Hann hefurekki leikið meðaðalliði Manchester United í ellefu mánuði. Neville verður 33 ára síðar í mánuðinum.„Eðli málsins samkvæmttalarfólk um framtíð mína. Ég hef verið lengi frá en ég er þess fullviss að ég muni ná að komast til baka.„Nú er ég byrjaður að æfa á fullu og þegar ég næ fullu formi verð ég eins góður og áður" segir Gary Neville. ENSKI Arsenal - Blackburn 2-0 Philipe Senderos (4.), Emmanuel Adebayor (92.) Staðan Lið L u J T M St 1. Arsenal 26 19 6 1 54:18 63 2. Man.Utd 26 18 4 4 50:14 58 3. Chelsea 26 16 7 3 38:17 55 4. Everton 26 14 5 7 41:23 47 5. Liverpool 25 11 11 3 40:17 44 6. Aston Villa26 12 8 6 48:34 44 7. Man.City 26 12 8 6 34:29 44 8. Portsm 26 11 8 7 36:26 41 9. Blackburn 26 10 9 7 32:32 39 lO.WestH 25 10 7 8 30:23 37 ll.Totten 26 8 8 10 48:41 32 12. Middle 26 7 8 11 23:38 29 13. Newcas 26 7 7 12 29:47 28 14. Sunderl 26 7 5 14 26:45 26 15. Bolton 26 6 7 13 26:35 25 16. Wigan 26 6 5 15 24:42 23 17. Birming 26 5 7 14 25:38 22 18. Reading 26 6 4 16 30:53 22 19. Fulham 26 3 10 13 25:44 19 20. Derby 26 1 6 19 13:55 9 Markahæstir: Ronaldo Man Utd 19 Adebayor Arsenal 18 Keane Tottenham 12 Torres Liverpool 12 Anelka Chelsea 11 Arsenal náði í gær fimm stiga forystu í ensku deildinni með sigri á Blackburn 2-0. Blackburn kom á Emirates til að verjast og ætlaði aðeins að ná í eitt stig. Liðið þorði varla fram yfir miðju og sótti aldrei á fleiri en tveimur mönnum. Liðið reyndi eftir fremsta megni að drepa allan hraða í leiknum og minnti helst á Arsenal-liðið sem George Graham stýrði á sínum tíma en þá var sungið „Boring boring Arsenal“. Sá söngur átti við Blackburn í gær. r BENEDIKT BOAS HINRIKSSON bladamaður skrifar: benni@dv.is Arsenal vann Blackburn 2-0 þar sem Blackburn kom til þess að verj- ast og reyna að drepa allan hraða í leiknuni. Það tókst megnið af leikn- um en Arsenal-liðið er ótrúlegt. Þol- inmæði þess er mögnuð og liðið beið þolinmótt eftir sínum tækifærum. Það nýtti tvö færi, eitt í hvorum hálf- leik. Arsenal byrjaði af miklum móð og ljóst að það átti að drepa alla baráttu Blackburn strax í fæðingu. Það tókst. Philippe Senderos skor- aði eina mark fýrri hálfleiksins með góðum skalla. Eduardo da Silva tók hornspyrnu og Benni McCarthy sem á einhvern óskiljanlegan hátt átti að dekka Svisslendinginn gerði það afar illa og Senderos skallaði auðveldlega í netið. Eftir markið róaðist leikurinn mik- ið bæði á vellinum og í stúkunni. „Það má heyra saumnál detta," sagði Hörður Magnússon sem lýsti leikn- um beint frá Emirates-vellinum. Arsenal hefur verið í ffábæru formi undanfarið og framherjinn magnaði Emmanuel Adebayor hefur verið ið- inn við kolann í markaskorun. Nán- ast í hvert sinn sem hann hefur heiðr- að grasið með nærveru sinni hefur hann náð að skora mark. Það breytt- ist ekki í gær. Jens Lehman heiðraði einnig grasið með sinni nærveru og var á milli stanga Arsenal í fjarveru hins meidda Manuels Almunia. Lítið reyndi á Lehman í fyrri hálfleiknum. Hann greip sína bolta en þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af sóknarleik Blackburn sem var tilviljunarkenndur og í raun slakur. Mathieu Flamini fékk síðan sannkallað dauðafæri þegar hann slapp óvænt einn í gegn en Brad Friedel var vandanum vaxinn. 1-0 í hálfleik sem fer seint í metabækurnar fýrir skemmtilegheit. Síðari hálfleikurinn skömminni skárri Síðari hálfleikur byrjaði með miklu fjöri. David Bentley þrumaði úr auka- spyrnu sem Lehman átti í erfiðleikum með og Alexander Hleb bauð upp á skot í stöngina. Skömmu síðar brun- aðiAdebayorffamhjávarnarmönnum Blackburn eins og að drekka vatn en skot hans var varið af Friedel. Eft- ir það róaðist leikurinn og fór í sama far og í fyrri hálfleik. Blackbum reyndi háar spyrnur í átt að Santa Cruz sem Gallas og Senderos hlógu að. Arsenal hélt boltanum innan liðsins en skap- aði sér engin dauðafæri. Þannig var í raun saga leiksins. Loksins þegar Arsenal skaut að ' t'-BÉiÉi.lflÉiÍ Æ marki þegar rúmur hálftími var eft- ir skapaðist hætta. Liðið vill iðulega spila yfir marklínuna í stað þess að láta vaða á markið. Fabregas þmm- aði að marki en boltinn fór ffamhjá. Hleb reyndi einnig en skot hans með vinstri fór beint á Friedel. Aftur reyndi Fabregas en nú skóflaði hann bolt- anum yfir. Þegar skammt var eftir af leiknum skoraði svo Adebayor sitt 19. mark í deildinni. Þetta var jafnframt 12. mark hans í níu leikjum. Tók ffá- bærlega við boltanum inn í teig og skoraði fallegt mark. Ef fólk vill sofna yfir sjónvarpinu er gott að taka leikinn í endursýningu en hann verður sýndur á föstudaginn klukkan 23.45 á Sýn2. Vonandi verður það eina endursýningin. Barátta Gilberto Silva og Stephen Warnock eigast hér við. Sendetos (4.}, Adebayor (92.) 55% MEÐ BOLTANN 45% 15 SKOTAÐMARKI 8 7 SKOTAMARK 1 2 RANGSTÖÐUR 5 7 HORNSPYRNUR 5 6 AUKASPYRNUR 12 1 GULSPJÖID 0 RAUÐ SPJÖLD AH0RFENDUR: 60.049 SRSENAL Lehmann,Sagna,6allas, Senderos, Clichy, Fabregas, Flamini, Silva, Hleb, Adebayor, Eduardo. ELACKBURN Friedel, Emerton, Ooijer (Rigters 80), Khizanishvili, Wamock, 0 Kerimoglu (Mokoena 77), Bentley, Reid, McCarthy (Roberts 77), Bemer, Santa Cruz. MAÐUR LEIKSINS Brad Friedel, Bladcbum Harry Redknapp gæti ekki verið ánægðari með Lassana Diarra: Lofsöngur Harrys Arið 2005 keypti Jose Morinho, þáverandi knattspymustjóri Chelsea, til liðsins tvímgan Frakka að nafni Lassana Diarra. Diarra hafði leik- ið síðustu tvö árin á undan því með Le Havre í frönsku deildinni og hafði leikið tuttugu og níu leiki fyrir það lið áður en hann hélt til Lundúna. Dvöl- in hjá Chelsea var ekki löng og ekki heldur Arsenal. Hann var keyptur til Portsmouth í janúarglugganum og Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, gæti ekki verið ánægðari. „Hann er mjög sérstakur kar- akter og einstaldega hæfileikaríkur leikmaður," er með því fáa sem Red- knapp hefur sagt um leikmanninn. Diarra lék aðeins þrettán leiki fyr- ir Chelsea á tveimur árum og hefði það ekki verið fyrir bakvarðavand- ræði Chelsea á síðasta tímabili hefði hann líklega gleymst. Þar sem Paulo Fereira og Kalid Boularouz gjörsam- lega gátu ekkert í bakverðinum fékk Diarra tækifærið og var hrósað fyrir að geta Ieyst þá stöðu en það var ekki mikið meira en það. Vegna þessa litla spilatíma kom mikið á óvart þegar tilkynnt var fyr- ir tímabilið að Arsene Wenger hefði fest kaup á Frakkanum til Arsenal. Það þótti þó mun eðlilegra að hann væri hjá Arsenal þar sem Wenger hefur verið duglegur að gefa ungum mönnum tækifæri en í tilfelli Diarra varð raunin ekki sú. Hann tók aðeins þátt í sjö leikjum fyrir Arsenal áður en Redknapp pungaði út rúmum sjö hundruð milljónum fyrir drenginn. Diarra lék vel í sínum fyrsta leik gegn Derby og skoraði svo sigur- markið gegn Bolton um helgina í sínum öðrum leik fyrir Portsmouth. Redknapp gat ekki orða bundist þeg- ar hann var spurður um strákinn eftir leik. „Hann getur farið alla leið þessi drengur. Hann er gríðarlega einbeitt- ur og á eftir að þjóna oklcur vel. Fólk vill meina að hann sé svipaður leik- maður og Claude Makalele en hann býður upp á svo miklu meira. Diarra getur líka brunað fram og tekið þátt í sókninni af einstakri snilld. Hann kemur líka heiðarlega ífam og hefur sagt að hann langi lengra. Sumir leikmenn kyssa merkið strax í fyrsta leik og eru svo farnir við fyrsta gylliboð. Diarra er búinn að segja að hann langi að spila með stórklúbbi í framtíðinni og ef hann kemst þang- að frá oklcur verð ég mjög ánægð- ur. Menn verða nú að hafa metnað annars tæki það því nú ekld að spila þessa íþrótt." Alla leið á toppinn Diarra ætlar að spila með Barcelona, AC Milan eða Real Madrid áður en ferlinum lýkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.