Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2008, Blaðsíða 19
DV Umræða ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 2008 19 Minusinn fær vaxtastefna Seðlabankans sem hefur stórskaðað íslensku viðskipta- bankana með þeim afleiðingum að þeir draga nú úr útlánum. SPURNINGIN GETUR ÞÚ LÁNAÐ PENING? „Það fer allt eftir þv[ hver skuldarinn er“ segir Má Másson, upplvsinqafull- trúi Glitnis. Samdráttur er hafinn (íslensku efnahagslífi og atvinnuleysi blasir við á haustmánuðum. Erlendir fjármálaráð- gjafar hafa varað (slenska sparifjár- eigendur við aö eiga (of miklum viðskiptum viö (slensku bankana. Sjálfir eru bankarnir sagðir búnir að skrúfa fyrirallarlánveitingarvegna eigin lausafjárstöðu. j 1 1 J-i- MY3MDIIV Á Ijóshraða Ökumenn þjóta framhjá einmana umferðarskilti á hraða Ijóssins, eða því sem næst. DV-MYNDSIGGI Útrás og útúr- boruháttur Það er eins og kerlingin á 5. hæð sagði í lyftunni við karlinn á 3. hæð: „Ég er í þjóökirkjunni en held að nú þurfi ég að athuga minn gang og verða eins og Nóbelsskáldið, taka kaþólskuna sem aukatrú og taóisma ofan í hana til þess að komast með sálarfriði í gegn- um lætin í kringum Vilhjálm fyrrver- andi og verðandi borgarstjóra." Karlinn hvatti hana til þess að taka þrefalda trú og sagði: „Fjölmiðlamir drepa okkur með afhjúpunum sínum á undan hon- um." „Svona var látið í kringum Láru miðil þegar hún var „afhjúpuð'" sagði kerlingin og bætti því við að stundum legðu rétdátir menn á Islandi sig svo fram við að drepa einhvem ranglátan að hann rís upp að lokum sprelllifandi. Eins gæti orðið í þessu tilviki, að til yrði Vilhjálmur ódrepandi. Það er ekkert að marka að um stund fá allir í kotunum eitthvað á fæturna, þó ekki sé annað en að hrósa hinum nýfallna borgarstjóra fyrir það að hann læknaði fótatif hjá landsfrægum blaða- og útvarpsmanni. Pólitísk riðuveild herjar ekki bara á jöt- uliðið í Ráðhúsi Reykjavíkurð heldur á valdastéttina hvort sem hún er þar eða annars staðar í stjórnsýslunni. Riðu- veiki í rolluheimum er þannig að hún liggur niðri um stund en gýs síðan upp fyrst aldrei er nógu vel sótthreinsað í fjárhúsunum og í samfélaginu, enda kannski ekki hægt um vik, allir em á einhvem hátt sjúkir og sekir. Ef vel ætti að vera mundi helmingur þjóðar- Það er ekkert að marka að um stund fá allir i kotunum eitthvað á fæturna, þó ekki sé annaðenað hrósa hinum nýfallna borgarstjóra fyrirþað að hann iæknaðifótatif hjá landsfrægum blaða- og útvarps- manni. innar sitja í steininum fyrir þjófriað, ráðleysi og valdníðslu. Þetta em erfð- ir frá hinni svonefridu bændamenn- ingu þegar húsbændur réðu en aðrir hlýddu og héldu kjaftí. Vinnufólkið sat við sama borð og bóndinn en fékk verri þorramat sem húsfreyjan skammtaði. Fyrir bragðið varð bóndinn harðari en hinir í návígi linari. Samt hét þetta stéttlaust samfélag frjáls fólks sem sat við sama matborð. Stéttlausa og frjálshyggjulega íslenska erfðakerf- ið heftir verið lofsungið áratugum saman sökum ágætís, en í rauninni var það og er ennþá allsherjar vald- níðsla í bland við útúrboruhátt með stöku átaki þegar hlaupið er í „háleitt" verkefni af sömu sannfæringu og off- orsi og gætir hjá ringluðum trúarofs- tækismanni. Það mál sem nú er efst á baugi lýsir aðeins þjóðareðlinu og því að allir em samsekir, hvar sem þeir standa í stjórnmálum. Angi af þessu sama er útrásin og loftíð í mönnum við að komast í Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna og annað sem enda jafnan á því að riðuveikin liggur niðri en leggst síðan á rollumar. Sandkassinn - Kristín Kristjánsdóttir rannsakar geðvonsku ókunnugra. CEÐVONSKA ókunnugra er for- vitnilegt fyrirbæri. Ég veit ekki hvort það var óveðrið sem lagðist þannig í sálir fólks að þær hrukku allar krumpað- ar út um kjaft- inn á því, en að minnsta kosti var óvenju mikið um brjálæðisköst í kring- um mig um helgina. VIÐ GETUM GERT ýmiss konar ráðstafanir til þess að kom- ast hjá því að ókunnugir skeyti skapi sínu á okkur. Til dæmis getum við lagt bílnum okkar löglega. Þá brjálast enginn. Um helgina stalst ég hins vegar til að leggja skrjóðnum mínum á óheppilegum stað í dýrkeyptar fimm mínútur. Ég skaust í hús og átti þar jafnhlýjar og vina- legar samræður og uppákoman sem fylgdi í kjölfarið var ónota- leg. Ég steig skælbrosandi út úr húsinu og mætti þar ókunnugri konu sem öskraði á mig af slík- um fítonskrafti að ég meðtók varla orð af því sem hún sagði en brosti því breiðar á milli þess sem ég söng „afsakið" og „fyrirgefðu" á móti. Eg sá eldtungurn- ar ganga út úr andlitinu á henni á með- an hún steig út úr bílnum og flýtti mér að setjast undir stýri því skapofsinn var slíkur að það hefði ekki komið mér á óvart ef hún hefði gefið mér einn á ,ann. Á MEÐAN ég keyrði í burtu, í hvínandi hvelli, velti ég því fyrir mér hvort ég hefði þarna tekið þátt í að moka í leiðinda- haug alheimsins eða hvort sú ókunnuga hefði bara hellt sér yfir næsta mann ef ég hefði ekki skapað þessar kjöraðstæður fyrir hana til að tappa af reiði sinni. ÞAÐ ER EKKI gott að segja. En eitt hef ég þó lært á viðskiptum mínum við geðvonda og það er að hlæja bara að þessu öllu saman og breyta salti í sykur hvað sem á dynur. -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.