Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008
UmræSa OV
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hrelnn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir
RITSTJÓRAR:
JónTrausti Reynisson og ReynirTraustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Asmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu
formi og (gagnabönkum án endurgjalds.
öll viötöl blaðsins eru hljóðrituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040.
SANDKORN
■ Svosemkunnugterhlautrit-
stjórn DV verðlaun fyrir rann-
sóknarblaðmennsku á laugar-
daginn vegna
umfjöllunar
um Breiða-
víkurbörnin.
Það mátti sjá
á Fréttablað-
inu í gær að
ekkivoru
mennþará
bæsáttirvið
að fá engin verðlaun fremur en
Morgunblaðið. Blaðið fjallaði
ekki einu orði um blaðamanna-
verðlaunin en á forsíðu var sagt
frá því að tveir af ljósmyndurum
blaðsins, Villielm Gunnarsson og
Valgarður Gíslason, hefðu fengið
verðlaun Blaðaljósmyndarafé-
lagsins.
■ Geir H. Haarde forsætisráð-
herra fór á kostum við opnum
sýningar Blaðaljósmyndarafélags
íslands í Gerðarsafni á sunnudag.
Við opnun-
arræðu hans
mátti í bak-
grunni sjá
myndafhon-
um að kyssa
Ingibjörgu
Sólrúnu
Gísladótt-
iu-, formann
Samfylkingar, við upphaf stjóm-
arsamstarfsins. Geir glotti þegar
hann sagði að myndin segði ekld
alla söguna. Salurinn hló en þá
bætti Geir því við að kona hans,
Inga Jóna Þórðardóttir, hefði ver-
ið inni í Þingvallabænum.
■ Ljósmynd ársins átti ljós-
myndarinn Eggcrt Jóhannesson
sem myndar gjarnan fyrir Séð
og heyrt. Myndin er af Gunn-
ari I. Birgissyni, bæjarstjóra í
Kópavogi, með grímu fyrir and-
litinu. Af
einhverjum
ástæðum
hafði þessi
myndþó
aldrei birst
opinber-
lega fyrr en á
sýningunni í
Gerðarsafni
þar sem bæjarstjórinn sjálfur var
mættur til að njóta athyglinn-
ar. En það brá mörgum þegar
verðlaunamyndin birtist á bak-
síðu Moggans sem fór í prentun
tveimur tímum áður en verð-
launin vom kynnt.
■ Að baki er átakahelgin þeg-
ar Vilhjálmur I>. Vilhjálms-
son, leiðtogi sjálfstæðismanna,
sveigði
Sjálfstæðis-
flokkinn til
hlýðni við
sig. Sagtvar
frá áJcvörðun
hans á dv.is
fyrir hádegi
á föstudag
og fréttastofa
Stöðvar 2 birti sjö tímum síðar
frétt sem var sú sama. Stcin-
grímur S. Ólafsson fréttastjóri og
Lára Ómarsdóttir fféttamaður
sáu ekki ástæðu til að geta frum-
heimildar. DV barst að þessu
tilefrii bréf þar sem lagt var til að
þau yrðu tilnefnd til verðlauna í
rannsóknarblaðamennsku fyrir
góða eftirfylgni við dv.is.
Til varnar Vilhjálmi
LEIÐARI
REYNIR TRAUSTASON RITSTJORISKRIFAR.
ISlóóng valdabarátta innanflokks hcföi kostad inun hieiriJ'órnir.
Vilhjálmur Þ. Vilhjáimsson, leiðtogi Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjavík, hefur staðið af sér eitt mesta stórviðri
sem stjórnmálamaður á íslandi hef-
ur álpast inn í. Hann hefur unn-
ið fullan sigur á andstæðingum sínum innan
Sjálfstæðisflokksins sem vildu koma honum
úr embætti. Sú niðurstaða sem varð í gær er
stórsigur fyrir Vilhjálm sem sveigt hefur flokk-
inn til hlýðni við sig. í leiðurum DV hefur ver-
ið hvatt til þess að Vilhjálmur hverfi frá völd-
um og Hanna Birna Kristjánsdóttir taki við
embætti hans. Um þá leið gat borgarstjórnar-
ílokkurinn ekki komið sér saman. Sjálfur hef-
ur Vilhjálmur einsett sér að sitja áfram og ná
aftur trausti borgarbúa og það er nú á hans
valdi. Borgarfulltrúar eiga ekki aðra kosti en
þá að fylkja sér að baki leiðtoga sínum. í sjálfu
sér er það ekki afleitur kostur. Blóðug valda-
barátta innanflokks hefði kostað mun meiri
fórnir. Vilhjálmur Þ. er að flestra mati gull af manni og fráleitt að
halda því fram að hann hafi orðið uppvís að spillingu. Hann nýt-
ur vinsælda meðal borgarbúa en mistök hans voru þau að þenja
of mikið þann ramma sem embætti hans er ætlað að starfa inn-
an. Vilhjálmur var kærulaus í REI-málinu og vissi lítið hvað þar
var að gerast. Hann fór stundum fram úr sjálfum sér og gleymdi
að hafa nauðsynlegt samráð við samstarfsfólk
sitt. Uppreisn sexmenninganna gegn honum
var skiljanleg í ljósi þess að ruglað var saman
hagsmunum opinbers fyrirtækis og einkafyrir-
tækis. Þar liggja mistök hans.
En það er ástæða til að verja Vilhjálm. Hann
er saklaus maður pólitískt séð uns sekt hans
sannast. Seinasta uppákoman var vegna þess
að hann sagði ósatt í spjallþætti um aðkomu
borgarlögmanns. Það er ekki ástæða til af-
sagnar. Það má ekki gleymast að Vilhjálmur er
grandvar og sjálfsagt að gefa honum nýtt tæki-
færi, fyrst flokkurinn þorir. Vandinn er hins
vegar að sú vetrarlægð í pólitísku lífi Vilhjálms
sem nú hefur gengið yfir er aðeins sú fyrsta af
nokkrum. Næsta stórviðri verður þegar álit
umboðsmanns Alþingis á REI-málinu kemur
fram. Þá þarf Vilhjálmur aftur að verjast. Það kann svo að fara að
Sjálfstæðisflokkurinn stórtapi á ákvörðun oddvitans en við þvi
er ekkert að gera. Flokkurinn hefur lagt á djúpið og það er engin
leið til baka. Teningunum er kastað.
ER ÞETTA ENGIN FRÉTT?
að fréttamaðurinn fyrrverandi er
nú orðinn blaðafulltrúi Vegagerð-
arinnar, þeirrar hinnar sömu og
ber alla vega hluta ábyrgðarinn-
ar á mörg hundruð milljón króna
framúrkeyrslu. Spurning er hvort
viðhorfið hafi breyst svo svakalega
að nú vakni alltaf sama spurningin
ef óþægilegir hlutir gerast: Þetta er
engin frétt, er það?
Vérkefni fréttamannsins eru
gjörólíkverkefnum al-
mannatengilsins. Frétta-
manninum er ætlað að leita sann-
leikans, grafa upp það sem falið er
en á erindi við almenning, segja
satt og rétt frá, greina frá stað-
reyndum málsins, sjá hvort orð-
um fylgja efndir, hvort menn segi
sannleikann eða skjóti sér á bak
við orðskrúð, skila kjarnann frá
hisminu, setja hlutina í sitt eðlilega
samhengi, athuga hverjar forsend-
urnar eru og hverjar afleiðingarn-
ar verða. Verkefni fréttamannsins
er margþætt. Verkefni almanna-
tengilsins verður oft fyrst og fremst
að gæta þess að umbjóðandi hans
líti vel út. Á þessu er grundvallar-
munur.
SVARTHÖFDI
Jónas Kristjánsson, ritstjóri til
áratuga og einn reyndasti og
fróðasti maðurinn um fjölmiðla,
sagði einu sinni að í hvert skipti
sem fjölmiðlamaður réði sig til
starfa í almannatengslum batnaði
siðferðisvitundin íbáðum stéttum.
Hugsunin hefur væntanlega verið sú
að aðeins íjölmiðlamennirnir með
slökustu siðferðisvitundina færu úr
því að segja fréttir í að gerast mál-
svarar hagsmunaaðila. Samt væri
siðferðisvitund þeirra betri en þeirra
sem fóru beint í almannatengslin en
komu ekki við á fjölmiðlum.
En nú að allt öðru. Þær eru
merkilegar greinarnar sem
G. Pétur Matthíasson hefur
stundum skrifað um Grímseyjar-
ferjuna. Það er ekki annað að skilja
en að þessum fyrrverandi frétta-
manni Sjónvarps finnist áhugi
fjölmiðla á þessu máli furðulegur,
jafnvel annarlegur. Þannig skrif-
aði hann nýlega blaðagrein um
fréttir af seinkunum og aukakostn-
aði vegna síðustu viðgerðarinnar
á Grímseyjarferjunni frægu. Þar
fannst honum mikið gert úr litlu
máli og tók til að jafnvel þótt lok
viðgerðarinnar yrðu síðar en til
stóð væri það ekki seinkun í raun
og veru því verkdagarnir væru
jafnmargir og að var stefnt, vegna
skorts á efnum dreifðust þeir bara
á lengri tíma en áður. En það er
samt sennilega engin töf. Skrýtið.
En svo er auðvitað á það að líta
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
Á HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR AÐ VERÐA BORGARSTJÓRI?
„Það er erfitt að segja. Jú, ætli það sé
ekki bara ágaett."
Pálmi Magnússon,
23 ára gröfumaður
„Ég er að verða ofboðslega þreytt á
þessari vitleysu. Maður þarf að geta
treyst þessu fólki en staöan er ekki
þannig í dag."
Björg Ólafsdóttir,
24 ára póstbifreiðarstjóri
„Nei, ekki Hanna Birna. Ég held að
þegar svona er komið aetti að leita út
fyrir borgarstjórnarflokkinn. Það hefur
verið gert með góðum árangri sums
staðar."
Eyþór Sigfússon,
37 ára verkfraeðingur
„Ég er á báðum áttum. Alla vega er ég
ekki hrifinn af Ólafi F. Magnússyni."
Brynjar Kári Eiríksson,
16 ára nemi