Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 11
ludagur 25. febrúar 2i
sport@dv.is
Haukar styrktu stöðu sína á toppi Nl-deildar karla í handbolta með öruggum sigri á Fram 37-32:
„ALLIR LEIKMENNIRNIR SKILUÐU SINU"
„Mér fannst þetta stórgóður leik-
ur. Það var virkilega góð barátta í
mínu liði og við gáfum okkur alla í
þetta verkefni og stóðum allir sam-
an," sagði Aron Kristjánsson, þjálf-
ari Hauka, sáttur eftir leik Hauka
og Fram í Safamýri í gær. Aron get-
ur líka brosað í kampinn því þegar
10 leikir eru eftir hefur liðið fjögurra
stiga forskot á Fram sem situr í öðru
sæti.
Sigur Hauka var aldrei í mikilli
hættu, þó Framarar hafi sótt að
gestunum í upphafi síðari hálfleiks.
Minnkuðu muninn í eitt mark en
Haukar gáfu þá í og heimamenn fóru
að hugsa um bikarúrslitin um næstu
helgi. Slökuðu á klónni og Haukar
keyrðu yfir Fram hægt en örugglega.
37-32 endaði leikurinn þar sem Sig-
urbergur Sveinsson skoraði 12 mörk
og Andri Stefan 10. „Varnarleikurinn
var frábær hjá okkur og Gunnar Berg
og Arnar bundu saman vörnina og
spiluðu vel. Sóknarleikurinn var
einnig góður þar sem Sigurbegur og
Andri skara framúr. Mér fannst allir
í liðinu skila sínu hlutverki vel, al-
veg sama hversu stórt það var," sagði
Aron og hrósaði dómurum leiksins
þeim Gunnari Jarli Jónssyni og Herði
Aðalsteinssyni sem dæmdu leikinn
vel. Þeir eru ekki þekktustu dómar-
ar í heimi en vegna forfalla annarra
dómara fengu þeir tækifæri og nýttu
það vel þrátt fyrir að Gunnar Jarl byði
upp á að vera í gervigrasskóm. „Þeir
eru óreyndir og sýna þessa frammi-
stöðu, þeir eiga bara hrós skilið og
klapp á bakið. Þeir gerðu þetta mjög
vel og voru með góð tök á þessu.
Þetta eru ungir strákar og vonandi
eiga þeir bara eftir að bæta sig þegar
fram líða stundir."
f hinum leiknum í Nl-deild karla
í gær vann Afturelding ÍBV 28-25 í
sannkölluðum botnslag. Mosfelling-
ar leiddu allan leikinn og voru fjór-
um mörkum yfir í leikhléi 18-14.
Svo virtist sem Afturelding ætti
sigurinn vísan þar til tvær mínút-
ur voru til leiksloka. Eyjamenn gátu
minnkað muninn í eitt mark, en
kliklcuðu á ögursmndu. Afturelding
geystist upp og kláraði leikinn með
marki á lokamínútunni, 28-25.
Sigurinn var afar mikilvægur fýr-
ir Mosfellinga sem eru í erfiðri stöðu
við botn deildarinnar. Afturelding er
í 7. og fallsæti, með 9 stig og er þrem-
ur stigum frá Akureyri, sem situr í 6.
sæti, en það gefur sæti í Nl-deild-
inni á komandi leiktið.
benni@dv.is
Kom engum vörnum við Björgvin
Gústafsson reynir að verja skot Elíasar
Más Halldórssonar en er aöeins of seinn.