Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.2008, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 7 4 DV Fréttir MEÐ SKYRSLUNA bJÓÐHfSEHiSUNARSTEFNA RlKISSNS • • 7. MARS DV fjallaði ítarlega um hvernig tugir barna og ungmenna voru gerðir ófrjóir án þeirra samþykkis. Skýrsla Unnar Birnu var unn- in að beiðni Þórunnar Sveinbjam- ardóttur, þáverandi þingmanns og nú umhverfisráðherra, eins og fram kom í helgarblaði DV. Stutt umræða var um skýrsluna þegar hún var kynnt á Alþingi vor- ið 2002. Þórunn segist hafg búist við að lagt yrði í frekari rannsókn- ir á högum þeirra sem aðgerðirnar voru gerðar á en ekkert hafi orðið úr því. Vanaðir án lagaheimilda í umræðunum á Alþingi sagði Jón: „Lögin sem heimiluðu ófrjó- semisaðgerðir voru á sinni tíð fyrst og fremst sett hér, eins og ann- ars staðar, með það að markmiði að heimila ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftu og geðsjúku fólki. Þau voru að sönnu hluti af viðurkenndri heilbrigðisstefnu á Norðurlöndum og víðar, en eins og fram kemur í sögulegu yfirliti skýrslunnar má ef- laust finna dæmi um það einhvers staðar að tilhneiging hafi verið til að túlka lögin rúmt." Því er ljóst að Jón gerði sér grein fyrir því að á tíðum voru þessar að- gerðir gerðar í trássi við lögin og án vitundar þeirra sem voru vanað- ir, líkt og kemur fram í skýrslunni sjálfri. Fimmtíu og níu einstakling- ar voru vanaðir á ánmum 1938 til 1975 án þess að undirrita sjálf- ir beiðni þess efnis. Ekki er vitað hversu mörgum þeirra var raun- verulegur tílgangur aðgerðarinna allsendis ókunnur. Orðið „vönun" var notað í gömlu lögunum yfir ófrjósemisaðgerðirn- ar. Vilmtmdur Jónsson, þáverandi landlæknir og þingmaður Alþýðu- flokksins, lagði frumvarp til lag- anna fram og var hann höf- undur þeirra. Vilmundi fannst orðið vönun þjálft og henta vel sem heiti á þessum að gerðum. Hann var afar Það er ekki hægt að útiloka að það hafi verið þörfá því en það var allavega ekki gert á meðan ég var í ráðuneytinu" maður. Til marks um tíðarand- ann á þessum árum fór frumvarp hans athugasemdalaust í gegn- um þingið og varð fljótt að lög- Ekki vitað hversu margir í sömu sporum I skýrslu Unnar Birnu seg- ir: „Var fólk gert ófrjótt (vegna þrýsting frá öðrum eða án eigin samþykkis/vitundar) sem síðar lifði eðlilegu lífi, vann sína vinnu og vildi eiga böm? Eða reyndist úr- skurður manna um andlegan van- þroska og vanhæfni til að standa á eigin fótum í framtíðinni í einhverj- um tilfellum rangur? Fyrrnefnd- ur dómur á hendur íslenska ríkinu frá 1996 nægir til að svara þessari spurningu játandi en ítarlega rann- sókn þarf til að svara því hvort ein- hverjir og þá hversu margir hafa sömu eða svipaða sögu að segja." Engin slík rannsókn hefur farið fram. Því er ekki vitað hversu marg- ir kunna að vera í sömu sporum og þau Eyrún og Magnús. Börnin geta átt þroskann inni Óffjósemisaðgerðir á fólki und- ir átján ára áTdri voru gagnrýndar í riti Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins árið 1973. Börn og ungl- ingar sem töldust á mörkum þess að vera greind- arskertír vom þarsérstaklega til umræðu og þótti greinar- höfundum varhugavert að svipta þau réttinumtilað eignást börn. Vegna ungs aldurs viðkom- andi mátti telja líkur á að and- legur þroski gæti enn tekið fram- förum. Sömuleiðis var þar vakin athygli á því að niðurstöð- ur greindarmæl- inga vantaði með beiðnum um ófrjó- ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR VEGNA VANÞROSKA EÐA GEÐVEIKI - aldur og fjöldi þeirra sem gerðir voru ófrjóir vegna andlegs vanþroska eða geðveiki á árunum 1938 til 1975. ALDUR 11-15 í ÓFRJÓSEMISAÐGERÐIR ÁN SAMÞYKKIS - aldur og fjöldi þeirra sem gerðir voru ófrjóir á árunum 1938 til 1975 án þess aö undirrita sjálfir umsókn um aðgerð ALDUR 11-15 16-20 HEIMILD: SKÝRSLA UNNAR BIRNU KARLSDÖTTUR SEM HÚN VANN FYRIR HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ 2002. semisaðgerðum sem gerðar vom á unglingum. Að mati skýrsluhöf- unda hefði aldrei átt að samþykkja slíka aðgerð án mælinga við hæfi. f helgarblaði DV var talað við systkinin Magnús og Eyrúnu Guðnaböm. Þau vom bæði plöt- uð í ófrjósemisaðgerðir. Eyrúnu var sagt að taka þyrfti úr henni botn- lang- þegar hún var fjórtán ára. Þess í stað var hún svæfð og skorið á eggja- leiðarana. Hún komst ekki að hinu sanna fyrr en rúmlega þrítug þeg- ar hún hafði mikið reynt að eignast barn með manni sínum. Magnúsi var sagt að hann væri á leið í aðgerð vegna kviðshts og var framhaldið líkt og hjá systur hans; hann komst ekki að sannleikanum fyrr en eftir að hafa reynt lengi að eignast barn. Magnús fór' í mál við ís-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.