Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 Fréttir DV Stöðumælum fjölgar Stöðumælum mun fjölga í miðborg Reykjavíkur á næstunni, þvert ofan í yfirlýsingar Gísla Marteins Baldurssonar, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fyrir kosningar. Á fundi umhverfis- og sam- gönguráðs borgarinnar þann 26. febrúar var samþykkt að leggja til við borgarráð að almenn bíla- stæði við götukanta Vesturgötu, milli Garðastrætis og Ægisgötu verði gjaldskyld. Settir verði upp miðamælar á svæðinu þar sem gjaldið verður 80 krónur á tímann. Ekki hefur náðst í Gísla Martein undanfarið þrátt fyrir endurteknar tilraunir. Enn tapar DeCODE peningum íslensk erfðagreining, De- CODE, tapaði 6,6 milljörðum íslenskra króna á sfðasta ári. Árið ^ þar áður nam tap fyrirtæk- isins 5,8 millj- örðum króna og því er tap ársins 2007 átta hundr- uð milljón- um meira. Á fjórða ársfjórð- ungi sfðasta árs tapaði félagið 2,2 milljörðum en árið á undan nam tapið á sama ársfjórðungi 1,6 milljörðum. Eigið fé minnk- ar einnig á milli ára og er nú 6,5 milljarðar eða tæpum 4 milljörð- um minna en árið á undan. Áttatíu og sex misstu vinnuna Atvinnuleysi mældist eitt prósent í síðasta mánuði. Alls var 1.631 einstaklingur á atvinnuleysisskrá að meðal- tali í febrúar en 1.545 í janúar. Það jafngildir því að 86 manns hafi misst vinnuna. Tölurn- ar eru þó meðaltalsatvinnu- leysi í mánuðinum og sumir sem hafa bæst á atvinnuleys- isskrá meðan aðrir hafa farið afhenni. Björgvin var oftast ífréttum Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra var mest áber- andi allra ráðherra ríkisstjórn- arinnar á sfðasta ári eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. Þetta kemur fram f úttekt Creditinfo Island á hversu oft ráðherrar eru viðmælendur í fréttum fjölmiðla af þeim eða ráðuneytum þeirra. Björgvin kom fram í yfir 50 prósenta Ijósvakafrétta sem tengdust honum eða hans ráðu- neyti. Fyrri hluta síðasta árs mældist Geir H. Haarde virk- astur, en mælist nú í öðru sæti með 47 prósenta virkni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra koma sjaldnast fyrir í fréttum af ráðuneytum þeirra. Arnar Már Frímannsson óttaðist um þriggja ára son sinn þegar lögreglumenn rudd- ust inn í íbúð hans á Bifröst í leit að fíkniefnum og vopnum sem þar hvergi var að finna. Ágúst Einarsson, rektor við Bifröst, vísaði Arnari og tveimur öðrum nemend- um úr skólanum í kjölfar húsleitarinnar. Arnar segir Ágúst hafa sent trúnaðarupplýs- ingar í fj öldatölvupóstinum þar sem hann rak nemendurna þrjá. - ‘ r Kæran a leið i póst Arnari Má Frímannssyni var skellt á magann og handjárnaðurfyrirframan þriggja ára son sinn. Honum var einnig hótað þvaglegg. Ámælisverð vinnubrögð Arnar Már ætlar að kæra Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, fyrir siðanefnd skólans. Hann rak þrjá nemendur með því að senda þeim öllum tölvupóst með nöfnum hinna. HANDTEKINN FYRIR FRAMAN S0NINN ERLA HLYNSDÓTTIR bloðamaður skilfar: erla&dv.ls „Þeir spurðu mig hvort ég væri með skotvopn eða fíkniefni sem ég vildi framvísa. Ég sagði þeim sem var að ekkert slíkt væri að finna í íbúðinni," segir Arnar Már Frímannsson, fyrr- verandi formaður félags sjálfstæðis- manna á Bifröst. Hann stundaði nám í lögfræði við skólann þar til honum var vísað brott eftir að stórtæka hús- leit lögreglu og sérsveitar hjá fjölda nemenda í febrúarlok. f húsleitinni á Bifröst fundust alls um 0,3 grömm af kókaíni og 0,2 grömm af kannabisefnum og því greinilegt að ein stærsta húsleit á Vesturlandi síðustu misseri bar ekki erindi sem erfiði. Aðeins einn nem- endanna hefur játað að hafa átt hluta þeirra efna. Amar ætíar í félagi við tvo aðra nemendur, sem einnig var vísað í burtu, að kæra Ágúst Einarsson rektor til siðanefndar skólans vegna brottreksturs. Hélt þetta væri grín „Þeir ruddust bara inn og hrópuðu: Vopnuð lögregla! Mér brá mikið og var hræddur um strákinn minn sem er þriggja ára því hann stóð nálægt útidyrahurðinni. Ég spurði hvað væri eiginlega í gangi en var þá skellt á magann niður í rúmið og handjárnaður. Strákur- inn minn sá þetta allt og ég heyrði hann segja: Hvað eruð þið eigin- lega að gera við pabba minn?," seg- ir Arnar. Til að róa soninn niður kallaði Arnar til hans að þetta væru ekki vondir menn. Lögreglan spurði Arnar í jámum hvort einhver gæti tekið soninn og vinkona hans á Bifföst kom og sótti hann. „Hún hélt fyrst að þetta væri eitthvað grín enda vissi hún að þeir hefðu ekkert tílefni til að standa í svona aðgerðum gegn mér," segir hann. Arnar hitti son sinn aftur næsta morgun. Þegar þeir fóm saman í íbúð Arnars spurði sonurinn smeyk- ur hvort mennirnir væm enn þá þar. Barnsmóðir Arnars heyrði fyrst af handtökunni ffá honum enda hafði lögregla ekki sinnt tilkynningaskyldu sinni til hennar. Lögregla vissi af barnungum syninum „Mér finnst ég bera samfélags- lega skyldu til að segja frá þessu til „Strákurinn minnsá þetta allt og ég heyrði hann segja: Hvað eruð þið eiginlega að gera við pabba minn?" að koma í veg fyrir að svona lagað geti á sér stað aftur," segir Arnar og vonar að í kjölfarið endurskoði lögregla verkferla sína. Hann segir engan vafa leika á því að lögreglan vissi að sonur hans var með honum því þeir hefðu ruðst inn um mín- útu eftir að þeir gengu saman inn í íbúðina. Engin fíkniefni fundust hjá honum. „Þeir gerðu upptækt kreatín sem er fæðubótarefni en einn lögregluþjónninn sagði fíkni- efnahundinn ekki sýna því áhuga." Arnar gagnrýnir aðferð lögreglu við að fá hjá honum þvagpmfu. „Ég sagist ekki viss um hvað það kæmi húsleitinni við. Þá hótuðu þeir mér með þvaglegg," segir Arnar sem ráðfærði sig við lögmann og gaf að lokum þvagprufu. Honum finnst einnig ámælisvert að eftir að hann gaf lögreglu leyfi til að leita í bíl sínum höfðu þeir bíl- lyklana í sínum fórum í fjóra daga en höfðu skilið sjálfan bílinn eftir ólæstan á Bifröst. Sendi trúnaðarupplýsingar í fjölpósti Ástæða kæru þremenninganna sem vísað var frá Bifröst á hend- ur Ágústi er sú að þeir segjast ekki hafa fengið sanngjarna málsmeð- ferð. Ágúst vísað þeim úr námi með tölvupósti þar sem nöfn þeirra allra komu fram: „Það er ámælisvert af honum að upplýsa mig um örlög þeirra. Þú finnur varla viðkvæmari mál en að vera rekinn úr vinnu eða skóla," segir Arnar. Hann gagnrýnir einnig að Ágúst kallaði þau aldrei á sinn fund þar sem þau hefðu fengið tækifæri til að skýra stöðu sína. Einnig ætla nemendurnir þrír að kæra staðfestingu háskólaráðs á brottvísuninni. Lögmenn hafa bent á að rektor hafi ekki heimild á grundvelli reglu- gerðarinnar til að vísa úr skóla fyrir hvaða lögbrot sem er. Reglugerðin er almennt orðuð og þar af leiðandi þarf að meta alvarleika hvers brots fyrir sig og bent hefur verið á að sáralítið magn fannst og til að mynda er hærri sekt fyrir að aka án ökuréttinda. Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýnir framkvæmd laga um vananir á síðustu öld: iAtinn (VERKTAKl Deitaíslen^^f) ihuldmnanns. c < Rikiðhefur ekkerig SexárUðinánþess Ekkiþóttiþörfara. , að nokku' mnsoknar. Brot á mannréttindum „Það er augljóst að ýmislegt í framkvæmd laga um ófrjósem- isaðgerðir, sem giltu frá 1938 til 1975 telst til brota á mannrétt- indum, enda endurspegla dómar sem vísað hefur verið til þá stað- reynd," segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra spurð um viðbrögð við umfjöllun DV síð- ustu daga um ófrjósemisaðgerðir á þroskaheftum og geðfötluðum, að sumum hverjum forspurðum. Framkvæmd laga um ófrjósem- isaðgerðir voru og eru í höndum heilbrigðisyfirvalda en lög um mál- efni fatlaðra eru á ábyrgð félags- °g tryggingaráðuneytisins. „Mér finnst þess vegna ekki óeðlilegt að ráðuneyti félags- og trygginga- mála og heilbrigðismála sameinist um að skoða helstu gagnrýnisat- riði sem fram koma í skýrslu heil- brigðisráðherra frá 2002 og að tek- in verði afstaða til þess hvort og hvernig hægt sé að bregðast við þeim nú svo mörgum árum síðar," segir Jóhanna. í DV í gær var sagt frá því að Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra hafi sett sig í samband við landlækni og Unni Birnu Karls- dóttur, sagnfræðing og skýrsluhöf- und, og ætíi að funda með þeim í vikulok um ófrjósemisaðgerðirnar sem gerðar voru í skjóli laga númer 16/1938 fram til ársins 1975 Að mati Jóhönnu endurspegla bæði lögin sjálf og framkvæmd þeirra forneskjuleg viðhorf sem voru því miður ríkjandi á sínum tíma, bæði gagnvart þroskaheftum og geðfötíuðum en einnig fátæku fólki sem menn óttuðust að yrði byrði á samfélaginu. Jóhanna segir að síðan þá hafi mikið vatn runnið til sjávar, sem betur fer: „Hags- munasamtök fatlaðra og opinberir aðilar, ’//' með félagsmálaráðu- '/\ neytið í broddi fylking- /J ar, hafa í meira en þrjá */, áratugi unnið að því að //' tryggja réttindi fatlaðra f/\ og jafna stöðu þeirra á við // aðra í samfélaginu og ekki r/Á síst að koma í veg fyrir að mannréttindi séu brotin. Hins vegar liggur fortíðar- vandinn óbættur að miklu leyti." erla&dv.is 10. mars DV ræddi viö þrjú systkini um reynslu þeirra. \%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.