Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 13.MARS2008 Fréttir DV „Það er ekki langt síðan breytingin gekk í gegn og það er erfitt tilhugsunar að strax sé komið upp tilvik þar sem má spyrja sig hvort læknir hefði skipt sköpum." | Engin handvömm Bjami Þór Eyvindarson, læknir á slysa- og bráðadeild Landspítal- ans, kannast við þetta tilvik án þess að hafa kynnt sér það sérstaklega. Hann segir alltaf erfitt að skera úr um hvort viðvera læknis bjargi málum. „Við vitum af þessu tilfelli og höfum rætt það okkar á milli. Það er ekki langt síðan breytingin gekk í gegn og það er erfitt tilhugsun- ar að strax sé komið upp tilvik þar sem má spyrja sig hvort læknir hefði skipt sköpum. Þetta er nokk- uð sem við vorum hræddir um að gæti gerst. Það er alltaf erfitt að skera úr um hvort læknir hefði get- að breytt gangi mála en í þessu til- viki er hægt að leiða að því líkum," segir Bjarni. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að tilvikið hafi verið skoðað sérstaklega innan Land- spítalans. Hann segir ekkert benda til að viðkomandi hafi látist sökum þess að lækni skorti í neyðarbíln- um. „Andlát mannsins varð inni á spítalanum en ekki í bílnum. Það var horft sérstaklega til þessa til- viks, þar sem viðkomandi lést skömmu eftir komuna, og það var mat sérfræðinga að ekki hefði ver- ið handvömm um að kenna og ekki hefðu önnur viðbrögð verið viðeigandi í neyðabílnum en þau sem viðhöfð voru," segir Sigurður. Sjúklingur lést nýverið strax við komuna á slysa- og bráðadeild Landspítalans við Hringbraut eftir að hafa verið fluttur í neyðarbíl án læknis. Þetta er fyrsta tilvikið sem upp kemur síðan læknar hættu að ganga vaktir á neyðarbílnum þar sem leiddar eru líkur að því að viðvera læknis hefði skipt sköpum fyrir sjúklinginn sem lést. Sú breyting gekk í gegn 17. jan- úar síðastliðinn að læknar hættu að ganga vaktir á neyðarbíl. Þetta var eftir að yfirstjórn Landspítal- ans tók þessa ákvörðun í sparn- aðarskyni. Afram þjónusta lækn- ar bílinn hins vegar en með þeim hætti að þeir eru kallaðir út í sér- völdum tilvikum. Þeir læknar sem starfað hafa á bílnum mótmæltu harðlega og viðruðu þær áhyggj- ur sínar að breytingin gæti kostað mannslíf. Tveimur mánuðum eftir breyt- inguna er komið upp tilvik þar sem sumir viðmælendur DV spyrja sig hvort læknir í neyðarbíl hefði get- að bjargað mannslífi. Viðkomandi sjúklingur lést úr hjartaáfalli tæp- um 20 mínútum eftir komuna á spítalann og leiddar eru líkur að því að viðvera læknis hefði getað skipt sköpum. Leiddar eru líkur aö því aö viðvera læknis hefði skipt sköpum fyrir sjúk- ling sem nýveriö lést á Landspítalanum eftir aö hafa verið fluttur með læknis- lausum neyðarbil. Hann lést úr hjarta- áfalli skönnnu eftir komuna á spitalann. Tilfellið var rannsakað ofan í kjölinn en almennt er erfitt að fullyrða að læknir hefði breytt gangi mála. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti@dv.is Lést við komuna Sjúklingurinn lést fjótlega við komuna á Landspítalann við Hringbraut. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra um upplýsingagjöf vegna fóstra sem greinast með litningagalla: Downs-sérfræðinqar komi að fósturskimun „Ég er heldur hugsi yfir þess- ari þróun og finnst oft ansi langt gengið. Þarna er ekki einungis Downs sem kemur til álita, heldur eru margir aðrir gallar sem koma upp og þarf að svara því hvar eigi að draga mörkin," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins. DV hefúr fjallað um þróun fóstur- eyðinga barna með Downs og aðra litningagalla eftir að tækni til fóstur- skimana var tekin í gagnið á íslandi árið 1998. Um þrjú þúsund konur fara í fósturskimun á fslandi á ári hverju. Af 27 fóstrum sem greindust með Downs á meðgöngu árin 2002 til 2006 var einungis tveimur hald- ið eftir. Um 4 þúsund börn fæðast á ári hverju, en um 800 til 1.000 fóst- ureyðingar eru gerðar, flestar hverj- ar vegna félagslegra aðstæðna verð- andi foreldra. Ekki persónulegt, heldur samfélagslegt Kristinn er sammála þeirri skoð- un foreldra barna með Downs á ís- landi að bæta megi þær upplýsing- ar sem standi verðandi foreldrum til boða þegar þeir leita í fósturskimun. Eins og DV hefúr greint frá telja for- eldrarnir um einhliða upplýsinga- flæði að ræða sem beinist eingöngu að læknisfræðilegri hlið barna með Downs en ekki þeirri félagslegu og uppeldislegu. Kristinn telur að auk þess að breyta upplýsingagjöf þurfi að bæta félagslegar aðstæður foreldra barna með Downs enn frekar. „Löggjöf- in þarf að auðvelda fólki að ala upp börn með Downs og vinna að jafn- vægi í stöðumatinu hjá verðandi foreldrum þegar þeir vega og meta hvað eigi að gera í framhaldinu ef galli greinist í fóstri. Okkar hlut- verk hlýtur að vera að hafa stefnuna þannig að verðandi foreldrar séu al- mennt ekki hvattir til að láta eyða fóstrum," segir Kristinn. Að sögn Kristins þarf að horfa til þess hver úrræði hins opinbera séu til að jafna þessa stöðu. „Þetta er ekki persónubundið mál heldur samfélagslegt. Markmiðið hlýtur að vera að fjölga fæðingum almennt og fækka fóstureyðingum," segir Krist- inn. Stuðningur aukinn Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir sjálfsagt að skoða hvort ráðuneytið geti haft milligöngu um upplýsingagjöf fyr- ir verðandi foreldra þar sem fóstur- greining bendi til þess að bam hafi Downs-heilkenni. „Ein af undir- stofnunum ráðuneytisins er Grein- inga- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem fer með greininga- og ráðgjafarhlut- verk fyrir foreldra fatíaðra barna. Þar starfa sérfræðingar, meðal annars læknar og félagsráðgjafar, sem hafa viðamikla þekkingu um Downs- heilkenni og þá þjónustu og úr- ræði sem börnunum og fjölskyldum þeirra stendur til boða. Um þessar mundir er Greiningastöðin meðal annars í viðræðum við Barnaspítala Hringsins varðandi samvinnu um að bjóða börnum með Downs-heil- kenni reglubundið eftirlit og stuðn- ing umfram það sem nú er," segir fóhanna. Jó- hanna segist reiðubúin til að beita sér fyrir því að hafa milli- göngu um að sérfræðing- ar Greininga- stöðvar ríkisins veiti væntan- legum for- eldrum sem leita í fóstur- skim- Jóhanna Sigurðardóttir Segir koma til greina að sérfræðingar Greiningastöðvar ríkisins komi að upplýsingagjöf í fósturskimun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.