Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 Fréttir DV Björg Hauks ÍS Fórst fyrir ári síöan fyrir mynni Isafjarðardjúps með tvo menn innanborðs. Vonskuveð- ur var á svæðinu og útlit fyrir að þeir hafi hvorki komist í flotgalla né björgunarbát áður en trillan sökk. Foreldrar smábátasjómanns, sem lést fyrir ári síöan, eru sárir yfir smánarleg- um dánarbótum sem þau fengu. Talsmað- ur tryggingafélagsins segir bætur greidd ar út samkvæmt lögum. Gunnlaugur Á. i Finnbogason, formaður Eldingar, félags jj smábátaeigenda í ísaQarðarsýslum, er í ® sjokki yfir bótunum sem hann segir hvorki viðunandi né mannsæmandi. _____ i f . j. - *. * ’*■ ■»-•• ' -• i ■ -«Sr - wc’. .v> / • . 'r* ■ ; •*' f ■ í-X-æ1- „Unnar var ákaflega góður drengur og hvers manns hug- Ijúfi. Það var ofboðslega sorg- leg upplifun að missa hann og tíminn einn deyfir sársaukann." DANARBÆTURH DUGÐU EKKIFYRIR ÚTFARARKOSTNAÐI |««i TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadur skrifar: trausti(S>dv.is Foreldrar smábátasjómanns sem lést í ísafjarðardjúpi fyrir ári síð- an fengu tæpar 400 þúsund krón- ur í dánarbætur vegna andláts son- ar síns. Bæturnar dugðu þeim ekki fyrir útfararkosnaði. Tveir smábátasjómenn létust fyrir nákvæmlega ári síðan er 10 tonna trilla, Björg Hauks ÍS, fórst í ísafjarðardjúpi. Mennirnir hétu Eiríkur Þórðarson og Unnar Rafn Jóhannsson, báðir búsettir á Isa- flrði. Unnar var 32 ára er hann lést, ókvæntur og barnslaus, og foreldr- ar hans eru sárir yfir þeim dánar- bótum sem tryggingafélag Unn- ars greiddi vegna andlátsins. Þær bætur voru reiknaðar miðað við þá lögboðnu slysatryggingu smá- bátasjómanna sem Unnar var með. Bæturnar dugðu foreldrunum ekki fyrir útfararkostnaði sonar síns. Vont veður Eiríkur og Unnar fórust þeg- ar tíu tonna plastbátur þeirra sökk við mynni ísafjarðardjúps rétt fyrir miðnætti 13. mars 2007. Vaktstöð siglinga hafði verið í sambandi við þá klukkan tíu um kvöldið en missti svo sambandi við þá. Stuttu síðar datt báturinn út af eftirlitskerfi vakt- stöðvarinnar Talið er að brot hafi komið á bát- inn þegar veðrið versnaði skyndi- lega á þessum slóðum. Flotgallar voru um borð í bátnum en svo virð- ist sem skipverjarnir hafi ekki haft tíma til þess fara í þá. Björgunar- bátur trillunnar var uppblásinn og bundinn við brak Bjargar og engin merki voru um að mennirnir hefðu náð að komast í hann. Svívirðilegt „Unnar var ákaflega góður drengur og hvers manns hugljúfi. Það var ofboðslega sorgleg upplif- un að missa hann og tíminn einn deyfir sársaukann. Okkur finnst þessi framkoma svívirða við minn- ingu sonar okkar. I fyrstu ætíaði tryggingafélagið ekki að láta okkur fá neitt þar sem við ættum ekki rétt á neinu. Af góðmennsku sinni, eins og félagið lagði þetta upp, létu þeir okkur hafa tæpar 400 þúsund krón- ur, eitthvað sem dugði ekki einu sinni fyrir útförinni," segir Kristinn Pétur Njálsson, stjúpfaðir Unnars Rafns. Gunnlaugur Á. Finnbogason, formaður Eldingar, félags smá- bátaeigenda í ísafjarðarsýslum, er í sjokki yfir smánarlegum dánarbót- unum sem fjölskyldan fær. Hann segir ættíngjana hafa leitað til sín þegar bæturnar voru ljósar. „Þetta er mjög alvariegt og nauðsynlegt að laga. Þessar bætur eru hvorki viðun- andi né mannsæmandi. Það virðist eiginlega ekkert vera gott við þess- ar tryggingar smábátasjómanna, þær standa ekki undir nafni og ég held að menn hafi haldið að þær væru betri en þetta. Mér líst afar illa á þetta því það er mjög slæmt fyr- ir sjómennina hversu slappar bæt- urnar eru og ég er í sjokki yfir því hversu litía virðingu bæturnar sýna látnum sjómönnum," segir Gunn- laugur. Bætur samkvæmt lögum Sigurður Óli Kolbeinsson, for- stöðumaður tjónasviðs Varðar, tryggingafélags Unnars heitins sem greiddi út dánarbæturnar, segist sökum trúnaðar við tryggingahafa og tjónþola ekki getað tjáð sig um málið. Almennt bendir hann á að dánarbætur smábátasjómanna séu greiddar út samkvæmt siglingalög- um. „Við getum ekld tjáð okkur um þetta einstaka mál. Siglingalögin gera hins vegar almennt aðeins ráð fyrir því að dánarbætur séu greidd- ar út til þeirra sem eiga eftirlifandi maka eða börn. Það er ekki gert ráð fyrir dánarbótum til þeirra sem eru ókvæntir eða barnslausir," segir Sig- urður. „Ég tel þetta vera frekar óeðli- legt og tel að greiða eigi dánarbætur samkvæmt eðlilegum útfararkostn- aði til þeirra sem eiga ekki maka eða hafa ekki einhvem á framfæri. Þannig væri þetta í samræmi við það sem skaðabótalög bjóða upp á þess- um efnum," segir Sigurður. Lágar bætur Órn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir vont hversu lágar sfysa- og dánarbætur smábátasjómanna eru. Aðspurður vill hann ekki ræða þetta einstaka mál. „Bæturnar em ekki háar, það verður að segjast al- veg eins og er. Það er lögfest að hafa þessa tryggingu og það liggur fyrir að við viljum að þessum trygging- um sé breytt. Bæturnar eru náttúr- lega mjög lágar og það verður að gera betur," segir Öm. Kristinn segir smábátasjómenn algjörlega ótryggða hér á landi. „Við emm búin að reyna að fá frekari bætur en það þýðir ekki neitt. Við emm búin að gefast upp en mér skilst að félag smábátaeigenda vilji berjast fyrir úrbótum út af þessum smánarlegu bótum sem við feng- um. Það er átakanlegt fyrir okk- ur foreldrana að sjá eftir góðum manni og mæta svona svívirðilegri framkomu. Þetta er náttúrlega al- veg tii skammar."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.