Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Qupperneq 17
DV Sport FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008 17 Chelsea rúllaði upp botnliði Derby með 6-1 sigri. Frank Lampard fór hamförum og skor- aði fjögur mörk. VIÐAR GUÐJÓNSSON bladamaður skrifar: vidar(g>dv.is Frank Lampard skoraði fernu í ör- uggum sigri 6-1 á botnliði Derby. Enski landsliðsmaðurinn sýndi að hann hefur engu gleymt þegar kem- ur að því að skora mörk af miðj- unni. Derby átti aldrei möguleika og hittu á Chelsea eftir að félagið féll úr ensku bikarkeppninni. Leikmenn Chelsea hreinlega léku sér að Derby- mönnum sem gátu þó brosað einu sinni í leiknum en það var eftir að Dave Jones náði að minnka muninn í 6-1 á 74. mínútu. Hin mörk Chelsea gerðu Salomon Kalou og Joe Cole sem virðist vera að ná áður þekktum hæðum í leik sínum. Með sigri Chel- sea tryggja þeir stöðu sína í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og eru í seil- ingarfjarlægð frá Manchester Unit- ed sem er þremur stigum fyrir ofan Chelsea í öðru sæti. Hermann skoraði í sigri Portsmouth Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth unnu mikilvægan 4-2 sigur í baráttunni um Evrópusæti. Hermann skoraði þriðja mark Port- smouth með skoti af stuttu færi eft- ir að hann fylgdi eftir skoti úr auka- spyrnu. Áður hafði Jermaine Defoe skorað tvívegis á fyrstu tíu mínút- unum. Flest virtist benda til öruggs sigur heimamanna en Birmingham- menn hafa sýnt það að undanförnu að þeir eru ekki í deildinni eingöngu til að vera með. Tvö mörk frá Mu- amba og Larson úr aukaspyrnu gerðu það að verkum að leikar stóðu jafnir í hálfleik, 2-2. Eftir marka- súpu fýrri hálfleiks langaði fslend- inginn stóra að vera með og skoraði á 49. mínútu. Eftir mark Hermanns hélt færunum áfram að rigna eins og hellt væri úr fötu. Defoe fékk tækifæri á því að setja þrennuna en misnotaði dauðafæri skömmu eftir mark Hermanns. Eftir líflegar lokamínútur náði Portsmouth loks að nýta eitt færi. Nígeríumaðurinn Nwanko Kanu. Pedro Mendes send- ingu frábæra sendingu á Kanu sem hreinlega gat ekki annað en skorað af stuttu færi. Töpuð stig fyrir Villa Aston Villa og Middlesbrough gerðu 1-1 jafntefli í miklum slag á Villa Park. Steward Downing kom gestunum í Boro yfir á 23. mínútu eftir að hann nýtti sér slæm mistök Zat Knight í vörn Villa. Heimamenn sýndu ekki sínar bestu hliðar það sem eftir lifði hálfleiks og áhorfend- ur fóru að ókyrrast. Ef undan er skil- ið dauðafæri frá Mido var síðari hálf- leikur algjörlega eign Aston Villa. Eftir mikla pressu fékk liðið stranga vítaspyrnu sem var dæmd eftir að boltinn fór í hönd Luke Young í vörn Middlesbrough. Úr vítaspyrn- unni skoraði svo fyrirliðinn Gar- eth Barry. Villa reyndi sitt besta að knýja fram sigur á lokakaflanum en vörn Boro hélt og 1-1 jafntefli nið- urstaðan. Villa-menn munu klár- lega líta á þetta sem tvö töpuð stig, enda átti liðið fína möguleika á því að halda sér í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri. Slæmur fýrri hálfleikur varð þeim hins vegar að falli. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var mjög ánægður með landsliðið á æfingamóti á Algarve SENDU SKILABOÐ MEÐ FRAMMISTÖÐUNNI Islenska kvennalandsliðið í knatt- spymu lauk æfingamóti á Algarve með fullt hús stiga eftir að liðið lagði Finna að velli 3-0. Finnska landsliðið er ofar hinu íslenska á heimslistan- um og sigurinn var því mjög góður. Sigurður Ragnar Eyjólfsson lands- liðsþjálfari var að vonum himinlif- andi yfir ffammistöðu íslenska liðs- ins. Hann segir hana vera ákveðna yfirlýsingu fýrir komandi átök. „ Það er frábært að ná að halda hreinu og skora þrjú mörk. Við bættum okkur í hverjum leik og það er mjög öflugt að vinna lið sem er ofar en við á heims- listanum svona örugglega," segir Sig- urður en Finnar eru í sextánda sæti heimslistans en ísland í því tuttug- asta. „Það sem stendur upp úr er vam- arleikur liðsins sem var frábær. Við fengum bara eitt mark á okkur úr aukaspyrnu og skoruðum mikið af mörkum. Magrét Lára er sjóðandi heit og skorar í hverjum landsleik. Eins komu nýjar stelpur vel inn. Sara Björk átti mjög gott mót auk Rakelar Hönnudóttur. Varnarleikurinn var mjög sterk- ur á mótinu og Sigurður segir mikil- vægt að byggja á honum fýrir undan- keppni EM sem hefst að nýju innan skamms. „Guðrún Sóley Gunnars- dóttur og Katrín Jóns náðu frábær- lega vel saman. Svo víxluðum við svolítið bakvörðunum og Ólína Jóns- dóttir kom mjög vel út í bakverðin- um. Það sem eftir situr er að við erum með fleiri leikmenn sem standa sig og það er mjög jákvætt. Við sendum ákveðin slálaboð með þessari ffammi- stöðu," segir Sigurður ísland leikur tvo æfingaleiki í Finn- landi í maí en svo tekur alvaran við þegar undankeppni EM hefst að nýju. Þegar blaðamaður DV náði á Sig- urð Ragnar veitti hann því athygli að yfir stóð hópsöngur leikmanna. Lag- ið var ísland er land þitt. „Þetta er eitt aðallagið sem þær taka," segir Sig- urður hlæjandi að lokum. vidamdv.is Mancini til Chelsea? Roberto Mancini, þjálfari Inter Milan, er á leið frá félaginu og sögusagnir herma að Chelsea verði næsti áfangastaður ítalans. Mancini kom mjög á óvart þegar hann tilkynnti að hann myndi ekki vera áfram hjá Intereftirtap liðsins fyrir Liverpool í Meistaradeild- inni. Hann hefur áður lýst því yfir að hann muni aldrei taka við AC Milan, Juventus eða Roma. Fjölmiðlar á ítallu halda þvf fram að Roman Abramovich muni bjóða Mancini starflð á Stamford Bridge og hann taki við af Avram GrantTalið er að Grant þurfi annaðhvort að vinna ensku deildina eða Meistaradeildina til þess að bjarga starfi sínu. Fleiri þjálfarar hafa verið orðaðir við framkvæmdastjórastöðu Chelsea og ber þar helst að nefna Frank Riikjard, þjálfara Barcelona. Defoe ánægður á nýjum stað Jermaine Defoe segir að tfmi hafi verið kominn til þess að hann fyndi sér nýtt lið til að spila með er hann fór til Portsmouth í janúar. Defoe hafði áðurverið meira og minna á varamanna- bekkTottenham. Hann missti af tækifæri til þess að fagna með fyrrverandi félögum sínum þegar Tottenham varð deildarbikarmeistari á dögunum en Defoe sér ekki eftir neinu. „Ég er ánægður með að vera kominn á Fratton Park því ég þurfti á þvf að halda að komast í byrjunarlið í þessari deild. Mér finnst gaman á æfingum og í leikjum. Það hjálpar manni að láta sér líða vel. Andinn í félaginu er mjög góður og hjá Portsmouth eru margir góðir leikmenn," segir Defoe. Giggs iangar að þjálfa Goðsögnin Ryan Giggs segist tilbúinn til að þjálfa í framtfðinni eftir að hann hættir sem leikmaður. Hann segistþó ekkiá þeim buxunum að fara að hætta aðspila.Giggs mun brátt slá met Bobbys Charlton f spiluðum leikjum en hann hefur leikið 746 leiki fyrir Manchester United, einungis 13 leikjum minna en Charlton. Alex Ferguson hefur gefið það (skyn að laus staða sé fyrir Giggs í starfsliði Manchester United eftir að ferill kappans endar. Giggs er nú þegar búinn að taka Uefa-B- og C-námskeið en ætlar sér að taka Uefa-A-námskeið í þjálfun næsta sumar. Ole Gunnar Solskjaer er þegar orðinn hluti af þjálfunarteymi Manchester United og hyggst Giggs feta í fótspor hans. Lescott framlengir Joleon Lescott, leikmaður Everton og enska landsliðsins, hefurskrifað undir nýjan samning sem heldur honum hjá félaginu fram á sumarið 2012. Lescott kom til Everton árið 2006 frá Úlfunum og hefur á þeim tíma skipað sér í hóp bestu varnarmanna Englands. „Lescott hefur sýnt það og sannað að hann er meira en bara góður fótboltamaður. Hann er mjög ánægður hjá okkur og það erfrábært að hann skuli vera búinn að binda sig við félagið til langs tfma. Þetta segir okkur bara það að við erum á réttri leið með félagið," sagði David Moyes, stjóri Everton. Vf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.