Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2008, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 13. MARS 2008
ÆttfræOi DV
TIL
HAMINGJU
MEÐ
AFMÆLIÐ
75ARAIDAG
30 Ara afmæli
■ Madars Licis Þverbrekku4, Kópavogur
■ Arnar Gunnarsson Auðbrekku lAkureyri
■ Eva Björk Haraldsdóttir Keilusiðu 5d, Akureyri
■ Karlotta S Ásgeirsdóttir Flétturima23, Reykjavik
■ Alfa Rós Pétursdóttir Freyjugötu 25c, Reykjavík
■ Guðrún Hildur Jóhannsdóttir Smáratúni 48,
Reykjanesbær
■ Sigrún Hanna Sigurðardóttir Litlakrika23, Mosfellsbær
■ Gyða Einarsdóttir Blönduhlíð 10, Reykjavlk
■ Salóme Sif Símonardóttir Strandgötu 17a, Patreksfjörður
■ Gunnar Örn Sigvaldason Reynimel82, Reykjavik
40 ÁRA AFMÆLI
■ Vigdis Furuseth Syðra-Langholti 3, Flúðir
■ Brooks Arther Hood Norðurtúni2,Álftanes
■ Þórunn Lára Þórarinsdóttir Stórateigi27, Mosfellsbær
■ Sigurður B Halldórsson Strandvegi 18, Garðabær
■ Ragnheiður Samúelsdóttir Klappakór 1b, Kópavogur
■ Sigrún Lilja Jónsdóttir Flétturima 32, Reykjavlk
■ Sigurbjörg G Friðriksdóttir Hraunhvammi 3, Hafnarfjörð-
ur
■ Sigrún Kristjánsdóttir Þelamörk42, Hveragerði
■ Njáll Stefánsson Bröttuhlið2,Akureyri
■ Barbara Meyer Ásmúla, Hella
50 ÁRA AFMÆLI
■ Lin Kam Yu Sóltúni30, Reykjavík
■ Maria G Barros Ferreira Skipholti 19, Reykjavik
■ Hjalti Reynisson Fálkagötu28,Reykjavík
■ Sverrir Sigurjón Björnsson Ránargötu46, Reykjavik
■ Brynjólfur Grétarsson Rauðalæk38, Reykjavlk
■ Sigríður E Laxness SólvallagötuSO, Reykjavík
■ Ingólfur Hjörleifsson Borgarholtsbraut68, Kópavogur
■ Hulda Kobbelt Andrésbrunni 10, Reykjavlk
■ Þórhildur Þorsteinsdóttir Þorláksgeisla 6, Reykjavlk
■Theódóra K Frímann Tunguvegi 14,Reykjavlk
■ Elísabet Jóna Sólbergsdóttir Selbraut36, Seltjarnarnes
■ Sigurlaug Sigurpálsdóttir Stararima 49, Reykjavlk
■ Guðmundur Ingvason Ásvegi 9, Dalvlk
■ Gunnar Ágúst Pálsson Austurbrún 6, Reykjavlk
60 ÁRA AFMÆLI
■ Inga Rósa Guðjónsdóttir Trönuhjalla 5, Kópavogur
■ Júlíus Gunnar Óskarsson Granaskjóli 82, Reykjavik
■ Ragnheiður Jónsdóttir Gestsstöðum, Hólmavlk
■ Laufey J Kjartansdóttir Seftjörn 2, Selfoss
■ Sigurður Guðmundsson Möðruvöllum 1, Mosfellsbær
■ Margrét G Karlsdóttir Selvogsbraut29, Þorlákshöfn
■ Baldur Baldvinsson Reykjaheiðarvegi 3, Húsavík
■ Gísli Ragnarsson Aflagranda 27, Reykjavik
■ Höður Guðlaugsson Birkiási28, Garðabær
70 ÁRA AFMÆLI
■ Hafliði Jóhannesson Borgarbraut30,Stykkishólmur
■ Haukur Guðjónsson Illugagötu31, Vestmannaeyjar
■ Gunnar Þórólfsson Garðarsbraut32, Húsavík
■ Margrét Dannheim Brekkuseli 33, Reykjavik
75 ÁRA AFMÆLI
■ Jóhann Þór Sigurbergsson Fannafold71, Reykjavík
■ Magnús Finnbogason Gilsbakka 2, Hvolsvöllur
■ Vilhelm Ingólfsson Gullsmára 9, Kópavogur
■ Bolli Thoroddsen Sæbraut 6, Seltjarnarnes
80 ÁRA AFMÆLI
■ Björgheiður Eiríksdóttir Skúlagötu40, Reykjavik
85 ÁRA AFMÆLI
■ Sigrún Elíasdóttir Furugerði 1, Reykjavlk
ERLINGURGISLASON
LEIKARI OG LEIKSTJÓRI
Erlingur Gísli Gíslason, leikari og leik-
stjóri, er sjötíu og fimm ára í dag.
STARFSFERILL
Erlingur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1953, stund-
aði nám í íslensku við Hl 1953-54, lauk prófi í
forspjallsvísindum frá HÍ1954, prófi frá Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins 1956, stundaði
nám við Tóniistarskólann í Reykjavík 1953-
54, nam leikhúsfræði við Háskólann í Vínar-
borg og leiklist við Leiklistarskóla Helmuts
Kraus í Vín 1956-57, fór kynnisför um Evrópu
og á leiklistarnámskeið í London og Berlín
1965-66, sótti leikstjóranámskeið í Ósló 1966
og námskeið í gerð kvikmyndahandrita hjá
Dramatiska Institutet í Svíþjóð 1985.
Erlingur var leikari og leikstjóri hjá Þjóð-
leikhúsinu, Grímu og Leikfélagi Reykjavíkur
1957-91, hefur farið með fjölda hlutverka í
útvarpi og sjónvarpi og ýmis hlutverk í kvik-
myndum, var kennari hjá Bandalagi íslenskra
leikfélaga, Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og
ríkisins, við Gagnfræðaskóía Reykjavíkur og
Gagnfræðaskóla Kópavogs.
Erlingur var einn af stofnendum Leik-
klúbbsins Grímu 1961. Hann var formað-
ur Leikarafélags Þjóðleikhússins 1967-69 og
Félags íslenskra leikstjóra 1975-77 og 1979-
81, fulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík
á landsfundum Alþýðubandalagsins 1987
og 1989, fulltrúi Birtingar á landsfundunum
1995, 1997, og 1998 og sat í framkvæmda-
stjórn Leiklistarráðs fýrir Félag leikstjóra á fs-
landi 1990-91.
Erlingur og Brynja, eiginkona hans, sömdu
leikritið Flensað í Malakoff og Erlingur samdi,
ásamt öðrum, leikritið Flugleik. Hann samdi
handrit að stuttmyndinni Símon Pétur fullu
nafni 1988 og Reykjavíkurstúlku.
Erlingur hlaut verðlaun Listahátíðar í
Reykjavík 1988 fyrir myndina Símon Pétur
fullu nafni og handritastyrk úr Kvikmynda-
sjóði.Hann var sæmdur riddarakrossi ís-
lensku fálkaorðunnar fýrir framlag sitt til leik-
listar 2008.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Erlings er Brynja Benedikts-
dóttir, f. 20.2. 1938, leikstjóri, höfundur og
leikari. Hún er dóttir Benedikts Guðjónsson-
ar, f. 3.3.1909, d. 12.4.1982, kennara og skóla-
stjóra í Mýrdal og síðar kennara í Reykjavík,
og k.h., Róshildar Sveinsdóttur, f. 21.2. 1911,
handavinnu- og yogakennara.
Sonur Erlings og Brynju er Benedikt, f.
31.5. 1969, leikstjóri, leikari og leikskáld, en
kona hans er Charlotta Böving leikkona og
eiga þau eina dóttur.
Fyrri kona Erlings var Katrín Guðjónsdótt-
ir, f. 27.3.1935, nú látin, kennari.
Synir Erlings og Katrínar eru Guðjón, f.
15.12. 1955, tölvuverkfræðingur í Svíþjóð en
kona hans er Berta Ragnarsdóttir og eiga þau
þrjá syni; Friðrik, f. 4.3. 1962, rithöfundur og
tónlistarmaður og á hann einn son.
Systkini Erlings eru Anna, f. 30.12. 1924,
húsmæðrakennari í Reykjavík; Einar Ólafur,
f. 6.4.1929, fýrrv. flugstjóri í Reykjavík.
Foreldrar Erlings: Gísli Ólafsson, f. 21.11.
1898, d. 11.4. 1991, bakarameistari í Reykja-
vík, og k.h., Kristín Einarsdóttir, f. 26.9.1899,
d. 12.12.1992, húsmóðir.
ÆTT
Gísli var bróðir Sigurjóns myndhöggvara.
Gísli var sonur Ólafs, verkam. á Eyrarbakka
Arnasonar, b. í Þórðarkoti Eiríkssonar, b. á
Mosastöðum Guðmundssonar. Móðir Árna
var Sigríður, systir Halldóru, langömmu Svan-
hildar, móður Sigurgeirs biskups, föður Péturs
biskups. Móðir Ólafs á Eyrarbakka var Margrét
Gísladóttir, b. í Hreiðuborg Halldórssonar.
Móðir Gísla var Guðrún Gísladóttir, b. í
Stokkseyrarseli Andréssonar, b. í Stóru-Sand-
vík Gíslasonar, og Elísabetar Kristófersdóttur.
Móðir Guðrúnar var Guðný, hálfsystir Krist-
ínar, langömmu Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur utanríkisráðherra. Guðný var dóttir
Hannesar, b. í Tungu í Flóa, bróður Þorkels,
langafa Ragnars í Smára og Guðna Jónssonar
prófessors og langalangafa Karls Guðmunds-
sonar leikara. Hannes var sonur Einars, spít-
alahaldara í Kaldaðarnesi Hannessonar, ætt-
föður Kaldaðarnesættar Jónssonar. Móðir
Guðnýjar var Guðný, systir Sigríðar, lang-
ömmu Baldurs Möller.
Kristín er dóttir Einars, verslunarmanns í
Reykjavík Einarssonar, sjómanns á Melnum í
Reykjavík Bjarnasonar, í Saltvík Ingimundar-
sonar, bróður Ólafs, langafa Valgerðar, ömmu
Einars Benediktssonar sendiherra. Syst-
ir Bjama var Helga, langamma Jakobs Möll-
ers ráðherra og Frans, föður Hans G. Ander-
sen sendiherra. Móðir Einars á Melnum var
Sigríður Einarsdóttir, b. í Stíflisdal Jónssonar.
Móðir Einars var Ingveldur Jónsdóttir, syst-
ir Guðna, ættföður Reykjakotsættar, langafa
Halldórs, afa Halldórs Kiljans Laxness. Guðni
var einnig langafi Guðna, langafa Vigdísar
Finnbogadóttur, fýrrv. forseta. Móðir Einars
verslunarmanns var Kristín Gísladóttir, b. í
Grænuhlíð við Reykjavík Péturssonar.
Móðir Kristínar var Anna Jónsdóttir, b.
í Artúni Jónatanssonar. Móðir Jóns var Að-
albjörg Jónsdóttir. Móðir Aðalbjargar var
Rannveig Magnúsdóttir, pr. á Hrafiiagili, þess
er „settist upp á Skjóna" Erlendssonar. Móð-
ir Rannveigar var Ingibjörg Sveinsdóttir, lög-
manns og skálds Sölvasonar, klausturhaldara
á Munkaþverá Tómassonar, bróður Tómas-
ar, ættföður Hvassafellsættar, langafa Jónasar
Hallgrímssonar skálds.
Valur Júlíusson
FYRRV. YFIRLÆKNIR
Valur fæddist við
Laugaveginn í Reykja-
vík og ólst þar upp og
var sex sumur í sveit að
Kambi í Holtum. Hann
lauk stúdentsprófi frá
VÍ1951, embættisprófi í
læknisfræði frá HI 1961
og sótti ýmsar ráðstefn-
ur um áfengis- ogvímu-
efnaneyslu, í Banda-
ríkjunum, Englandi og í
Danmörku.
Valur var aðstoðar-
læknir héraðslæknis
í Eskifjarðarumdæmi
1961, námskandídat við St.
Jósepsspítala, Landspítalann
og Slysavarðstofuna í Reykja-
vík, var héraðslæknir í Seyð-
isfjarðarhéraði 1962-68 og
heimilislæknir í Reykjavík frá
1968. Hann var skólalækn-
ir við Hagaskóla frá 1969, við
Melaskóla 1970-77, var einn
af stofnendum sAá, læknir
við sjúkrastöð SÁÁ frá
1977 og fyrsti yfirlækn-
ir samtakanna.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Vals er
Ágústa Nellý Hafsteins-
dóttir, f. 30.9.1934, hús-
móðir.
Börn Vals og Ág-
ústu eru Hrefna Lilja,
f. 1.4. 1956, læknaritari
í Domus Medica; Haf-
steinn, f. 2.12. 1957,
starfsmaður hjá Sig-
mundsson ehf; Hörður,
f. 27.7. 1966, deildarstjóri hjá
Visa Island.
Foreldrar Vals voru Júlíus
Magnússon, f. 12.7.1883, d. 4.1.
1931, verkamaður í Reykjavík,
og Jónína Margrét Jónsdóttir,
f. 17.1. 1891, d. 6.9. 1970, hús-
móðir.
Valur dvelur í Kaupmanna-
höfn á afmælisdaginn.
Þorvaldur Þorvaldsson
SJÓMAÐUR í BORGARNESI
Þorvaldur fæddist í
Vestmannaeyjum, ólst
þar upp og lauk þar
grunnskólaprófi.
Þorvaldur stundaði
sjómennsku frá
Vestmanneyjum frá
því á unglingsárunum.
Hann vann síðar
við rörasteypu hjá
Loftorku í Borgarnesi
og stundaði eftir það
ýmis almenn störf vfðs
vegar um landið. Hann
hefur nú um alllangt
skeið verið sjómaður
á togaranum Vestmannaey frá
Vestmannaeyjum en er búsettur
í Borgarnesi.
Þorvaldur var félagi í
Kiwanisklúbbnum Smyrli í
nokkur ár.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Þorvalds er
Sigrfður Björk Þórisdóttir, f. 12.7.
1951, húsmóðir.
Börn Þorvalds og
Sigríðar Bjarkar eru
AnnaHeiðrúnÞorvalds-
dóttir, f. 28.9.1980, leik-
skólaleiðbeinandi,
búsett í Borgamesi;
Þorvaldur Ægir Þor-
valdsson, f. 24.9. 1985,
nemi í bakaraiðn í Vest-
mannaeyjum.
Stjúpbörn Þor-
valds: Svanhildur M.
Ólafsdóttir, f. 9.5. 1971,
lyfjatæknir og leik-
skólakennari, búsett í
Borgarnesi; Þórir V. Indriðason,
f. 8.3. 1974, húsasmiður,
búsettur í Borgarnesi.
Foreldrar Þorvalds voru
Þorvaldur Sveinsson, f. 13.10.
1913, d. 23.7. 1947, sjómaður,
og Sigríður Einarsdóttir, f. 5.2.
1922, d. 9.6.1989, húsmóðir.
Stjúpfaðir Þorvalds var
Sigurður Jóhannesson.