Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 6

Peningamál - 01.11.1999, Blaðsíða 6
Hækkun á markaðsverði húsnæðis og matvæla endurspeglar eftirspurn Tæpur þriðjungur hækkunar neysluverðs á tímabil- inu frá janúar til nóvember stafaði af 15% hækkun húsnæðisliðar vísitölunnar. Lítill vafi er á því að hækkun markaðsverðs húsnæðis á sér ekki síst rætur í miklum vexti eftirspurnar þótt byggðaröskun, láns- fjárframboð og lækkun raunvaxta kunni einnig að eiga hlut að máli. Raunverð fasteigna á höfuðborgar- svæðinu er nú álíka hátt og á þensluárunum fyrir rúmum áratug síðan. Þegar eignaverð er orðið svo hátt má gera ráð fyrir að dragi úr verðhækkunum. Að hluta til má segja að hækkun húsnæðisverðs feli í sér leiðréttingu frá lágu verði sem ríkti á stöðnunarskeið- inu fram eftir tíunda áratugnum. Þeirri leiðréttingu ætti nú að vera lokið og því líklegt að mesta hækk- unarhrinan sé gengin yfir, þótt einhver viðbótar- hækkun raunverðs húsnæðis gæti orðið á næsta ári. Á vissan hátt gefur hækkun húsnæðisliðar í vísi- tölu neysluverðs ýkta mynd af hækkun neysluverðs. Í fyrsta lagi er í vísitölunni einungis tekið mið af hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Fast- eignaverð hækkaði mjög á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári en aðra sögu er að segja víðast á lands- byggðinni. Vaxandi straumur fólks til höfuðborgar- svæðisins hefur magnað þenslu á húnæðismarkaði þar en haldið verði niðri á landsbyggðinni. Í öðru lagi ber að geta þess að hækkun reiknaðs húsnæðiskostn- aðar, sem tekur mið af markaðsverði húsnæðis og er veigamesta ástæða hækkunar húsnæðisliðar, endur- speglar ekki beinan fjárhagslegan kostnaðarauka neytenda af hærra húsnæðisverði heldur fórnarkostn- að þeirra af því að búa í eigin húsnæði. Þannig geta tiltölulega takmörkuð fasteignaviðskipti haft áhrif á endurmat þessa fórnarkostnaðar fyrir alla neytendur. Mat á breytingu húsnæðiskostnaðar er reyndar afar erfitt viðfangs og mjög er mismunandi eftir löndum hvaða aðferðum er beitt. Ef hækkandi bensínverð og húsnæðiskostnaður væru einu skýringar aukinnar verðbólgu mætti gera sér vonir um að hún hjaðnaði að miklu leyti sjálf- krafa. Því miður er því ekki svo farið. Matvælaverð er nú t.d. mun hærra en fyrir ári síðan. Verð annarrar innlendrar mat og drykkjarvöru en búvöru og græn- metis var 9,7% hærra í nóvember en fyrir ári og inn- flutt matvæli höfðu hækkað lítið minna. Erfitt er að fullyrða hvað hér býr að baki. Að hluta til kann að vera um hliðrun á árstíðasveiflu að ræða eða tíma- bundnar framboðstruflanir en getum hefur einnig verið leitt að því að aukin samþjöppun fyrirtækja í dreifingu og smásölu matvæla eigi hlut að máli. Það styður þessa tilgátu að bæði innlend og innflutt mat- væli hafa hækkað álíka í verði. Ekki verður séð að innflutningsverð matvæla hafi almennt hækkað sem gæti bent til þess að álagning hafi aukist. Of snemmt er þó að fullyrða mikið um áhrif aukinnar samþjöpp- unar og blokkamyndunar í matvöruverslun. Í sumum tilfellum hafa ytri áhrif orðið tilefni hækkunar en markaðsaðstæður sennilega orðið til þess að meiri hækkun varð en efni stóðu til. Verðlag þjónustu á frjálsum markaði hefur hækkað um rúm 5% frá því fyrir ári. Í þeirri hækkun er falin hækkun bifreiðatrygginga í kjölfar lagasetningar sem gerir auknar kröfur um tryggingarvernd. Þessi hækkun kom þó ekki nema að tæpum þriðjungi fram í hækkun vísitölu neysluverðs, þ.e.a.s. sá hluti hækk- unarinnar sem að mati Hagstofunnar stafaði ekki af aukinni tryggingarvernd. Þótt áhöld geti verið um mat á kostnaðarauka tryggingarfélaganna vegna hinnar nýju lagasetningar verður að telja líklegt að markaðsaðstæður hafi átt þátt í því að tryggingar- félögin sáu sér fært að hækka verð meira en ella. Hvað sem því líður urðu áhrif hækkunarinnar á vísi- tölu neysluverðs aðeins 0,2% þegar upp var staðið. Að frátöldu innfluttu bensíni og matvælum hefur verðþróun annarrar innfluttrar vöru, svo sem bifreiða og raftækja, haldið aftur af hækkun vísitölunnar. Verð þeirra hefur ýmist nánast staðið í stað eða lækk- að enda er í útreikningum Hagstofunnar tekið tillit til gæðabreytinga þessarar vöru sem kemur fram í lægra mældu vöruverði en ella. Gengisþróunin hafði aðeins tímabundin áhrif á verð- lag á þessu ári og aukin framleiðni mildaði áhrif launahækkana Gengi krónunnar veiktist nokkuð framan af ári og fyrri hluta maí var það u.þ.b. 1% lægra en í ársbyrjun og ríflega 2½% lægra en þegar það var hæst á sumar- mánuðum 1998. Síðan í maí hefur gengi krónunnar hins vegar styrkst verulega og var snemma í nóvem- ber orðið hærra en nokkru sinni eftir gengisfellingu krónunnar í júní 1993. Þótt lækkun krónunnar hafi átt nokkurn þátt í aukinni verðbólgu fyrri hluta ársins ættu þau áhrif að hafa fjarað út að verulegu leyti og á næstu misserum mun hærra gengi krónunnar, verði það viðvarandi, leiða til lægra innflutningsverðs í 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.