Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 28

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 28
3. Vextir banka og sparisjóða Talsverðar sveiflur hafa orðið á vöxtum bankastofn- ana á árinu 1999. Þeir lækkuðu nokkuð fyrstu tvo mánuði ársins en hafa síðan farið hækkandi. Sem dæmi lækkuðu vextir verðtryggðra lána um hálft prósentustig að meðaltali í febrúar, fóru í 8,2%, en eru í nóvember 8,8%. Nafnvextir almennra skulda- bréfalána lækkuðu um 0,2 prósentustig í febrúar en hafa síðan hækkað um 2,6 prósentustig, m.a. vegna aukinnar verðbólgu, og eru núna 14,7%. Aðgerðir Seðlabankans í peningamálum höfðu talsverð áhrif á útlánsvexti bankanna. Auk þess að fylgja eftir hækk- un Seðlabankans á eigin vöxtum á árinu, kunna nýjar lausafjárreglur að hafa hvatt banka til að hækka vexti til þess að stemma stigu við vexti útlána. Hins vegar er ekki útlit fyrir að vaxtahækkanir af óverðtryggðu fé verði jafnmiklar og aukning verðbólgu milli ára gefur tilefni til. Vaxtamunur virðist hafa aukist þar eð vextir innlána hafa hækkað minna en vextir útlána. Sem dæmi hafa vextir almennra sparibóka hækkað um 0,3 prósentustig og ávöxtun svonefndra peninga- markaðsreikninga um 1,8 prósentustig. Vextir verð- tryggðra innlána eru því sem næst þeir sömu í nóv- ember og þeir voru í upphafi ársins 1999. 4. Skuldabréfamarkaður Ávöxtun verðtryggðra markaðsskuldabréfa hefur farið hækkandi á árinu eftir mikla lækkun á síðasta ári. Ávöxtun 5 ára spariskírteina hefur hækkað um 0,22 prósentustig og er nú um 4,94%. Svipuð hækk- un hefur orðið á öðrum ríkisskuldabréfum eða um 0,25 prósentustig. Hins vegar hefur ávöxtun húsbréfa ekki breyst sem neinu nemur á árinu. Reyndar hélt ávöxtun áfram að lækka fram í febrúar á þessu ári en greinilegur viðsnúningur varð með setningu reglna Seðlabankans um laust fé. Þær gerðu lánastofnunum erfiðara að eiga langtímamarkaðsbréf þar sem þau teljast ekki með lausu fé, en flestar lánastofnanir sem reglurnar náðu til voru við setningu þeirra með lakari lausafjárstöðu en reglurnar áskildu. Sá munur sem er á ávöxtunarþróun spariskírteina og húsbréfa á rætur að rekja til tveggja þátta. Engin spariskírteini hafa verið seld í frumsölu á þessu ári og raunar hefur fjárhæð útistandandi ríkisskuldabréfa lækkað vegna fyrirfram innlausnar. Aukning hefur hins vegar átt sér stað í útgáfu húsbréfa. Þá hefur vaxtamunur kaup- og sölutilboða spariskírteina á eftirmarkaðnum farið vaxandi og það hefur dregið úr 27 Viðskipti með skuldabréf á VÞÍ janúar-október 1998 og 1999 Spariskírteini Ríkisbréf Húsbréf Húsnæðisbréf 0 10 20 30 40 50 60 70 Ma.kr. 1998 1999 Mynd 13 Dagleg þróun ávöxtunarkröfu á nokkrum markflokkum húsbréfa og spariskírteina Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 3,40 3,60 3,80 4,00 4,20 4,40 4,60 4,80 5,00 RS15-1001/K (Sparisk., gjaldd. 2015) RS05-0410/K (Sparisk., gjaldd. 2005) BH37-1215/H (Húsbr., lokagjaldd. 2037) BH21-0115/H (Húsbr., lokagjaldd. 2021) Mynd 11 Ávöxtunarmunur á kaup- og sölukröfu spariskírteinaflokks og húsbréfaflokks síðustu 12 mánuði N D J F M A M J J Á S O N 0,00 0,05 0,10 0,15 0,20 0,25 0,30 0,35 BH22-1215/H RS05-0410/K 1998 1999 Mynd 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.