Peningamál - 01.05.2000, Side 11

Peningamál - 01.05.2000, Side 11
verið neikvæður um 43 ma.kr. í fyrra, sem samsvarar 6,7% af landsframleiðslu og er 2,1% hærra hlutfall en gert var ráð fyrir í október og 0,7% hærra en í desember. Meginhluta fráviksins frá desemberáætlun má rekja til breyttra aðferða við uppgjör viðskipta- jafnaðar sem miðuðu að því að færa það til samræmis við alþjóðlega staðla. Þetta leiddi til þess að við- skiptajöfnuður ársins varð 14-15 ma.kr. lakari en ella hefði orðið.6 Þótt versnun viðskiptajafnaðar frá því í desember megi að drjúgum hluta rekja til breyttra uppgjörs- aðferða verður ekki fram hjá því horft að staðan er nú umtalsvert verri en áður var búist við. Verri útkomu en gert var ráð fyrir í október má að nokkuð jöfnum hluta rekja til vöru- og þjónustuviðskipta og þátta- tekna. Til viðbótar er samsetning þjóðarútgjalda nú óhagstæðari frá sjónarhóli stöðugleika, því að fjár- festing virðist hafa verið minni og einka- og sam- neysla meiri en áður var talið. Hallinn sem mælst hefur á viðskiptum við útlönd undanfarin tvö ár er einn hinn mesti sem á nýliðnum árum hefur mælst í OECD-ríki. Einungis Nýja-Sjáland hefur búið við álíka halla á síðustu árum. Þjóðhagsstofnun áætlar að kaupmáttur ráðstöfun- artekna á mann hafi aukist um 5% á árinu 1999, en einkaneysla um 7,2%. Hluti einkaneyslunnar hefur því að líkindum verið fjármagnaður með lántöku heimilanna. Upplýsingar frá lánakerfinu um útlán til heimilanna staðfesta að svo sé, því að útlán til þeirra jukust um 16% á síðasta ári (frá upphafi til loka árs) og 15% árið 1998, þ.e.a.s. umtalsvert hraðar en ráðstöfunartekjur. Skuldir heimilanna hafa því farið ört vaxandi í hlutfalli við ráðstöfunartekjur. Hlutfall skulda af ráðstöfunartekjum hefur hækkað stöðugt undanfarin 20 ár, en aukningin árið 1999 var óvenju ör. Í árslok er talið að skuldir heimilanna hafi numið 147% af ráðstöfunartekjum þeirra, og er það tæplega 9% hærra hlutfall en árið áður. Spyrja má hverju þessi mikla aukning sætir. Ætla mætti að skynsam- legt væri fyrir heimilin að draga úr skuldasöfnun í góðæri í því skyni að jafna út neyslu í góðum og slæmum árum. Á síðustu árum hafa heimilin hins vegar verið að auka skuldir sínar í góðærinu. Tvær skýringar á þessari hegðun heimilanna koma til greina. Hin fyrri er að þau vænti verulegrar raunaukningar tekna á næstu árum sem geri þeim kleift að standa undir skuldabyrðinni. Hækkun á hlutfalli skulda af samtímaráðstöfunartekjum megi því rekja til þess að heimilin séu bjartsýn á að ráð- stöfunartekjur þeirra muni vaxa ört á næstu árum. Síðari skýringin er að heimilin meti verðmæti eigna sinna mun hærra nú en áður og séu því reiðubúin að skuldsetja sig meira en áður. Hærra verð eigna heim- ilanna gerir þeim að auki kleift að veðsetja þær meira en áður. Líklegt er að báðar skýringarnar eigi hlut að máli. Í þessu er þó fólgin veruleg áhætta, bæði fyrir heimilin og lánastofnanir sem hafa lánað þeim. Væntingar um áframhaldandi vöxt ráðstöfunartekna kunna að vera óraunsæjar og eignaverð hærra en stenst til lengdar. 10 PENINGAMÁL 2000/2 Tafla III Samanburður á spám ÞHS í mars 2000 og október 1999 Frávik frá Spá ÞHS spá ÞHS í í mars 2000 október 1999 Árlegar magnbreytingar í % Áætlun Spá nema annað sé tekið fram 1999 2000 1999 2000 Einkaneysla ................................ 7,2 4,0 1,2 1,5 Samneysla .................................. 4,7 3,5 1,3 1,0 Fjármunamyndun ....................... -2,0 8,4 -1,9 6,3 Þjóðarútgjöld.............................. 4,7 4,7 0,7 2,3 Útflutningur vöru og þjónustu ... 5,8 1,8 -2,5 -0,8 Innflutningur vöru og þjónustu.. 6,3 4,1 2,9 2,1 Verg landsframleiðsla ................ 4,4 3,9 -1,4 1,2 Þjóðartekjur................................ 4,1 4,0 -0,7 1,3 Viðskiptajöfnuður, % af VLF .... -6,7 -7,2 -2,1 -3 Utanríkisviðskipti Vöruútflutningur ........................ 7,4 1,5 -2,3 -0,7 útflutningsframleiðsla ............ 5,3 4,2 -2,7 0,1 Vöruinnflutningur ...................... 5,0 3,8 2,9 2,9 almennur vöruinnflutningur... 3,6 2,3 2,9 3,5 Þjónustutekjur ............................ 2,6 2,4 -2,9 -1,1 Þjónustugjöld ............................. 9,5 4,7 2,8 0,2 Vöruskiptajöfnuður .................... -22,4 -27,0 -4,4 -11,9 Þjónustujöfnuður........................ -5,5 -5,5 -4,5 -4,5 Jöfnuður þáttatekna.................... -14,2 -17,1 -4,3 -4,9 Viðskiptajöfnuður ...................... -42,8 -50,5 -13,5 -21,5 Heimild: Þjóðhagsstofnun. 6. Jafnframt fór fram endurmat á viðskiptajöfnuði fyrri ára. Viðskipta- jöfnuður ársins 1998 mælist nú neikvæður um rúma 40 ma.kr. í stað 33½ ma. kr. og hlutfall af landsframleiðslu hækkar um rúmlega 1%. Minni munur er á milli uppgjörsaðferða árin á undan.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.